Það er mjög jákvætt að efla viðskiptatengsl Íslands við Færeyinga.

Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson skýrði Kaj Leo Johannesen lögmanni Færeyinga, frá því í dag að ný ríkisstjórn hefði markað þá stefnu að efla enn frekar hið miklvæga samstarf sem væri við Færeyjar. Samskiptin væru þegar náin á ýmsum sviðum en stefnt væri að að auka þau enn frekar. Ræddu þeir um viðskipti ríkjanna almennt og hvernig mætti nýta sem best möguleika þá sem viðskiptasamningur ríkjanna býður upp á og greiða þannig fyrir frekari viðskiptum.

Það er að ég tel mjög jákvætt að utanríkisráðherra skuli leitast við að bæta viðskiptatengsl okkar við nágranna okkar Færeyinga.  Við höfum sömu hagsmuna að gæta og þeir hvað varðar hagsmuni í sjávarútvegi og það sem gerst getur á næstu árum: Að Alþjóðlegar skipaferðir hefjist um Norðurheimskautsvæðið.  Tel ég mjög jákvætt að Utanríkisráðherra og Forsætisráðherra hafi unnið í því að Ísland geti komið að Þessum siglingum um Norðurheimskautið á einhvern hátt, hugsanlega með því að reisa stórskipahöfn á Íslandi og þjónusta þau skip sem taka þátt í þessum siglingum.

Fögnuðu þeir Gunnar Bragi og Kaj Leo tillögu Vestnorræna ráðsins um að styrkja samstarf Færeyja, Íslands og Grænlands um málefni norðurslóða á þeim sviðum sem hagsmunir landanna fara saman. Tel ég mjög mikilvægt að ráðherrar hinnar nýju ríkisstjórnar séu iðnir við að afla Íslandi velvilja annarra landa í viðskiptalegu samhengi.  Við getum vel dafnað og bjargað okkur sjálf án þess að gerast hluti af einhvers konar ríkjabandalagi.  Framlag Utanríkisráðherra og Háttvirts Forsætisráðherra er aðdáunarvert hvað þetta varðar.


mbl.is Engin þjóð nær en Færeyingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband