Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2020
Ég lifi og þér munuð lifa
20.4.2020 | 10:09
Hver hefir sagt: ,,Ég lifi og þér munuð lifa?" Og hverjum sagði hann það? Jú, hann sagði það við lærisveina sína, skömmu áður en hann skildi við þá og fór til Föðurins. Jóh. 14, 19.
Undursamlega huggunarrík hafa þessi áðurgreindu orð Krists verið fyrir lærisveina hans á þessari stóru stundu. En hvað er í raun og veru það að hugleiða þau, borið saman við það, að heyra þau flutt af Jesú Kristi sjálfum.
Mér finnst eins og ég sjái lærisveina Krists einna gleggst í þetta skipti. Viðræða Drottins var að vísu æfinlega þrungin lífi og krafti, en í þetta skipti var það nokkuð nýtt og einkennandi. Meðal annars þetta, að hann færi burt til Föðurins.
Kæri lesandi, vilt þú reyna að standa í sporum þessara lærisveina, þessara nemenda, í þetta skipti. Vilt þú hugleiða þetta, að Meistarinn mikli, Drottinn Jesús Kristur sagði til þeirra: Ég fer burt." Hann, sem þeim hefir eflaust svo oft, já mörgum sinnum, verið búið að finnast mikið til um í orði og verki.
Þú kæra sál, sem hefir átt trúan og góðan vin, hefði það ekki snert tilfinningar þínar að sjá honum á bak, lífs eða liðnum. Efalaust er slíkt eitt af vorum mestu tilfinningamálum.
En það í sjálfu sér er lítil mynd af þeim mikla veruleika, sem hér er um að ræða. Þeim alheims sannleika, að Drottinn Jesús Kristur var í þann veginn að yfirgefa lærisveina sína og fara til Föðurins á himnum, eftir allar þær mörgu og guðdómlegu samverustundir, er þeir höfðu átt með honum. Mér finnst eins og andinn í brjósti mér segi: Hallelúja, lof sé Guði! Þegar ég hugsa um framhaldið á ræðu Jesú í þetta skipti, þá finnst mér það vera dýrðlegt fyrir allar sanntrúaðar sálir um allan heim.
Allt miðar þeim til góðs, sem Guð elskar." Þetta, að Drottinn Jesús færi burt og sem olli lærisveinum hans svo mikillar hryggðar, átti að miða þeim til góðs. Hvernig mátti það verða? í því var það fólgið, að ef hann færi ekki burt kæmi ekki Huggarinn, Andinn heilagi til þeirra, en þegar ég er farinn, þá sendi ég hann til yðar frá Föðurnum.
Hvað átti svo Huggarinn, Andinn heilagi, að gera? Meðal annars: Sannfæra heiminn um synd, um réttlæti og um dóm, Jóh. 16, 8, bera Jesú Kristi vitni, Jóh. 15, 26., leiða þjóna Drottins í allan sannleikann og kunngera þeim það, sem koma á, Jóh. 16, 13., að því ógleymdu, að kenna þeim alt og minna. þá á alt, sem Kristur hafði sagt. Jóh. 14, 26. Að síðustu: Vegsama Jesúm Krist, vegsama Konung Konunganna og Drottinn Drottnanna. Lofað sé Drottins heilaga nafn!
Þökk, kæri Jesús, fyrir allt, allt, sem þú hefir gert fyrir oss mennina, hvað viðvíkur eilífðarmálunum! Frá mínu sjónarmiði séð eru þau allt. Hins vegar játa allir menn og allar konur, er þekkja orð Krists, hans heilnæmu kenningu, sem er að finna í guðspjöllunum, að Drottinn Jesús gefur fyrirheit fyrir þetta jarðneska líf. Já, fyrir vorri tímanlegu heill. Meðal annars: Leitið fyrst Guðs og hans réttlætis og þá mun yður veitast allt annað að auki." Minnist þess, kæru menn og konur, að loforð Drottins Jesú Krists eru skilorðsbundin, Trúið og treystið Jesú.
Kristur er hið sanna ljós, er koma átti í þennan heim, til þess að hrekja burtu myrkur, efasemda og hleypidóma. Gefa oss mönnunum andlegt ljós í stað hins andlega myrkurs, er vér sátum í. Gleði í stað hryggðar, frið í stað friðleysis og líf í stað dauða. Kæra sál, hefur þú öðlast þetta fyrir trúna á Krist? Ef ekki þá kepptu eftir því. Minnstu þess, að Kristur sagði: Leitið og þér munuð finna." Ef til vill hefur þú leitað Krists, ef til vill hefur þú fundið. En sorgleg er þessi staðreynd, að margir menn og konur virðast leita að öllu öðru í þessum heimi en Jesú Kristi. En kæri lesandi, það, sem þér ríður mest á að leita að og finna í þessu lífi, er Jesús Kristur, hafir þú ekki þegar fundið hann. Hvers vegna? Vegna þess, að þú átt ódauðlega sál, sál, sem enginn getur bjargað nema Jesús Kristur. Hvers vegna? Vegna þess að Kristur sagði: Enginn kemur til Föðurins nema fyrir mig."
Hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið." Jóh. 14, 6.
Mannleg skynsemi fær aldrei til fulls skilið þann mikla leyndardóm, sem fólginn er í Jesú Kristi. Nei. Svo miklu sem himininn er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru mínir vegir yðar vegum og mínar hugsanir yðar hugsunum", segir Drottinn. Jesaja 55, 9. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir allt, vilja svo margir menn og konur skilja allt Guðs ráð.
Líf Jesú Krists hér á jörðu, verk hans og hin guðdómlega kenning hans færir oss heim sannin um, að honum ber að trúa og treysta. Hann er meðalgangarinn milli Guðs og vor. Minnumst þess, er Páll postuli, hinn stórvitri maður, sagði í bréfinu til Efususmanna".
Á honum Kristi grundvallast nú djörfung vor og hinn öruggi aðgangur að Guði, er vér eigum fyrir trúna á hann." 3, 12.
Ef til vill kynnu einhverjir að segja, sem hafa litla eða enga þekkingu á orðum Krists, að hann hafi einvörðungu átt við þá lærisveina sína, er voru hjá honum á þessum stað og á. þessari téðu stundu. Þeir aftur á móti, er hafa kynnt sér orð Krists, sjá, að Drottin Jesús hefir haft fleiri í huga, því að hann segir í þetta sama sinn, á þessum sama stað, í bæn til Föðurins, Jóh. 17, 20.: En ég bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim, sem trúa á mig fyrir orð þeirra."
Guði sé lof! Allra þeirra, sem eiga eilífa lífið í Jesú Kristi er minnst. Til allra þeirra nær þetta fyrirheit Krists: Ég lifi og þér munuð lifa." Og þar, sem ég er, þar skuluð þér og vera."
Kæra sál! Getur þú tileinkað þér fyrirheit Jesú Krists, svo mörg sem þau eru og dýrðleg?
Guð veiti þér það af náð sinni.
Árni Eiríksson. Tímaritið Afturelding 1. maí.1936.
Fámennt en góðmennt við bænastund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Guð er kærleikur
11.4.2020 | 10:35
Sjáið hvílíkan kærleika Faðirinn hefir auðsýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn, og það erum vér. Vegna þess þekkir heimurinn oss ekki, að hann þekkti hann ekki. Þér elskaðir, nú erum vér Guðs börn og það er ennþá ekki orðið bert hvað vér munum verða. Vér vitum, að begar hann birtist þá munum vér verða honum líkir, því að vér munum sjá hann eins og hann er. Og hver sem hefir þessa von til hans, hreinsar sjálfan sig eins og hann er hreinn". (1. Jóh. 3: 13).
Þetta ritaði postulinn Jóhannes. En spyrjum nú okkur sjálfa: Hvernig getum við hreinsað okkur eins og hann er hreinn? Guðs Orð kennir, að við höfum öll syndgað og skortir Guðs dýrð. En postulinn segir í 1. kap. v. 9: En ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti". Svo mikil er gæska Guðs við okkur, að hann fyrirgefur okkur allar syndir okkar, ef við játum þær fyrir honum af öllu hjarta og biðjum hann að fyrirgefa okkur þær og hreinsa okkur af þeim.
Börnin mín! Þetta skrifa ég yður til þess að þér skulið ekki syndga; og jafnvel þótt einhver syndgi, þá höfum vér árnaðarmann hjá Föðurnum, Jesúm Krist hinn réttláta, og hann er friðþæging fyrir syndir vorar og ekki einungis fyrir vorar syndir, heldur líka fyrir syndir alls heimsins".
Á þennan hátt birtir algóður Guð sinn eilífa kærleika til okkar syndugra manna, að hann sendi sinn elskaða son Jesúm Krist í heiminn, til að láta líf sitt á krossinum, sem lausnargjald fyrir syndir allra manna. Hann er steinninn, sem einskis var virtur af ykkur húsasmiðunum, hann er orðinn að hyrningarsteini. Og ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því að ekki er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða". (Post. 4: 1112). Pétur postuli, fylltur Heilögum Anda, talaði þessi undursamlegu orð til höfðingja Gyðinga, sem létu krossfesta Jesúm, af því að þeir trúðu því ekki, að hann væri sá fyrirbeitni Messías, sem Guð hafði lofað að senda, til þess að frelsa heiminn. En Guð lét vantrú Gyðinganna verða til þess, að Jesús fórnaði lífi sínu, sem sektarfórn fyrir syndir vorar og gera okkur að erfingjum eilífs lífs; því að það er ómögulegt að nokkur maður geti kvittað fyrir syndir sínar hjá Guði, með góðverkum sínum, því að öll okkar góðverk eru sem saurguð klæði í augum Guðs; heldur er það aðeins Jesú heilaga blóð, sem er fullkomið lausnargjald fyrir syndir okkar. Ekkert annað getur Guð tekið gilt, sem lausnargjald fyrir syndir mannanna. Án helgunar getur enginn komist inn í Guðs ríki.
Ekki mun hver sá er við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá er gerir vilja Föður míns, sem er í himnunum", segir Jesús. (Matt 7: 21). En það er vilji Guðs að allir menn trúi á Jesúm og taki á móti þeim gjöfum, sem hann vill gefa hverjum þeim, sem til hans kemur; því að Guð vill að allir frelsist. Þess vegna sendi hann son sinn í heiminn, til þess að heimurinn frelsaðist fyrir hann. En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, sem ekki eru af blóði né af holdsvilja, né af mannsvilja, heldur af Guði getnir, segir guðspjallamaðurinn Jóh. 1: 1213. Það, sem allir menn þurfa að gera, til þess, að geta komist inn í Guðs ríki, er að trúa á Jesúm af öllu hjarta, játa syndir sínar fyrir honum og biðja hann að hreinsa sig af öllum misgjörðum.
Að krossi Jesú kom og sjá hans kvöl, hans píslarmynd. Hann gaf sitt líf, hann gaf sitt blóð, sem gjald fyrir þína synd".
Jesús tekur þá að sér, sem koma að krossi hans, með iðrunartárum. Og hann gefur þeim sinn frið. Líf þeirra verður fullt af unaði og gleði, þó að þrautir og erfiðleikar mæti manni, við og við, í þessum synduga heimi. En Jesús þekkir sína, og hann sleppir ekki verndarhendi sinni af þeim, sem hann tekur að sér. Hann leiðir þá að lifandi vatnslindum, sem er hans blessaða Heilaga Orð. Þar geta allir fengið hvíld og svölun fyrir anda sinn. Komið til mín, allir, þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita sálum yðar hvíld", segir Jesús. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá skuluð þér finna sálum yðar hvíld; því að ok mitt er indælt og byrði mín létt". Matt. 11: 2830.
Þetta eru undursamleg orð. Það er svo blessað að mega koma til Jesú með allar sínar ábyggjur og sorgir; alla sjúkdóma og allt, sem amar að. Því að Jesús megnar að bæta úr öllu böli okkar. Hann hefir allt valdið, bæði á himni og jörðu; svo að allir, jafnt háir sem lágir verða að lúta honum. Hann heyrir líka bænakvak sinna nauðstöddu barna, sem brópa til hans í neyð sinni. En hann hefir alltaf sérstakt markmið okkur til heilla með það böl, sem hann ætlar okkur að bera. Og þó hann bænheyri okkur ekki strax, eins og við biðjum hann, þá megum við vita. það, að hann gefur okkur annað betra, en við biðjum um; því hann vill styrkja okkur í trúnni og þolinmæðinni, með því að prófa okkur í eldraun þjáninganna, til þess að við getum skinið því skærar í dýrðinni hjá honum. Ó þér að líkjast, ljúfasti Jesús. Löngun mín er og bæn sérhvern dag. Ef þú ert hjá mér einskis ég sakna, Ástríki Jesús, nær þér mig drag". Jesús sagði: Hver, sem elskar mig, mun varðveita mitt Orð, og Faðir minn mun elska hann og til hans munum við koma og gera okkur bústað hjá honum", Jóh. 14: 23. Elskum hann, því að hann hefir elskað okkur að fyrra bragði, og enginn ástvinur er sem hann. Hann bregst ekki sínum, því að loforð hans standa stöðug að eilífu.
Smundur Sigfússon. Tímaritið Afturelding 1. júní 1946.
Prestsembætti endurvakið í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)