Hagsmunir Íslands eru best tryggðir utan ESB.

Samkvæmt frétt á Stöð 2 hefur þeim sem vilja að Ísland gangi í ESB fjölgað síðan Capacent gerði síðast könnun.  Í könnuninni kom fram að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu hlyntari aðild en íbúar landsbyggðarinnir.  Var sú skýring dregin fram að það sé vegna þess að köflum um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál hafi ekki verið lokið ennþá og úbúar landsbyggðarinnar viti þess vegna ekki að hverju er að ganga ef Ísland gerðist aðili að ESB.  Mér finnst að þessi útskýring sé út í hött.  Íbúar landsbyggðarinnar gera sér grein fyrir því að skilmálum ESB varðandi sjávarútveg og landbúnað verður ekki breytt heldur verða Íslendingar að gangast undir lög og reglugeriðir ESB þessu viðvíkjandi og það hefur margoft komið fram að undanþágur séu ekki í boði.  Við Íslendingar höfum ekkert í ESB að gera.  Við verðum að framsala yfirráð yfir sjávarútveg og öðrum veigamiklum atriðum Íslensks efnahagslífs til Brussel.  Við vitum ekkert hvernig ESB á eftir að breytast í framtíðinni.  Íbúar margra ESB- landa vilja þangað út aftur og efnahagslegt óöryggi ríkir í mörgum evru-löndum og einstaklega mikið atvinnuleysi einkanlega á meðal ungs fólks.  Með upptöku evru og ESB aðild er Ísland að taka niður fyrir sig.

Kær kveðja.


mbl.is Meirihluti vill ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirgengileg framganga flugvallarandstæðinga og þeirra sem byggja vilja á flugvallarsvæðinu.

Samkvæmt frétt á Mbl.is var vinnuhópur sem annast hefur mat á nauðsyn neyðarflugbrautar Reykjavíkurflugvallar leystur upp nú fyrir jól.  Og í kjölfarið hefur forstjóri Ísavía lýst því yfir að mat vinnuhópsins sé rangt, að neyðarflugbrautin sé í raun óþörf.  Að sögn Þorkels Ásgeirs Jóhannessonar hjá Mýflugi sem átti sæti í vinnuhópnum sendi forstjóri Isavía frá sér skýrslu viðvíkjandi neyðarflugbrautina fyrir ári síðan, sem gengur í berhögg við reglur um útreikninga um nothæfistuðul.  "Það getir hann ekki hafa gert nema vegna þess að hann hefur viljað komast að einhverri ákveðinni niðurstöðu."

Það er skoðun þess sem þetta skrifar að hér er augsýnilega  ekki verið að ganga hreint til verks heldur er hér verið að þóknast ákveðnum öflum sem vilja flugvöllinn burt eða eða hluta hans svo hægt verði að hefja byggingaframkvæmdir á svæðinu.  Til að réttlæta skýrslu forstjóra Isavía var verkfræðistofan Efla látin gera úttekt á málinu.  En niðurstaða hennar var samhljóma skýrslu forstjóra Isavía.  Reykjavíkurborg ákvað að taka álit þessara tveggja aðila sem gott og gilt.  Enda er það yfirlýstur vilji borgarstjórnar meirihlutans að Reykjavíkurflugvöllur eða allavega neyðarflugbrautin skuli víkja fyrir íbúðabyggð.

Það er ekki rétt að hagsmunir þeirra sem hefja vilja framkvæmdir á flugvallarsvæðinu seu látnir ganga fyrir öryggi flugvallarins. 

Kær kveðja.


mbl.is Óvönduð vinnubrögð í besta falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband