Hvatningarorð til Bjarna og Sigmundar.

Mig langar til að hvetja Bjarna og Sigmund í stjórnarmyndunarviðræðum þeirra.  Mér finnst það vera allt í lagi þótt viðræðurnar taki nokkuð langan tíma.  Því þeir vilja vanda til verks og þeir eru nýliðar í stjórnarmyndun og setu í ríkisstjórn, einhverntímann verður allt fyrst.

Þeir eiga ekki að vera vonsviknir eða fallast hugur þótt snurða hlaupi á þráðin þegar þeir reyna til þrautar að semja um hvernig lausn skuldavanda heimilanna eigi að vera háttað.  Ef til þurfa þeir að miðla málum hvað þetta atriði varðar.  Flokkar þeirra hafa báðir leiðir sem koma sér vel fyrir fólk sem á í skuldavanda vegna íbúðakaupa, málið er aðeins að finna hinn gullna milliveg milli hugmynda bæði Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

Ég vil benda Bjarna og Sigmundi á leið sem hefur reynst mér og mörgum öðrum sem kristna trú aðhyllast vel, að koma með aðsteðjandi vandamál til Guðs sem getur hjálpað og leyst úr vandamálum, sé honum treyst fyrir því.

Bestu kveðjur.


mbl.is Fundað fram eftir degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband