Sjávarútvegsráðherra ætti ekki að beygja sig undir vilja ESB.

Ég vil hvetja háttvirtan Sjávarútvegs og Landbúnaðrráðherra Sigurð Inga Jóhannsson til að samþykkja ekki 12 prósent hlutdeild Íslendinga í Makrílkvótanum.  Við íslendingar höfum staðið í 4 landhelgisdeilum eða þorskastríðum eins og það var kallað.  Og við bárum sigur úr bítum og áunnum með því stórbættan hag Íslensku þjóðarinnar.  Við eigum ekki að láta erlent stórveldi hræða okkur og beygja okkur til hlýðni. Við eigum ekki að láta hugsanlegar hótanir þeirra um löndunarbann hræða okkur.   Það er ljóst að við Íslendingar verðum af 50-60 þúsund tonnum að Makrílkvótanum verði 12 prósentin samþykkt.

Ég vil uppörva Sigurð Inga og hina nýju ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.  Mér finnst þið vera að standa ykkur vel og ég hef trú á að þið munuð koma mörgu góðu til vegar.  Ég heyrði í dag í Háttvirtum forsætisráðherra þar sem hann talaði um að vinna við skuldamálin væru samkvæmt áætlun.  Það er eðlilegt að Sigmundur og ríkisstjórn hans geti ekki komið öllum kosningaloforðum sínum í framkvæmd strax með því því einu að smella saman fingrunum.


mbl.is Sakar Framsókn um eftirgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband