Bloggfærslur mánaðarins, maí 2018
Það er arfavitlaus ákvörðun að staðsetja nýtt hátæknisjúkrahús við Hringbraut
9.5.2018 | 21:05
Það er skoðun undirritaðs að stjórnvöld ættu að athuga vel aðra kosti en að byggja upp framtíðaraðstöðu Landspítalans við Hringbraut. Hafa Vífilsstaðir í Garðabæ verið nefndir sem ákjósanleg staðsetning fyrir nýtt hátæknisjúkrahús. Með því væri hægt að byggja spítalann hraðar, á hagkvæmari hátt og miklu, miklu betur en með því að byggja við Hringbraut.
Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin. Þegar búið er að taka svona vitlausa ákvörðun þá þurfa menn að hafa hugrekki og þor til að breyta henni.
Ef það er möguleiki á að byggja nýjan flottan Landspítala þar sem allt er glænýtt og í samræmi við þarfir nútímaheilbrigðisþjónustu, hafa hann á góðum stað í fallegu umhverfi, skipuleggja spítalann þannig að hann virki sem öflug heild og gera þetta allt hraðar, hagkvæmar og betur en áður var talið, er þá ekki rétt að skoða það?
Sigmundur Davíð Guðlaugsson sagði 2 kosti í stöðunni á Facebook síðu sinni 2016:
1. Að halda áfram hægvirkum og óhagkvæmum bútasaum við Hringbraut. Endalaus barátta við alkalískemmdir, myglu og gamalt lagnakerfi og úrelt tækni í tugum bygginga og við að tengja það gamla við nýbyggingar til að láta allt virka sem heild. Mikið rask mundi skapast á meðan á byggingarframkvæmdunum stæði. Eftir stendur svo þyrping ólíkra gamalla kassa og nýrra stærri grárra kassa. Þyrping sem stendur utarlega á nesi sem tengt er restinni af höfuðborgarsvæðinu með götum þar sem umferðarteppur eru regla fremur en undantekning.
2. Glænýr heildstæður hátæknispítali, hannaður til að virka sem ein heild og veita umgjörð um bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Fallegt hús að innan sem utan á jaðri byggðarinnar, umkringt dásamlegri náttúru og útivistarsvæðum. Húsið mætti byggja hratt með lágmarkstruflun á framkvæmdum og lágmarkstruflun fyrir borgarbúa og fjármagna verkefnið að miklu leyti með sölu á eignum við Hringbraut, eignum sem ganga svo í endurnýjun lífdaga með nýtingu sem hentar svæðinu og styrkja og vernda miðborgina.
Steindór Sigursteinsson
Meirihlutinn haldi málum í gíslingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki á að skylda konur til þess að ganga í kjólum á vinnustað sínum
9.5.2018 | 18:46
Hingað til hafa konur á Hard Rock Café klæðst skyrtum og buxum, líkt og karlar, en nú fer fyrirtækið fram á að þær klæðist kjólum í stað skyrtna og buxna.
Kemur krafan frá stjórnendum fyrirtækisins að utan. Leituðu starfsmenn til Stéttarfélags síns Eflingar vegna þessa.
Ég verð að segja að ég aðhyllist ekki feminískar skoðanir. En að skylda konur til þess að ganga í kjólum við vinnu á vinnustað sínum samræmist ekki Íslenskum hugsunarhætti. Slíkar einstrengingslegar kröfur varðandi kvennkyns starfsmenn á Hard Rock Café er ekki í anda umburðarlyndrar og frjálslegrar menningar Íslendinga.
Kjólakrafan kemur að utan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við styðja við eigin búvöruframleiðslu með tollvernd
3.5.2018 | 22:03
Eins og kunnugt er tók tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins gildi 1. maí sl. Felur samningurinn í sér að tollur af rúmlega 340 vörutegundum verði felldir niður. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í dag að í nýgerðum tollasamningi halli verulega á Íslenskan landbúnað og að samningurinn bjóði upp á mikið ójafnvægi.
Þingmenn Miðflokksins hafa gagnrýnt umræddan tollasamning um tíma. Lagði flokkurinn fram þingsályktunartillögu í síðasta mánuði þess efnis að samningnum yrði sagt upp. Í greinargerð tillögunar er sagt að skortur sé á úttekt á áhrifum samningsins á innlenda framleiðslu búvara. Enn fremur segir að samningurinn sé óhagstæður, þar sem hann heimili mun meiri innflutning ákveðinna búvara til Íslands frá Evrópusambandinu en frá Íslandi til Evrópusambandsins.
Bændur hafa um langt skeið gagnrýnt þverrandi virkni tollverndar fyrir íslenskan landbúnað. Á Búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands 5. mars sl. komu fram miklar áhyggjur af tollasamingum sem gerðir voru við ESB á árunum 2007 og 2015. Í ályktun á Búnaðarþingi um tollamál er ætlast til að ríkisstjórn Íslands og Alþingi taki stöðu með innlendri matvælaframleiðslu með því að styrkja tollvernd íslensks landbúnaðar. Verði samningum við ESB um tollfrjálsa kvóta fyrir landbúnaðarafurðir frá árunum 2007 og 2015 sagt upp vegna breyttra forsenda.
Varðandi aðgerðir vegna dóms EFTA-dómstólsins um innflutning á hráu kjöti, eggjum og ógerilsneyddri mjólk leggja bændur höfuðáherslu á að íslensk löggjöf tryggi áfram vernd heilsu manna og dýra með bestu mögulegu aðferðum til að vernda innlenda búfjárstofna, koma í veg fyrir fjölgun matarsýkinga og aukningu á sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Fara bændur fram á að niðurstaða EFTA-dómstólsins í málum E-2/17 og E-3/17 frá 14. nóvember 2017 verði ekki innleidd óbreytt. Verði það gert með samningaviðræðum við Evrópusambandið. Enn fremur verði leitað allra leiða til að nýta heimildir til að leggja tolla á innfluttar búvörur sem einnig eru framleiddar hér á landi.
Tilgangur tollverndar er að jafna stöðu innlendrar framleiðslu gagnvart innfluttri. Á Íslandi er hún meðal annars notuð til að styðja við fjölbreytta framleiðslu úr íslenskri sveit, þar sem hreinleiki umhverfisins er ótvíræður, sjúkdómar fáir, sýklalyfjanotkun þar af leiðandi í lágmarki og ekki má gleyma þvi að innlendur landbúnaður er ákaflega þýðingarmikill vegna þeirra starfa sem hann skapar í byggðum landsins. Ekkert af þessu er sjálfgefið og byggir meðal annars á því að tollverndin sé fyrir hendi.
Allar þjóðir sem við berum okkur saman við styðja eigin búvöruframleiðslu með tollvernd að meira eða minna leyti. Rökin eru einkum þau að hagsmunir neytenda séu ekki fólgnir í því að veikja innlenda matvælaframleiðslu með auknum innflutningi á mat sem hægt er að framleiða í heimalandinu. Aðeins 10% af landbúnaðarframleiðslu heimsins eru seld á milli ríkja. Hin 90% eru til neyslu og vinnslu á heimamarkaði. Engin þjóð vill alfarið treysta á innflutt matvæli enda sýnir reynsla annarra þjóða að slíkt leiðir á endanum til hærra verðs, þegar aðrir kostir en innflutningur eru ekki lengur í boði.
Merkileg ályktun var gerð á þinginu um innkaupastefnu opinberra aðila. Því er beint til fjármálaráðuneytis að endurskoða innkaupastefnu ríkisins og lög um opinber innkaup með það að markmiði að opinberar stofnanir skuli velja innlend matvæli þar sem því verður við komið. Það gæti skipt verulegu máli fyrir innlenda matvælaframleiðslu ef hér verður hugarfarsbreyting. Áætlað er að opinberar stofnanir íslenska ríkisins noti um 150 milljarða króna í innkaup á hverju ári og 300 milljarða ef sveitarfélög eru meðtalin. Með aukinni áherslu á innlend matvæli í innkaupastefnu ríkisins yrði samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar styrkt.
Við gerð þessa pistils studdist undirritaður við leiðara Bændablaðsins 16. janúar 2015 og við 2 greinar úr samnefndu blaði 8. mars 2018.
http://www.bbl.is/frettir/skodun/leidari/tollverndin-virkar/5895/
http://www.bbl.is/files/pdf/bbl.-5.tbl.2018_web.pdf
Steindór Sigursteinsson
Felldu niður tolla á 340 vöruliðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |