Stöndum með Ísrael
17.9.2015 | 21:45
Í frétt á Ísraelska fréttavefnum Jewish Press er sagt frá innkaupabanni Reykjavíkurborgar á Ísraelskum vörum. En eins og mörgum er kunnugt samþykkti vinstri- meirihlutinn tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar að Reykjavíkurborg sniðgangi vörur frá Ísrael. Fullyrðir greinarhöfundur sem er sérfræðingur í alþjóðalögum að bannið sé brot á sáttmála Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
Mig langar til þess að leggja mitt lóð á vogarskálarnar til varnar Ísrael. Ísrael er lítið land þar sem nágrannalöndin hafa það að markmiði að eyða Ísrael og Gyðingum. Ísrael hefur lengi verið bitbein margra þjóða, eftir að Gyðingar fengu landið sitt aftur 1948. Ísraelsmenn hafa verið hernumdir oftar en einu sinni og hafa verið dreifðir um heimsbyggðina. Reynt hefur verið að útrýma þeim, en Guð stendur með Gyðingum. neikvæður fréttaflutningur og Gyðingahatur einkennir oft fréttaflutning af því sem er að gerast í Ísrael. En Ísrael þarf oft og einatt að verja sig þegar gerðar eru árásir á landið af hryðjuverkamönnum sem fá vopn þar á meðal flugskeyti send í gegnum jarðgöng.
Það er hneykslanlegt að Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur látið neikvæðan fréttaflutning (ég vil ekki segja að allt sem Ísraelsmenn gera sé rétt) eða jafnvel gyðingahatur fá sig til þess að samþykkja slíka tillögu. En viðskiptabann á Ísrael er ólöglegt gagnvart alþjóðaviðskiptalögum og það er ekki rétt gagnvart Plestínumönnum (og Gyðingum)sem kynnu að missa vinnuna sína sem starfa fyrir Ísraelsk fyrirtæki sem bannið nær til. Það eru fleiri vörur framleiddar í Ísrael en margan grunar þar á meðal íhlutir í hátæknitæki enda Ísrael langt á veg komið á því sviði. Reyndar mun bannið ekki hafa teljandi áhrif á Ísraelskan iðnað en það mun setja blett á orðspor Íslendinga í Ísrael (og víðar í heiminum) og spilla fyrir því góða samstarfi sem hefur verið á milli Íslands og Ísrael.
Ég vil hvetja Borgarstjóra Dag .B Eggertsson og vinstri meirihlutann í Borgarstjórn að endurskoða þess afstöðu sína gegn Ísrael þjóð Guðs og aflétta viðskiptabanni Reykjavíkurborgar á Ísraelskum vörum. Að síðustu er hérna vers úr Bilíunni úr Sakaría 2,12: "Svo segir Drottinn allsherjar, hinn vegsamlegi, sem hefir sent mig til þjóðanna sem rændu yður: Hver sá er snertir yður, snertir augastein minn".
Það er alltaf hægt að bæta sig - Stöndum með Ísrael.
![]() |
Ósvífni sjálfumglaðra slettireka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)