Lækkun veiðigjalda er nauðsynleg til að hindra gjaldþrot margra sjávarútvegsfyrirtækja.

Það hefur valdið talsverðri umræðu á Alþingi og á meðal almennings frumvarp ríkisstjórnarinnar varðandi lækkun á veiðigjaldi á sjávarútveginn á þessu ári og 2014.  Hafa þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna Samfylkingar og Vinstri Grænna lýst yfir andstöðu við þetta frumvarp.  Stofnað var til undirskriftasöfnunar á netinu til þess að mótmæla þessu frumvarpi.

Ég tel að lækkun á veiðigjöldum á sjávarútvegsfyrirtæki sé óumflýjanleg.  Margir útgerðarmenn og sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra hafa lýst því yfir að hækkun á veiðigjöldum sem tók gildi með lögum frá 26. júní 2012 sé það geti valdið gjaldþroti eða miklum erfiðleikum hjá mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum.  Hefur það verið sagt að gjaldið taki burt nánast allan hagnað margra sjávarútvegsfyrirtækja og í sumum tilvikum jafnvel hærri upphæð en sem nemur hagnaðinum.

Annað atriði sem hefur verið nefnt er að fullkomin óvissa er um hvernig eigi að reikna út þetta gjald sem síðasta ríkisstjórn lagði á sjávarútvegsfyrirtækin.  Það var ekki hægt að leggja á gjald fyrir 2014 því fullkomin óvissa ríkti um hvert gjaldið ætti að vera.  Nefnd sem átti að reikna út grundvöll gjaldsins hefur ekki getað lokið vinnu sinni.

Í þriðja lagi voru hugmyndir um hækkun gjaldsins algerlega óraunhæfar og óskiljanlegt að til hafi staðið að taka allt að þriðja tug milljarða af atvinnugreininni í sérstaka skattlagningu.  Tala sumir um að nýja ríkisstjórnin hyggist afsala ríkissjóði tekjum með þessari lækkun á veiðigjaldi, 3,2 milljarða á þessu ári og 6,4 á næsta ári.  En staðreyndin er sú að ríkið hafði áskilið sér allt of stóran hlut af tekjum þessara fyrirtækja.

Ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni að koma gangi á atvinnumálin og iðnaðinn í landinu á ný.  Þessi aðgerð að lækka veiðigjaldið var gerð með það að markmiði að efla þessa atvinnugrein með meiri fjárfestingu og fleiri störfum.  Traust atvinnulíf og meiri fjárfesting í atvinnulífinu mun að mínu mati skapa undirstöðu fyrir bættan hag landsmanna og vænka hag ríkissjóðs, sem mun vonandi fljótt skapa svigrúm til að koma til móts við skuldavanda fólks.


mbl.is Tæplega 4.900 hafa skrifað undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband