Aukið eftirlit með skattaundirskotum mundi skila ríkinu töluverðum tekjum.

Þingmaður vinstrihreifingarinnar - Græns framboðs, Ögmundur Jónasson sagði í dag í sérstakri umræðu um skattaundirskot, að auka þurfi skattaeftirlit og að slíkt eftirlit mundi skila sér í auknum tekjum fyrir ríkissjóð.  Hann sagði ennfremur að auka þurfi siðferði og skilning landsmanna á þessum málum.

Mikið eru þessi orð Ögmundar orð í tíma töluð og ég er honum þarna hjartanlega sammála.  Koma þarf í veg fyrir skattaundirskot og svartai atvinnustarfsemi með öllum tiltækum ráðum, því slíkt grefur undan velferðarkerfinu og spillir fyrir okkur sem vinnum okkar vinnu og teljum samviskusamlega fram til skatts.  Ég vil líka bæta við að nauðsynlegt er einnig að koma í veg fyrir kennitöluflakk fyrirtækja, þar sem eigendur fyrirtækja hafa skilið eftir sig sviðna jörð með gjaldþroti fyrirtækja sinna, þar sem margir skaðast af, bæði fyrirtæki og einstaklingar.  En sömu fyrirtækjaeigendur geta síðan stofnað ný fyrirtæki með nýrri kennitölu.

Ögmundur sagði einnig að auka þurfi siðferðisvitund fólks meðal annars með því að hafa kennslu um rétt siðferði í skattamálum í skólum.  Og hann sagði einnig að sjónvarpið gæti komið þarna ínn í með því að henda eins og einum ofbeldisþætti úr dagskrá sinni á hverju kvöldi og  haft þar "kennslu í samhenginu á milli skatta og velferðar".  Bætti hann við "að það myndi ekki sjá högg á vatni , að það væri nóg blóðbaðið þrátt fyrir það."

Þessum síðustu orðum Ögmundar er ég einnig hjartanlega sammála.  Það er nóg af ljótu efni á sjónvarpsstöðvunum.  Er þar ofbeldi sýnt í miklum mæli og margt ósiðlegt eins og of nánar myndir af ástarlífi fólks og mikið er gert út á nekt kvenna, og eru þær oft sýndar einum of fáklæddar í ýmsum kvikmyndum, þáttum og auglýsingum, einkum erlendum auglýsingum.

Ég er þér hjartanlega sammála, Ögmundur hvað siðferði og eftirlit með skattlagningu varðar.

Kær kveðja.


mbl.is Vill efla siðferðið í skattamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. janúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband