Gott að vita til að stjórnmyndunarviðræðurnar gangi vel.

það hefur verið mikið rætt um stjórnarmyndunarviðræður þeirra Bjarna og Sigmundar.  Eins og flestir vita þá byrjuðu viðræður þeirra leynilega á stað sem landsmenn vissu ekki um, en seinna var upplýst að þeir héldu til í sumarbústað í eigu fjölskyldu Bjarna.  Mikið var um fréttaflutning af þessum viðræðum og ágiskanir fjölmiðlanna og hnýsni varðandi minnstu smáatriði, eins og innkaup þeirra í Krónunni.  Var margt spáð og spekúlerað, hvers vegna þeir völdu Krónuna til innkaupa og hvað þeir hefðu keypt.  Var sagt að réttast væri að kalla ríkisstjórn þeirra sem væntanlega verður afrakstur þessara viðræðna þeirra "Krónustjórnina".  Seinna kom fram að þeir voru að baka vöflur og snæða, sem var að vissu leiti rétt því í Mbl.is kom fram í  frétt að aðstoðarkona Bjarna hefði bakað vöflurnar fyrir þá félaga og fylgdi uppskrift af vöflunum.  Held ég að þessi fréttafllutningur hafi verið til þess gerður að skapa kátínu og góða stemmingu hjá fólki. 

Langar mig til að leggja mitt innlegg í gamanmálaumræðu þessa.  Mig langar til að varpa þessari spurningu fram:  Hvað keyptu þeir Bjarni og Sigmundur í Krónunni?  Ef mér skjátlast ekki þá hafa þeir þurft á meiri næringu að halda en vöflum og sultu gerðum aðallega úr sykri, hveiti og smjörlíki.  Mig skildi ekki undra þótt þeir hefðu einnig keypt eitthvað kjarnbetra og saðsamara vegna þeirrar mikilvægu og miklu vinnu sem þeir voru að takast á fyrir þjóðina.  Þar sem Sigmundur er formaður Framsóknarflokksins sem er oft bendlaður við  Íslensku bændastéttina þá grunar mig að þeir hafi keypt afurðir úr safni þess besta úr íslenskum landbúnaði eins og hangiálegg, skinku eða kjötmeti eins og grillkjöt. 

Varðandi vöflubaksturinn í sumarbústaðnum þá tel ég að þeir tvímenningar hefðu vel getað tekist vöflubaksturinn á hendur, en ef til vill hefði bökunartíminn á vöflunum verið æði misjafn því að í hugum þeirra er viðfangsefni þeirra Stjórnarmyndunarviðræðurnar þeim efst í huga.  Ég vil lýsa yfir ánægju minni með að þeir Sigmundur og Bjarni séu að vinna að því að mynda nýja ríkisstjórn og að allt virðist ganga vel.  Er gaman að sjá að þeir virðast vera klæddir í samskonar jakkaföt, eins og þeir séu í einum og sama flokknum.  Það er gott að sjá þá sameinast þjóðinni til handa til að vinna að heill hennar og velferð.

Kveðja að sunnan.


mbl.is Fundað næst á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband