Það hefur valdið talsverðri umræðu í fjölmiðlum og á netheimum undanfarið hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum við ESB. Háttvirtur formaður Samfylkingarinnar Árni Páll Árnason sagði í morgunútvarpi Stöðvar 2 í gærmorgun að í aðildarviðræðunum hafi það verið samþykkt að "engar óafturkræfar breytingar yrðu gerðar á stofnanaaðlögun á aðildarumsóknartímanum". En eins og kunnugt er hefur þetta aðildarferli oft verið nefnt aðildarviðræður af ESB sinnum og fleiri landsmönnum, þar sem lokapunkturinn átti að vera þegar" kíkt væri í pakkann".
Mér finnst það góðs viti að það sé að koma meira og meira upp á yfirborðið í umræðunni um ESB að hér sé um að ræða aðlögunarferli þar sem lögum og stöðlum stofnana og stjórnkerfi Íslands sé breytt og aðlagað að ESB. Og að hér séu ekki aðeins viðræður að eiga sér stað eða einhverskonar samninsgerð. Finnst mér gott að formaður Samfylkingarinnar lýsir því hér yfir að hér sé um að ræða aðlögunarferli að lögum ESB.
Það ölli töluverðum ugg í huga mínum um daginn þegar ég las í frétt að erfitt getur verið að flytja inn vissar vörur frá Bandaríkjunum vegna staðla sem þær verði að uppfylla til að mega flytja þær inn. Er orsökin sú að reglur ESB og EES samningsins eru farnar að koma meira og meira inn í Íslenskt regluverk og heftir það innflutning frá öðrum löndum en ESB. Las ég jafnframt að innflutningur á bílum frá Bandaríkjunum væri jafnvel í hættu ef ekkert verði að gert. Mér finnst þetta forkastanlegt! Við höfum verið mikil vinaþjóð Bandaríkjanna og flytjum inn mikið af vörum þaðan. Viljum við láta innlima okkur meir og meir í tolla og staðlakerfi ESB og láta það binda hendur okkar svo að við neyðumst til að sækja í auknum mæli alls konar vörur frá Evrópu?
Það kann að vera að breytingar þær sem formaður Samfylkingarinnar talar um séu ekki óafturkræfar. En það er ég viss um að breytingar til fyrri horfs muni kosta mikla fjármuni og tima og fyrirhöfn, og að á meðan aðildarferlið sem ég vona svo sannarlega að fari ekki aftur af stað, muni kosta Íslensku þjóðina óþarfa óþægindi og fyrirhöfn og binda hendur þjóðarinnar í innflutningi á vörum eins og ég mynntist á og meiri undanlátssemi í sjávarútvegsmálum og nefni ég þar Makríldeiluna.
Ég vona að Landsmenn allir og stjórnmálamenn velji að standa utan ESB.
Kær kveðja.
Engin óafturkræf aðlögun að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.