Forseti lýðveldisins ber að vera öryggisventill þjóðarinnar
28.6.2020 | 11:45
Guðmundur Franklín er ekkert annað en SIGURVEGARI forsetakosninganna. Að ná að bjóða sig fram og fá þúsundir atkvæða gegn öflugri kosningavél Rúv sem studdi háttvirtann forseta okkar einarðlega.
Framboð og kosningabarátta Guðmundar Franklín Jónssonar mun hafa til lengdar jákvæð áhrif á pólitíkina hérna. Mikið af því sem hann hefur bent á að miður fari í þjóðfélaginu og hættur sem að þjóðinni steðjar vegna spillingar og framsali valda með þjóðarauðlindum til ESB er komið meira upp á yfirborðið og verður ekki svo auðveldlega þaggað niður eftir þessa baráttu hans. Hans málefni í þessari baráttu voru líka svo langt frá því að vera einhverjar öfgar heldur þvert á móti var verið að feta í fótspor fyrrverandi forseta Ólafs Ragnars.
Stóri sigurvegari þessara kosninga er samt lýðræðið sjálft sem ekki er hægt að setja verðmiða á. Fólkið ræður og er stolt af því að geta kosið og látið með því vilja sinn í ljós. Vitið til Íslendingar ekki grenja þegar Orkupakka 4 og 5 verður troðið ofan í okkur, orkan hirt og reikningarnir hækka. Þá getur "fávís lýðurinn", nagað sig í handarbökin og grátið krókódílatárum. Guðmundur Franklín verður ekki til staðar sem öryggisventill þjóðarinnar sem hann talaði um heldur háttvirtur forseti okkar Guðni Th. sem samþykkir allt sem frá lögþinginu kemur. Á ég þar við orkupakkana auk landsréttarmálsins og hin sorglegu lög um fóstureyðingar að 22 viku. (Hann getur auðvitað bætt um betur næsta kjörtímabil og samþykkt ekki orkupakka 4 og 5 og ýmislegt annað sem kann að koma upp á sem brýtur á móti almennu siðferði.)
Auðmjúkur forsetaframbjóðandi hann Guðmundur, hann kemur vel fyrir og geislar af honum kærleikurinn. Maður sem vildi láta gott af sér leiða en var rakkaður niður alls staðar. Heldur einhver að Guðmundur hafi ekki vitað að hann væri að fara í hakkavél með þessu framboði. Því meira af árásum á persónu frambjðóenda en ekki málefni hans verða til þess að við fáum ekki okkar besta fólk í framboð. Takk Guðmundur fyrir að gefa kost á þér, lýðræðið er mikilvægt tæki fyrir þjóðina og það er fallegt að jafnvel venjulegt fólk geti boðið sig fram til forseta í þessu fallega landi okkar.
Þrátt fyrir allt segi ég: Til hamingju Guðni TH. Jóhannesson!
![]() |
Lokatölur liggja fyrir: Guðni fær 92,2% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.6.2020 kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)