Samstöðu er þörf á Alþingi til að ljúka megi málum á tilsettum tíma

Það er ljóst að nokkuð miklar annir verða á Alþingi á næstunni, þar sem mörg mál bíða enn afgreiðslu.  En engir þingfundir eru dymbilviku, eða um páskana og framundan eru sveitarstjórnarkosningar í vor.  Í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni kom fram að frestur til að leggja ný mál fram, rennur út á morgun.  Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis sagði í þættinum að hann telji að mál sem boðuð hafa verið muni ekki verða lögð fram fyrir tilskilinn frest.  muni það koma í ljós hvort samstaða verði til að taka þessi mál fyrir og afgreiða þau.  hann telji engu að síður að hægt sé að ljúka þinginu með skikkanlegum hætti og þá án þess að halda þurfi sumarþing.

Það hafa sjaldan verið eins mörg stór mál sem eru á stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar í samanburði  við fyrri stjórnir Íslenska lýðveldisins.  Stórfelld skuldaniðurfærsla er í þann mund að eiga sér stað á næstu misserum.  Aðgerðir sem eru með þeim stærri sem farið hefur verið í, í Íslenskri stjórnmálasögu.  Sumir meta lítils þessar aðgerð ríkisstjórnarinnar, segja að þær nái ekki til þeirra sem eru með íbúð í félagslega kerfinu.  Tel ég að ekki sé loku fyrir það skotið að ríkisstjórnin komi til móts við þennan hóp fólks því að í fréttatíma einnar sjónvarpsstöðvarinnar eitt kvöldið var viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra þar sem hann tjáði sig á þá leið að sértækar aðgerðir eins og þessi væri í verkahring félagsmálaráðuneytisins að leysa úr.  Var þá Eygló Harðardóttir Félags og Húsnæðismálaráðherra innt svara varðandi þetta málefni.  Svaraði hún því til að þetta mál myndi verða skoðað. Þær aðgerðir ríkisstjórnarinnar um almenna niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána er eitthvað sem koma mun sér vel fyrir skulduga húsnæðiseigendur og gott væri ef hægt yrði að koma einnig til móts við fólk í félagslega kerfinu.

Það hefur verið mikil umræða um ýmis stór mál á Alþingi eins og afturköllun ESB umræðnanna og mikill tími fór í umræður um þingstörf.  Slíkt tók mikinn tíma frá umræðu um önnur mikilvæg mál.  Mörg mál bíða enn og vona ég að almenn samstaða skapist um það á Alþingi að koma þeim málum í gegn og ljúka þeim á tilsettum tíma.  Vil ég hvetja fólk til að sýna hinni nýju ríkisstjórn þolinmæði varðandi mál sem hún hyggst koma í gegn fólkinu í landinu til hagsbóta. Ríkisstjórnin er að vinna að hagsbótum fyrir almenning í landinu.  Kaupmáttur launa fer hægt vaxandi og efnahagur ríkisins er á uppleið.

Kær kveðja.


mbl.is Viðbúið að annir verði miklar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband