Íslendingar ættu að beita sér í makrílmálinu sem fullvalda ríki.
23.10.2013 | 20:19
Nú þegar samningaviðræður ESB og annarra hagsmunaríkja vegna skiptingu Makrílaflans stendur yfir beinist athygli landsmanna óneitanlega að því hvað Íslensk stjórnvöld muni gera í málinu. Framkvæmdastjórn ESB býður Íslendingum aðeins 11,9% hlutdeild í heildaraflanum en Íslendingar hafa eins og kunnugt er undanfarin ár haldið fast við 16-17% aflans .Enda eru fyrir því gild rök að Ísland sem fullvalda strandríki með mikið af Makríl í landhelginni kringum landið haldi óbreyttri aflahlutdeild. Makríllinn etur eins og rannsóknir sýna mikið af æti frá öðrum fisktegundum. Er talað um að aflahlutdeildin sem ESB býður Íslendingum sé ekki sanngjörn heldur sé það yfirgangur stórveldis gegn Íslendingum, og má því að líkum geta að ESB hugsi að það hafi Ísland að nokkru leiti í hendi sinni þar sem Íslendingar hafa enn ekki formlega slitið aðildarviðræðum sínum við sambandið, og er Ísland því fræðilega séð umsóknarríki að Evrópusambandinu.
Ég vil hvetja ríkisstjórnina og háttvirtan Sjávarútvegs og Landbúnaðarráðherra að halda fast við 16-17% hlutdeild í Makrílaflanum. Og sýni með því framkvæmdastjórn ESB að við eru fullvalda þjóð og við látum ekki bjóða okkur stór skerta aflaheimild. Íslendingar fóru frá því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu yfir í að verða ein sú ríkasta, einmitt í krafti sjálfstæðis síns og stækkun landhelgi sinnar úr 4 mílum í 200 mílur.
Ég vil einnig hvetja ráðamenn ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Bjarni Benediktsson tjáði sig í fréttatíma RÚV núna í kvöld um að það væri ekki vegna Krónunnar sem óstöðugleiki ríkti í Íslensku efnahagslífi heldur væri það vegna annarra þátta og væri það að mestu okkur sjálfum um að kenna. Evran eða aðild að ESB mun ekki sjálfkrafa færa okkur stöðugleika sem við sækjumst eftir heldur með því að við sjálf Íslendingar komum stöðugleika í fjármál lands okkar.
![]() |
Gefi ekki eftir í makríldeilunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 22.2.2014 kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)