Sigmundur Davíð ætti að fara í stjórnmyndun með Sjálfstæðisflokknum.

Núna á vordögum þegar kosningar eru yfirstaðnar er það umhugsunarefni flestra að sjá hvernig stjórnarmyndunarviðræðum reiðir af.  Formaður Framsóknarflokks var eins og kunnugt  er í viðræðum við formenn Samfylkingar og Pírata í gær, og ekki er ljóst hvort að hann velji þá leið sem algengust er, sem er að fara í ríkisstjórnarsamstarf við þann flokk sem fékk mest fylgi í Alþingiskosningum.  Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata tjáði sig í dag á Facebook síðu sinni að það væri mögulegt að útkoma stjórnarmyndunar mundi komi öllum á óvart.  Það er augljóst að fari Framsóknarflokkur í stjórnarsamstarf við einn eða tvo vinstriflokkanna þá yrði útkoman úr því minnihlutastjórn.

Minnihlutastjórnir eru eftir því sem ég best veit, sjaldgæfar í Þingsögu Íslands, en aðeins 4 slíkar stjórnir hafa setið á Lýðveldistímanum.  Slíkar stjórnir hafa eins og kunnugt er ekki öruggan þingmeirihluta á bak við sig og þurfa þvi að hafa óbeinan stuðning þingmanna úr öðrum flokkum til að verja sig fyrir hugsanlegu vantrausti.  Minnihlutastjórnir hafa yfirleitt setið stutt, að frátalinni síðustu ríkisstjórn.  Fyrsta slíka stjórnin var minnihlutastjórn Ólafar Thors 1949-1950 sem sat í 3 mánuði. 1958-1959 leiddi Emil Jónsson minnihlutastjórn Alþýðuflokks sem var varin af Sjálfstæðisflokki.  Sú stjórn sat í 11 mánuði.  1979-1980 leiddi Benedikt Gröndal minnihlutastjórn Alþýðuflokks sem sat í tæpa 4 mánuði.  Slíkar stjórnir hafa yfirleitt verið undanfari nánara samstarfs stjórnarflokks og þess flokks sem ver hana vantrausti, og eru yfirleitt taldar veikar stjórnir vegna þess að örðugt getur verið að koma málum í gegn um þingið.

Mig langar til að tjá mig um að mér þætti það eðlilegast og réttast að formaður Framsóknarflokks, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leitaði á náðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins með stjórnarmyndun.  Það tel ég réttlátt gagnvart þeim mikla fjölda landsmanna sem greiddu Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt, vegna ábyrgðar þeirrar og útsjónarsemi sem þeir töldu að  flokkurinn hefði sýnt varðandi margvísleg mál almennings og fyrirtækja.

Mig langar til að lýsa yfir þeirri skoðun minni með fullri virðingu fyrir háttvirtum formanni Framsóknarflokksins að það sé heillavænlegast að snúa sér til Sjálfstæðismanna með stjórnarsamstarf.  Málsmetandi menn sem hafa tjáð sig í fjölmiðlum og á netinu hafa sagt að stefna Sjálfstæðisflokks varðandi húsnæðislán, aðgerðir til að létta til með fólkinu í landinu eins og skatta og virðisaukaskatts lækkanir og lækkun bensínverðs ofl. sé raunhæfari og ódýrari fyrir ríkissjóð en aðgerðir sem mörg hinna framboðanna boða.  Og eru mjög góður kostur fyrir fólk hvað afkomu snertir og eru framkvæmanlegar jafnvel nú þegar.  Ég vil hvetja háttvirtan formann Framsóknarflokksins að leita á náðir Sjálfstæðisflokksins sem trausts samstarfsaðila í næstu ríkisstjórn.  Ég geri fastlega ráð fyrir að formenn þessara flokka geti ef vilji er fyrir höndum komið sér saman um ásættanlega stefnu, fólkinu í landinu til handa.


mbl.is Minnihlutastjórn möguleg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband