Ávinningur af blómstrandi landbúnaði og matvælaframleiðslu er mikill.

Þau orð Sigurðar Inga Jóhannssonar að Íslendingar ættu ekki vera upp á aðrar þjóðir komnar með matvælaframleiðslu eru orð að sönnu.  Innlendur Landbúnaður kallar á fjöldamörg störf fyrir landsmenn og mörg fyrirtæki, verslanir og þjónustufyrirtæki sem njóta góðs af.  Það er ekki gott að auka innflutning á matvælum því það kemur fljótt niður á þjóðarbúinu og samfélagi okkar  með fækkandi störfum og minnkandi umsvifum matvælafyrirtækja og öðrum fyrirtækjum.  En það veldur því að innviðir efnahagslífsins rýrna smátt og smátt.  Og fyrir vikið verður Ísland í meiri hættu hvað varðar framboð á matvælum ef eitthvað óvænt skeður,  eins og stríð eða náttúruhamfarir.
Kæra ríkisstjórn mér finnst þið vera að standa ykkur vel.  Haldið ótrauð áfram verki ykkar!
Kær kveðja.

mbl.is Verði ekki upp á aðrar þjóðir komnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband