Meirihluti landsmanna treystir hægristjórn til að koma á umbótum í landinu.

Mig langar til að lýsa yfir velþóknun minni á að Sigmundur Davíð  hefur snúið sér til Bjarna Benediktssonar með formlegar stjórnarmyndunarviðræður.  Hann sneri sér fyrst eins og alþjóð veit á vinstri vænginn eftir að hafa tekið við stjórnmyndunarumboði frá forseta Íslands.  það tel ég hafa verið til að skoða alla möguleika fyrst og vegna þeirrar kurteisi sem ég trúi að hann búi yfir sem hann vildi sýna formönnum hinna  framboðanna.  Eftir að hafa gengið á milli framboðanna með gottið sem hann hyggst færa Íslensku þjóðinni sem eru kosningaloforð hans og eftir að hafa kíkt á gottið sem hin á vinstri vængnum höfðu upp á að bjóða, sneri hann eftir nokkurn umhugsunartíma til Bjarna.  Þegar þangað var komið og eftir að hafa athugað gottið sem Bjarni hafði á boðstólunum ákváðu þeir að skiptast á molum, og setja þá saman í eina skál, en það eru aðgerðir þær sem þeir vonast til að bjóða fólkinu í Landinu. 

Ég vona innilega að þeir Sigmundur og Bjarni nái saman með góðar tillögur til handa þjóðinni og geti saman myndað nýja ríkisstjórn.  Að þjóðin geti komið til þeirra félaga að afloknum löngum kosningavetri og geti gætt sér á því sem þeir hafa upp á að bjóða.

Mig langar til þess að segja að þrátt fyrir að það langa tímabil sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru saman í ríkisstjórn endaði með hruninu velþekkta þá voru tímarnir sem þeir voru í ríkisstjórn þeir blómlegustu hvað varðar efnahag fólks og lágri verðbólgu.  Kreppan kom yfir Evrópu og Norðurlöndin og fleiri svæði í heiminum með miklum þunga, þar á meðal á Íslandi.  Ég vil ekki segja að það hafi verið rétt að einkavæða bankana en það er ljóst að á þessum tíma sem einkavæðingin átti sér stað voru hugmyndir Kapítalismans í hámarki og hugmyndin um einkavæðingu að hún væri hagkvæm.  Stjórnarflokkar þeir sem tóku þessa ákvörðun höfðu að ég tel ekki hugmynd um hvað gæti gerst í sambandi við bankakerfið.  Á þessum tíma var efnishyggja á Íslandi og um allan heim vaxandi og Íslendingar tóku þátt í þeim dans kringum "Gullkálfinn".  Ég minnist þess að landsmenn voru að fjárfesta í hlutabréfum og ýmsum sjóðum bankanna grunlausir um hvað átti eftir að gerast.  Og svo kom hrunið.  Hæstvirtur forsætisráðherra á þessum tíma var ásamt öðrum úr þáverandi ríkisstjórn ásakaður um að hafa sýnt vanrækslu í starfi og leyft að hrun fjármálakerfisins ætti sér stað, sem er ekki rétt.  Því Landsdómur sem dæmdi í máli hans dæmdi hann saklausan af ákærum í hans garð.

Ég tel ekkert því til fyrirstöðu að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndi saman ríkisstjórn, og ég tel að ríkisstjórn þeirra verði happasæl fyrir landslýð.


mbl.is Valið „enn hægt að endurskoða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Ég er hjartanlega sammála þér, nema að maðurinn heitir Sigmundur Davíð, ekki Sigurmundur. Kær kveðja, Þorgils Hlynur Þorbergsson.

Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 01:06

2 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Komdu sæll Þorgils

Ég Þakka þér kærlega  fyrir ábendinguna.  Ég ætla að lagfæra þetta,  það er frábært að það er hægt að breyta bloggfærslunum eftirá.  Ég vona að viðræðum Bjarna og Sigmundar ljúki með sigri, að þeir geti lokið stjórnarmyndun, þjóðinni allri til hagsbóta.

Steindór Sigursteinsson, 6.5.2013 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband