Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Íslenska Þjóðfylkingin hafði rétt fyrir sér fyrir síðustu kosningar að kostnaður vegna tilhæfulausra umsókna um hælisvist mundi fara úr böndunum
17.9.2017 | 13:03
Meira að segja Bjarni Benediktsson háttvirtur forsætisráðherra hefur komið auga á þetta og hafði kjark til að minnast á þetta þar sem hann flutti ræðu og sat fyrir svörum á fjölmennum fundi Samtaka eldri Sjálfstæðismanna miðvikudaginn 13. september.
Kemur það fram í svari hans við fyrirspurn Þórs Whitehead, sagnfræðings sem sagði að hælisleitendastraumurinn stafi að stórum hluta af ákvörðun fyrrverandi innanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins um að afturkalla ákvörðun Útlendingastofnunar um að neita fjölskyldu frá Albaníu landvist. Fiskisagan hafi flogið um að Íslendingar væru reiðubúnir að opna sitt land,. Í þessum löndum ríkir engin neyð. Þessi ákvörðun er ákvörðun Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur ýtt undir þennan straum sem er að kosta ríkisstjórnina 7 milljarða, sagði Þór og bætti við að því miður hafi í tíð Bjarna bæði Icesave-málið og ESB-málið skaðað Sjálfstæðisflokkinn. Ég óttast að haldi flokkurinn áfram á þessari braut skaði hann þjóðina og sjálfan sig, bætti hann við.
Þessu svaraði Bjarni: Ég er sammála þér. Það var slæm ráðstöfun að fara ríkisborgaraleiðina í Albaníumálinu. Það má kannski segja að við höfum með einhverjum hætti misst stjórn á því máli sem endaði svona, en sagði það ekki meginorsökina fyrir auknum straumi hælisleitenda frá Albaníu því hann hafi þegar verið orðinn mjög mikill.
Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að vera með mjög strangar reglur og skýr svör, ella munum við kalla yfir okkur bylgjur af nýjum flóttamönnum, sagði hann og benti á að engin trygging sé fyrir því að við fáum ekki yfir okkur milljón flóttamenn ef hælisleitendur lúti ekki ströngum reglum.
Og Bjarna tók enn dýpra í árinna með því að segja að hann vilji ekki setja sig í flokk með þeim sem vilji kalla yfir Ísland þjóðfélagsbreytingar til að leysa einhvers konar flóttamannavanda.
Eru þetta söguleg tíðindi að forsætisráðherra hafi kjark til að ræða þessi mál á málefnalegan hátt og á svipuðum grunni og gert er í forystuflokkum í öðrum löndum.
Íslenska þjóðfylkingin hefur verið að benda á þetta vandamál í eitt og hálft ár, og enginn virðist hingað til hafa viljað hlusta. Nú hefur forsætisráðherra kveikt á perunni og komið þessu til skila.
Okkur líst alltaf mjög vel á kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Biðjið Jerúsalem friðar, hljóti heill þeir er elska þig Endurbirt og lítillega endurskrifuð grein undirritaðs frá 20.september 2015
2.7.2017 | 13:13
"Sjá, ég gjöri Jerúsalem að vímuskál fyrir allar þjóðirnar, sem umhverfis hana eru. Jafnvel Júda mun vera með í umsáttinni um Jerúsalem. Á þeim degi mun ég gjöra Jerúsalem að aflraunasteini fyrir allar þjóðir. Hver sá, er hefur hann upp, mun hrufla sig til blóðs, og allar þjóðir jarðarinnar munu safnast gegn henni."
(Sak. 12:2,3)
Við nálgumst hratt þá daga sem nefndir eru í ofangreindu versi. Nærri því daglega heyrum við í fjölmiðlum eitthvað frá Jerúsalem. Það eru fáar fréttir sem vekja upp jafnmargar spurningar sem umræðan um framtíð Jerúsalem. Þeir sem heimsækja gamla borgarhlutann í Jerúsalem komast ekki hjá því að leiða hugann aftur í aldir til hinnar merku sögu, ekki aðeins hinnar Biblíulegu heldur einnig hinnar veraldlegu. Margar þjóðir hafa ráðið þar ríkjum, m.a, Babýloníumenn, Rómverjar, Grikkir, Egyptar, Tyrkir og Englendingar.
Spámaðurinn Esekíel segir: "Svo segir Drottinn Guð: Þetta er Jerúsalem sem ég hef sett mitt á meðal þjóðanna."
Drottinn nefnir Jerúsalem (Zíon) fjallið mitt helga. (Sálm. 2:6)
Hún er borg vors Guðs á sínu helga fjalli. (Sálm 48:2)
Því að Drottinn hefur útvalið Zíon, þráð hana sér til bústaðar. (Sálm. 132:13)
Það er vegna þess að Drottinn elskar Jerúsalem og hefur útvalið hana á sérstakan hátt fyrir þjóð sína Ísrael, að þrátt fyrir útlegð Gyðinga um aldir hafa þeir aldrei gleymt Jerúsalem. Jerúsalem var í hjarta þeirra og von. Þeir báðu í áttina að Jerúsalem. Á sérhverri Páskahátíð heyrðist meðal þeirra, við lok hátíðarinnar: "Næsta ár Jerúsalem!"
Fætur Yeshua (Jesú) gengu um stræti þessarar borgar, þar sem Hann boðaði Guðs ríki meðal mannanna, læknaði sjúka og opinberaði kærleika Föðurins til allra sem hrópuðu á hjálp Hans. Á hæð fyrir utan borgarmúrana gaf Hann líf sitt og blóð. Frá þeim stað reis Hann upp frá dauða. Gröfin er tóm. Frá Olíufjallinu við Jerúsalem var Hann uppnuminn til himins. Þegar Hann kemur aftur munu fætur Hans stíga á Olíufjallið og stofna friðarríki á jörðu.
Orð Guðs = Ritningarnar segja okkur berlega að markmið komu Hans eigi eftir að opinberast í þessari borg og gegnum þjóð Hans, Ísrael. Er það nokkuð undarlegt að óvinir Ísraels hrópi: Sigrum þá og deyðum! Takið borgina frá Gyðingunum, hún tilheyrir þeim ekki! Því miður virðist Ísraels/Gyðinga hatur fara vaxandi í heiminum og jafnvel hér á Íslandi finnum við fyrir slíku.
Á þeim tíma sem þessi grein var skrifuð 20.september 2015. töldu 59% Evrópubúa að lýðræðis- og réttarríkið Ísrael vera mestu ógnunina við heimsfriðinn af öllum löndum jarðar.
Margir fjölmiðlar heimsins útmála Ísraela sem yfirgangsseggi gagnvart Palestínuaröbum, þegar þeir sömu arabar beita sjálfir morðum og ógnarverkum gegn saklausu fólki til að koma sér upp ríki inni á fornu heimalandi Gyðinga. Er ekki framkoma Palestínuaraba einmitt skólabókardæmi um miskunnarlausan yfirgang þeirra og frekju? Áróðurstækni þeirra eða þjóðernisraus getur ekki falið þá staðreynd að þeir hafa aldrei átt sjálfstætt ríki á Palestínusvæðinu, heldur eru landakröfur þeirra aðeins og eingöngu hluti af yfirgangs- og útþenslustefnu arabaþjóðanna!
Það skýtur dálítið skökku við að arabar skuli í fjölmiðlum geta útmálað sig sem fórnarlömb ímyndaðrar útþenslustefnu Ísraels, þótt sagan segi okkur að arabaríkin sjálf, eða leiðtogar þeirra, hafa efnt til allra stríðsátaka, sem þau hafa átt í við Ísrael frá stofnun þess og alltaf í þeim tilgangi að leggja svæði Ísraels undir sig í útþenslustefnu arabana sjálfra.
Aldrei eru arabaríkin heldur dregin til ábyrgðar fyrir sína sök á flóttamannavanda Palestínuaraba? Það var árásar- og útþenslustríð þeirra sjálfra á Ísrael 1948, sem skapaði vandann!
Það er með öllu óásættanlegt að allar tillögur um lausn á flóttamannavanda Palestínuaraba skuli miða að því að þeir fái hluta úr hinu forna Ísrael undir sjálfstætt ríki sitt, fremur en að þeir fái hluta af risastórum löndum arabaríkjanna, sem eiga þó alla sök á vandanum.
Við gerð þessa pistils studdist undirritaður við tvær góðar greinar á vefsíðu hins ágæta félags; Vinir Ísraels. www.zion.is.
Með friðarkveðju - Shalom
Steindór Sigursteinsson
Hernám Palestínu í 50 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook
Nígeríumaðurinn Eze Okafor er í hættu að verða drepinn af liðsmönnum Boko Haram snúi hann aftur til heimalands síns
31.5.2016 | 20:56
Hefur Eze verið neitað um landsvistarleyfi af útlendingastofnun þótt vitað sé að liðsmenn Boko Haram muni sækjast eftir lífi hans verði hann sendur aftur til heimalands síns Nígeríu. Er ástæðan sú að hann er kristinnar trúar og að hann neitaði að gerast uppljóstrari fyrir þá. Drápu þeir bróður hans í árás á fjölskyldu hans. Lesið nánar um það í pistli sem skrifaður var af undirrituðum 30. janúar sl.
Mótmæla á þingpöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Biðjum fyrir París
14.11.2015 | 13:19
Í stuttu fréttaskoti og mynd frá Hollywood Life kemur fram að aðdáendur UNLV fótboltaliðsins þeir Dayton Harris og Lexi Silow lúta höfði þegar Jordan Castro heldur uppi tákni á sama tíma og þögn er til þess að heiðra fórnarlömb árásanna í París, áður en UNLV spilaði á móti Cal Poly Mustangs á Thomas & Mack Center í Nóvember 13, 2015 í Las Vegas, Nevada. Myndin er eftir Ethan Miller/Getty Images)
Á myndinni sést einn aðdáenda liðsins halda uppi skilti þar sem stendur "Pray for Paris", sem þýðir "Biðjið fyrir París".
Þetta er sorgarstund fyrir Evrópu, þar sem lítur út fyrir að menn sem eru andstæðingar friðar og þeirrar menningar sem við eigum að venjast, hafi látið til skarar skríða og framið hryðjuverk sem er svo stór í sniðum að heimsbyggðin stendur á öndinni.
Á þessari dapurlegu stundu þar sem margir Frakkar og eflaust fólk annarsstaðar að á um bágt að binda vegna missi ættingja sinna og vina og vegna eigin meiðsla sem fjöldamargir hlutu vegna árásana, vil ég stinga upp á að við skulum biðja fyrir París. Fyrir fólkinu sem þar býr og á um sárt að binda. Að Guð sem allt vald hefur á himni og jörðu huggi þá sem syrgja og biðja hann að hjálpa þeim og styrkja sem misstu ástvini og gefi að særðir hljóti sem fyrst lækning meina sinna.
Ríki íslam lýsir yfir ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 15.11.2015 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Biðjið Jerúsalem friðar, hljóti heill þeir er elska þig.
20.9.2015 | 11:03
"Sjá, ég gjöri Jerúsalem að vímuskál fyrir allar þjóðirnar, sem umhverfis hana eru. Jafnvel Júda mun vera með í umsáttinni um Jerúsalem. Á þeim degi mun ég gjöra Jerúsalem að aflraunasteini fyrir allar þjóðir. Hver sá, er hefur hann upp, mun hrufla sig til blóðs, og allar þjóðir jarðarinnar munu safnast gegn henni."
(Sak. 12:2,3)
Við nálgumst hratt þá daga sem nefndir eru í ofangreindu versi. Nærri því daglega heyrum við í fjölmiðlum eitthvað frá Jerúsalem. Það eru fáar fréttir sem vekja upp jafnmargar spurningar sem umræðan um framtíð Jerúsalem. Þeir sem heimsækja gamla borgarhlutann í Jerúsalem komast ekki hjá því að leiða hugann aftur í aldir til hinnar merku sögu, ekki aðeins hinnar Biblíulegu heldur einnig hinnar veraldlegu. Margar þjóðir hafa ráðið þar ríkjum, m.a, Babýloníumenn, Rómverjar, Grikkir, Egyptar, Tyrkir og Englendingar.
Spámaðurinn Esekíel segir: "Svo segir Drottinn Guð: Þetta er Jerúsalem sem ég hef sett mitt á meðal þjóðanna."
Drottinn nefnir Jerúsalem (Zíon) fjallið mitt helga. (Sálm. 2:6)
Hún er borg vors Guðs á sínu helga fjalli. (Sálm 48:2)
Því að Drottinn hefur útvalið Zíon, þráð hana sér til bústaðar. (Sálm. 132:13)
Það er vegna þess að Drottinn elskar Jerúsalem og hefur útvalið hana á sérstakan hátt fyrir þjóð sína Ísrael, að þrátt fyrir útlegð Gyðinga um aldir hafa þeir aldrei gleymt Jerúsalem. Jerúsalem var í hjarta þeirra og von. Þeir báðu í áttina að Jerúsalem. Á sérhverri Páskahátíð heyrðist meðal þeirra, við lok hátíðarinnar: "Næsta ár Jerúsalem!"
Fætur Yeshua (Jesú) gengu um stræti þessarar borgar, þar sem Hann boðaði Guðs ríki meðal mannanna, læknaði sjúka og opinberaði kærleika Föðurins til allra sem hrópuðu á hjálp Hans. Á hæð fyrir utan borgarmúranna gaf Hann líf sitt og blóð. Frá þeim stað reis Hann upp frá dauða. Gröfin er tóm. Frá Olíufjallinu við Jerúsalem var Hann uppnuminn til himins. Þegar Hann kemur aftur munu fætur Hans stíga á Olíufjallið og stofna friðarríki á jörðu.
Orð Guðs = Ritningarnar segja okkur berlega að markmið komu Hans eigi eftir að opinberast í þessari borg og gegnum þjóð Hans, Ísrael. Er það nokkuð undarlegt að óvinir Ísraels hrópi: Sigrum þá og deyðum! Takið borgina frá Gyðingunum, hún tilheyrir þeim ekki!? Því miður virðist Ísraels/Gyðinga hatur fara vaxandi í heiminum og jafnvel hér á Íslandi finnum við fyrir slíku.
Finnst mönnum ekki skrítið,
að 59% Evrópubúa skuli telja lýðræðis- og réttarríkið Ísrael vera mestu ógnunina við heimsfriðinn af öllum löndum jarðar?
Finnst mönnum ekkert undarlegt að margir fjölmiðlar heimsins skuli útmála Ísraela sem yfirgangsseggi gagnvart Palestínuaröbum, þegar þeir sömu arabar beita sjálfir morðum og ógnarverkum gegn saklausu fólki til að koma sér upp ríki inni á fornu heimalandi Gyðinga? Er ekki framkoma Palestínuaraba einmitt skólabókardæmi um miskunnarlausan yfirgang og frekju? Fasista-áróðurstækni eða þjóðernisraus getur ekki falið þá staðreynd að þeir hafa aldrei átt sjálfstætt ríki á Palestínusvæðinu, heldur eru landakröfur þeirra aðeins og eingöngu hluti af yfirgangs- og útþenslustefnu arabaþjóðanna!
Finnst mönnum ekkert skrítið að arabar skuli í fjölmiðlum geta útmálað sig sem fórnarlömb ímyndaðrar útþenslustefnu Ísraels, þótt sagan segi okkur að arabaríkin sjálf, eða leiðtogar þeirra,hafa efnt til allra stríðsátaka, sem þau hafa átt í við Ísrael frá stofnun þess og alltaf í þeim tilgangi að leggja svæði Ísraels undir sig í útþenslustefnu arabanna sjálfra?
Finnst engum það skrítið að arabaríkin skuli aldrei vera dregin til ábyrgðar fyrir sína sök á flóttamannavanda Palestínuaraba? Það var árásar- og útþenslustríð þeirra sjálfra á Ísrael 1948, sem skapaði vandann!
Finnst engum það stórskrítið að allar tillögur um lausn á flóttamannavanda Palestínuaraba skuli miða að því að þeir fái hluta úr hinu forna Ísrael undir sjálfstætt ríki sitt, fremur en að þeir fái hluta af risastórum löndum arabaríkjanna, sem eiga þó alla sök á vandanum?
Undirritaður setti saman þessa grein með því að stikla á stóru úr 2 góðum greinum sem eru á vefsíðu hins ágæta félags; Vinir Ísraels. www.zion.is
Með friðarkveðju - Shalom
Steindór Sigursteinsson
Tillagan verði dregin til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 21.9.2015 kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stöndum með Ísrael
17.9.2015 | 21:45
Í frétt á Ísraelska fréttavefnum Jewish Press er sagt frá innkaupabanni Reykjavíkurborgar á Ísraelskum vörum. En eins og mörgum er kunnugt samþykkti vinstri- meirihlutinn tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar að Reykjavíkurborg sniðgangi vörur frá Ísrael. Fullyrðir greinarhöfundur sem er sérfræðingur í alþjóðalögum að bannið sé brot á sáttmála Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
Mig langar til þess að leggja mitt lóð á vogarskálarnar til varnar Ísrael. Ísrael er lítið land þar sem nágrannalöndin hafa það að markmiði að eyða Ísrael og Gyðingum. Ísrael hefur lengi verið bitbein margra þjóða, eftir að Gyðingar fengu landið sitt aftur 1948. Ísraelsmenn hafa verið hernumdir oftar en einu sinni og hafa verið dreifðir um heimsbyggðina. Reynt hefur verið að útrýma þeim, en Guð stendur með Gyðingum. neikvæður fréttaflutningur og Gyðingahatur einkennir oft fréttaflutning af því sem er að gerast í Ísrael. En Ísrael þarf oft og einatt að verja sig þegar gerðar eru árásir á landið af hryðjuverkamönnum sem fá vopn þar á meðal flugskeyti send í gegnum jarðgöng.
Það er hneykslanlegt að Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur látið neikvæðan fréttaflutning (ég vil ekki segja að allt sem Ísraelsmenn gera sé rétt) eða jafnvel gyðingahatur fá sig til þess að samþykkja slíka tillögu. En viðskiptabann á Ísrael er ólöglegt gagnvart alþjóðaviðskiptalögum og það er ekki rétt gagnvart Plestínumönnum (og Gyðingum)sem kynnu að missa vinnuna sína sem starfa fyrir Ísraelsk fyrirtæki sem bannið nær til. Það eru fleiri vörur framleiddar í Ísrael en margan grunar þar á meðal íhlutir í hátæknitæki enda Ísrael langt á veg komið á því sviði. Reyndar mun bannið ekki hafa teljandi áhrif á Ísraelskan iðnað en það mun setja blett á orðspor Íslendinga í Ísrael (og víðar í heiminum) og spilla fyrir því góða samstarfi sem hefur verið á milli Íslands og Ísrael.
Ég vil hvetja Borgarstjóra Dag .B Eggertsson og vinstri meirihlutann í Borgarstjórn að endurskoða þess afstöðu sína gegn Ísrael þjóð Guðs og aflétta viðskiptabanni Reykjavíkurborgar á Ísraelskum vörum. Að síðustu er hérna vers úr Bilíunni úr Sakaría 2,12: "Svo segir Drottinn allsherjar, hinn vegsamlegi, sem hefir sent mig til þjóðanna sem rændu yður: Hver sá er snertir yður, snertir augastein minn".
Það er alltaf hægt að bæta sig - Stöndum með Ísrael.
Ósvífni sjálfumglaðra slettireka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Það er mjög jákvætt að efla viðskiptatengsl Íslands við Færeyinga.
11.10.2013 | 22:29
Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson skýrði Kaj Leo Johannesen lögmanni Færeyinga, frá því í dag að ný ríkisstjórn hefði markað þá stefnu að efla enn frekar hið miklvæga samstarf sem væri við Færeyjar. Samskiptin væru þegar náin á ýmsum sviðum en stefnt væri að að auka þau enn frekar. Ræddu þeir um viðskipti ríkjanna almennt og hvernig mætti nýta sem best möguleika þá sem viðskiptasamningur ríkjanna býður upp á og greiða þannig fyrir frekari viðskiptum.
Það er að ég tel mjög jákvætt að utanríkisráðherra skuli leitast við að bæta viðskiptatengsl okkar við nágranna okkar Færeyinga. Við höfum sömu hagsmuna að gæta og þeir hvað varðar hagsmuni í sjávarútvegi og það sem gerst getur á næstu árum: Að Alþjóðlegar skipaferðir hefjist um Norðurheimskautsvæðið. Tel ég mjög jákvætt að Utanríkisráðherra og Forsætisráðherra hafi unnið í því að Ísland geti komið að Þessum siglingum um Norðurheimskautið á einhvern hátt, hugsanlega með því að reisa stórskipahöfn á Íslandi og þjónusta þau skip sem taka þátt í þessum siglingum.
Fögnuðu þeir Gunnar Bragi og Kaj Leo tillögu Vestnorræna ráðsins um að styrkja samstarf Færeyja, Íslands og Grænlands um málefni norðurslóða á þeim sviðum sem hagsmunir landanna fara saman. Tel ég mjög mikilvægt að ráðherrar hinnar nýju ríkisstjórnar séu iðnir við að afla Íslandi velvilja annarra landa í viðskiptalegu samhengi. Við getum vel dafnað og bjargað okkur sjálf án þess að gerast hluti af einhvers konar ríkjabandalagi. Framlag Utanríkisráðherra og Háttvirts Forsætisráðherra er aðdáunarvert hvað þetta varðar.
Engin þjóð nær en Færeyingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 22.2.2014 kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)