Heimsóknir í kirkjur er aðeins eðlilegur hlutur í lífi flestra Íslendinga.

Samkvæmt frétt á Mbl.is vakti Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi VInstri Grænna, formaður Mannréttindaráðs athygli á fyrirhugaðri heimsókn nemenda og starfsmanna Langholtsskóla í Langholtskirkju í næstu viku í Facebokk-síðu sinni.  Sagði hún það algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna.  Að skólar séu fræðslu og menntastofnanir og hafi ekkert með trúboð að gera.

Ég vil segja í þessu sambandi að það að fara í kirkju er fullkomlega eðlilegur hlutur í lífi Íslensku þjóðarinnar og hefur verið það síðustu 1000 árin frá kristnitöku. Það er á engann hátt réttlætanlegt að þessum þætti í Íslensku mannlífi sé haldið frá börnum í leik og grunnskólum.  Það þykir sjálfsagt í skólum að nemendur kynnist sem flestum þáttum í Íslensku samfélagi, farið er í leikhús og jafnvel farið í bíó, farið á íþróttaviðburði tónleikar og söngkeppnir eru haldnir innan grunnskólanna.  Þjóðkirkjan og aðrir kristnir söfnuðir hafa haldið uppi góðu og uppbyggilegu starfi fyrrir fullorðna sem börn og unglinga.  Það eru engin haldbær rök fyrir því að þessu góða starfi sem börnum bjóðast sé haldið frá börnum í leik- og grunnskólum.

Það er slæmt að samtök fólks sem ekki líkar við Kristna trú hafi getað með áhrifum sínum í borgarstjórn og í hinum pólitíska armi, komið því til leiðar hin síðari ár að trúarlegri innrætingu og góðri kristnifræðslu hafa verið nánast útrýmt innan grunnskóla í Reykjavík.  Margir skólar hafa eftir því sem ég best veit fetað í veg skóla á höfuðborgarsvæðinu. 

Það að Langholtsskóli hafi tekið ákvörðun um að fara með nemendur sína ásamt starfsmönnum í Langholtskirkju til þess að hlýða á það sem þar er á boðstólunum er mikið gleðiefni og fleiri skólar ættu að feta í fótspor þeirra.  Í guðsþjónustunni mun prestur kirkjunnar flytja hugvekju, nemendur þriðja bekkjar munu flytja helgileik og sungin verða jólalög.  Er til eitthvað eðlilegra og sjálfsagðara en að hlusta á Guðs orð og njóta fallegrar jólatónlistar.  Kristin trú er ekkert sem á ekki við í grunnskólum landsins, trúin kennir okkur að elska Guð og náungann eins og sjálfa okkur og að koma vel fram við aðra.  Sú kennsla á svo sannarlega við í grunsskólum landsins og í þjóðfélagi okkar.

Kær kveðja.


mbl.is Líf gagnrýnir heimsókn í kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband