Ríkisstjórnin ætti ekki að gugna á ákvörðun sinni um slit á aðildarviðræðum við ESB.

Eins og fram kom í frétt á mbl.is tjáði Birgir Ármannson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis sig á þá leið að hann teldi ólíklegt að þingsályktunartillaga háttvirts utanríkismálaráðherra um að afturkalla umsókn Íslands að ESB verði afgreidd á þessu þingi.  Jafnframt kom fram að sögn Einars K Guðfinnssonar, forseta Alþingis að engin áform séu uppi um sumarþing.

Mig langar til að segja:  Er ríkisstjórnin nokkuð að gugna í ákvörðun sinni að slíta aðildarviðræðum við ESB ?  Það hefur farið mikið fyrir fréttaflutningi í fjölmiðlunum upp á síðkastið að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gerst nokkuð djarfir í málflutningi sínum, þar sem þeir lýsa því yfir að ríkisstjórninni beri að hætta við fyrirhuguð viðræðuslit og að Íslandi sé best borgið innan ESB.  Eru jafnvel uppi áform um að stofna nýjan stjórnmálaflokk með það að meginmarkmiði að koma Íslandi inn í Evrópusambandið, og það án þess að formaður hefði fundist sem leitt gæti slíkt framboð. Yrði slíkur flokkur klofningur úr Sjálfstæðisflokknum ásamt öðrum sem fylgjandi eru inngöngu í ESB.

Ég vona að ríkisstjórnin, einkum sá hluti sem heyrir undir Sjálfstæðisflokkinn sé ekki að láta orð ESB -fylgjandi þingmanna Sjálfstæðisflokks og áróður ESB -hlyntra fjölmiðla, slá sig út af laginu eða láta hræðslu við áform um stofnun nýs ESB miðaðs stjórnmálaflokks stjórna gerðum sínum.

Það er nefnilega þannig, að sú staðreynd að Íslandi sé ekki vel borgið innan ESB stendur enn óhögguð, ekkert hefur breyst í þeim málum.  Það er augljóst orðið að sá efnahagsdoði sem einkennt hefur ESB -ríkin, einkanlega Evruríkin hefur ekkert batnað upp á síðkastið.  Sagt hefur verið af mörgum sérfræðingum sem fjallað hafa um þetta mál að ástæðan fyrir að ríki ESB fóru ver út úr kreppunni en mörg önnur ríki heimsins sé gjaldmiðillinn þeirra, Evran.  Og að ekki sjái fyrir endann á efnahagslægðinni hjá evruríkjunum.  Það er staðreynd að atvinnuleysi er mikið í Evru- löndunum 18, en það er að meðaltali 12%, en á Spáni er það 26%.  Við Íslendingar stöndum því mjög vel að velli, með um 4,5% atvinnuleysi.  En Íslenskt atvinnulíf og efnahagshorfur eru á mikilli uppleið. 

Er nokkur ástæða til þess að ganga inn í þá lágdeyðu sem ESB innganga myndi færa okkur inn í ?

 


mbl.is Óljóst hvort ESB-tillaga klárast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband