Sjálfstæðisflokkurinn býður ekki upp á óraunhæfar lausnir varðandi skuldavanda heimilanna.

Mig langar til að segja að ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn eigi skilið meira fylgi en kom fram í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.  Örsökin fyrir þessu minnkandi fylgi við flokkinn í undanförnum skoðanakönnunum er, að ég tel, vegna óraunhæfra gylliboða sem hinir flokkarnir og framboðin segjast ætla að koma í framkvæmd.  Mig langar til að segja að mér finnst að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki með slíkar lausnir varðandi skuldavanda heimilanna sem vafasamt er, í ljósi bágs efnahags ríkissjóðs, að gangi upp.
Mér finnst Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokkssins hafa rétt fyrir sér þegar hann lýsir því yfir að bann á verðtryggðum lánum sé ekki fýsilegur kostur, alla vega ekki í bili.  Vextir óverðtryggðra lána yrðu ekki hagstæðir nema aðstæður á fjárhagstöðu ríkisins batni og gengi Atvinnuveganna komist í viðunandi horf.  Segjum sem svo að bann yrði lagt á verðtryggð lán, þá yrði það bankanna og Seðlabankans að ákveða vextina.  Við vitum að bankarnir reyna að tryggja sinn hag og því myndu vextir þessara lána varla verða neitt til að hrópa húrra yfir alla vega ekki eins og staðan er núna.  Aðeins með því að koma smátt og smátt ró og velgengni yfir stöðu Ríkisjóðs og atvinnuveganna gætu vextir orðið ásættanlegir
Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn hafa góðar og haldgóðar lausnir til að koma gengi atvinnulifsins aftur á góðan skrið eins og:  Afnám gjaldeyrishafta ,lægri skattar og gjöld á fyrirtæki og minni ríkisafskipti og miðstýring.  Þessar aðgerðir munu með tímanum, að sögn Sjálfstæðismanna síðar meir skapa svigrúm til að minnka vægi verðtryggingar eða jafnvel  að afnema hana alfarið.
Mér finnst að lausnir Sjálfstæðismanna til handa húsnæðiskaupanda og leigjanda vera  skynsamlegar og raunhæfar.  Þær eru: sérstakur skattaafsláttur vegna afborgana af íbúðalánum sem rennur beint inn á höfuðstól lánanna, og að hluti séreignarsparnaðar renni til niðurborgunar á láni, að boðið verði uppá bæði verðtryggð og óverðtryggð lán og að vaxtaprósentan verði með tímanum svipuð og boðið er uppá í nágrannalöndunum.  Einnig er boðið upp á aðgerðir til að tryggja leiguhúsnæði.
Mér finnst að ekki sé hægt að segja að Sjálfstæðismenn hafi verið valdir að hruni því sem varð á Íslandi 2008, enda var Samfylkingin með Sjálfstæðisflokknum í stjórn þegar hrunið varð.
Ég tel að Sjálfstæðisflokknum sé vel treystandi til að taka sér stjórn þjóðarskútunnar og að Sjálfstæðisflokkurinn í forystu Bjarna Benediktssonar hafi það innsæi og dug til að koma atvinnulífinu í samt lag aftur og með tímanum byggja upp það velferðarkerfi, þar á meðal heilbreigðiskerfið, þannig að það sé eins og best þekkist hjá nágrannaþjóðunum.  Sjálfstæðisflokkurinn á það svo sannarlega skilið, að ég hygg, að við ljáum honum atkvæði okkar í komandi Alþingiskosningum.
 

mbl.is Bjarni: Trúi á stefnuna fram í rauðan dauðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband