Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017

JESÚS EINSTÆDASTI PERSÓNULEIKI ALLRAR SÖGU

„Hvað virðist yður um Krist". Þannig spyr Jesús í Matt. 22:42. Margir hafa svarað þessari spurningu, og fyrr eða seinna þurfum við öll að gefa svör við því, hvað okkur virðist um Hann. Svar mitt er það, að Jesús Kristur, sem er Messías, Sonur Guðs, er einstæðasti persónuleiki allrar sögu. Það er enginn sem Hann. Hann er guðdómlegur." Hvers vegna er hann einstæðasti persónuleiki sögunnar? Látum okkur segja, vegna hans guðdómlegu fæðingar, vegna hans guðdómlega lífs og kenninga, vegna verka hans og guðdómlegs dauða.

FÆÐING JESÚ VAR ÖÐRUVÍSI EN ANNARRA. Líf Jesú byrjaði ekki við jarðneska fæðingu hans. Fæðing hans á jörðu var aðeins einn þáttur í lífi hans. Hann hafði alltaf lifað. En fyrir meira en nítján hundruð árum, steig hann niður frá hásæti sínu í himnum og tók á sig mannlega mynd. Yfir þrjátíu ár lifði hann mennsku lífi. hér í heimi. Eftir það hvarf hann aftur heim til Guðs. Og þar er hann nú. Um þetta farast Biblíunni orð á þessa leið: „Hann áleit það ekki rán að vera jafn Guði, þótt hann væri í Guðs mynd, heldur afklæddist henni, er hann tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur, og er hann kom fram að ytra hætti sem maður, lítillækkaði hann sjálfan sig og varð hlýðinn allt fram í dauða, já fram í dauða á krossi. Fyrir því hefur Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra, til þess að fyrir nafninu Jesú skuli hvert kné beygja sig, þeirra sem eru í himni, og þeirra sem eru á jörðu, og þeirra sem undir jörðinni eru, og sérhver tunga viðurkenna, að Jesús Kristur sé Drottinn, Guði föður til dýrðar. (Filip. 2:6-11). Enginn annar er fæddur á þennan hátt. Ennfremur var Jesús fæddur af hreinni mey. Hann átti engan jarðneskan föður. Hann var getinn af Heilögum Anda. Hann viðurkenndi engan annan en Guð, sem föður sinn. Þess vegna hef ég fulla djörfung til að segja, að fæðing Jesú var einstæð.

LÍF JESÚ VAR ÖÐRUVISI EN ANNARRA. Hann var hafinn yfir synd, syndgaði aldrei. Það bar aldrei við, að hann féll fyrir freistingu. Hann eggjaði óvini sína til að sanna á sig synd. í einu og öllu var líf hans hreint og lýtalaust. Hve þetta er gersamlega ólíkt mínu og þínu lífi ! Jesús þekkti líf sitt fyrir fram . Hann sagði fyrir um þjáningar sínar, dauða sinn og upprisu. í smáatriðum gat hann talað um það, sem mundi mæta honum. En þótt hann vissi þetta allt fyrir fram , hvarflaði það ekki að honum að smeygja sér undan þeim miklu þjáningum, er lágu fyrir honum. Hversu ólíkt er þetta okkur! Í fyrsta lagi þekkjum við ekki framtíð okkar. Og í öðru lagi: ef við vissum, hvað okkur mundi mæta, reyndum við að komast hjá að mæta því, sérstaklega ef um erfiðleika og þrengingar væri að ræða. Jesús er allt öðruvísi. Með upplyftu enni gengur hann rakleitt til krossins. Veist þú, hvenær þú átt að deyja? Auðvitað ekki. En Jesús vissi það. Þessi þekking, sem hann átti um sjálfan sig, gerir hann að einstæðasta persónuleika allrar sögu.

KENNING HANS VAR ÖÐRUVÍSI EN ANNARRA. Jesús vitnaði til Móse, hins mikla löggjafa í Ísrael og sagði: „En ég segi yður". Þannig lyftir Jesús kenningu sinni langt yfir kenningu Móse. Þegar hann var að kenna mætti hann margsinnis andmælum, en aldrei kom það fyrir, að hann brestur rök. Síðustu vikuna, sem hann lifði á jörðinni gerðu skriftlærðir og Farisear ítrekaðar tilraunir til að bera sigurorð af honum. En í hvert skipti gaf hann þeim slík andsvör, að þau klemmdu þá við múrinn. Þeir hnitmiðuðu spurningar sínar við það, að hann hlyti að standa orðlaus gagnyart þeim, en þá voru það þeir sjálfir, sem stóðu orðvana við svörum hans. Það þekkist ekki einn einasti maður, sem hefur talað eins og Jesús. Þegar hann gekk um hér á jörðu í fábreyttum fötum júðsk trésmiðs, voru skriftlærðir Gyðingar þvingaðir til að spyrja: „Hver er þessi maður?" Allir voru slegnir undrun yfir orðum hans og kenningu. Þekking og kenning hans um Guð, mennina og eilífðina var alveg einstæð.

VERK JESÚ VORU|ÖÐRUVISI EN ANNARRA. Hann opinberaði vald sitt yfir náttúrunni. Hann ávarpaði æðandi bylgurnar „Þegi þú, haf hljótt um þig". (Mark. 4,35-41) Hann sýndi vald sitt yfir illum öndim Þegar maðurinn í Gerasena, sem haldinn var illum anda kom æðandi á móti honum, talaðiJesús til hans með máttugum orðum, svo hersing illra anda fór þegar út af manninum á samri stundu. Þannig bar hann .herravald yfir veldi hinna illu anda. (Mark. 5:1-20). Jesús opinberaði mönnunum mátt sinn yfir valdi hvers konar sjúkdóma. Líkþráir menn urðu hreinir við það að hann snerti við þeim. Hann þurfti ekki annað en segja eitt orð, þá vék hitinn úr fárveikum mönnum og þeir urðu heilir. Þegar hann talaði fengu blindir sýn og lamaðir gengu um kring. Fyrir honum var enginn sjúkdómur ólæknandi. Hann var sigurherrann yfir hvers konar sjúkdómum. (Mark 2:1-12) Hann bar sigurorð yfir dauðanum. Nýja testamentið segir frá þremur dæmum um það, er hann vakti menn upp frá dauðum. Getið er um unga stúlku og ungan mann. Hann kallaði þau bæði aftur til lífsins, enda þótt þau væru dáin. í þriðja lagi lesum við um Lazarus, sem dáinn hafði verið í fjóra daga, og komin var nálykt af honum. En fyrir guðdómlegt vald orða Jesú, gekk Lazarus út úr gröfinni. (Jóh. 11:1-44) Á öllum sviðum var vald Jesú ótakmarkað. Hann var herra yfir öllu og öllum. Aldrei, hvorki fyrr né síðar hefur jafningi hans komið fram. Þess vegna er hann einstæðasti persónuleiki allrar sögu.

JESÚS VAR ÖÐRUVÍSI EN AÐRIR.  Hann þurfti ekki að deyja. Hann gaf líf sitt sjálfviljuglega í dauðann. Hann sagði það afdráttarlaust, að hann hefði vald til þess að taka líf sitt aftur, og það gerði hann. Hann hrópaði: „Það er fullkomnað" og gaf upp andann. Jesús óttaðist ekki dauðann. Hann talaði með mikilli djörfung um það, að hann yfirgæfi þennan heim, og færi aftur til Guðs, þaðan sem hann hafði komið. Hann sagði skýrum orðum að hann væri kominn frá. Guði og færi til hans aftur. (Jóh. 13:3) Hann sagðist hafa komið ofan frá himninum og færi til himinsins aftur, eftir upprisu sína. Hann talaði um þá dýrð, er hann hefði átt áður hjá Guði. (Jóh. 17:5) Dauðinn var þannig enginn dauði fyrir hann. Hann fór aðeins aftur til síns upprunalega heimilis. Þess vegna fann hann ekki fyrir ótta, við dauðann. Jesús dó ekki sjálfs sín vegna. Hann dó fyrir aðra. Dauði hans hafði þýðingu fyrir gjörvallt mannkyn. Því að hann bar syndir alls heimsins á líkama sínum upp á tréð. Hann dó í okkar stað. „Drottinn lét misgjörðir vor allra koma niður á honum" (Jes. 53:6). Hann dó til þess að við mættum lifa. Dauði hans var friðþæging fyrir syndir okkar. Þess vegna getur Guð verið náðugur syndugum manni; vegna þess að milliveggurinn, sem skildi okkur frá Guði, er rifinn niður. Þetta gerðist fyrir fórnardauða Jesú Krists. . Enginn hefur dáið á líkan hátt og Jesús. Móse, Konfúsíus, Búdda, Múhammed og allir aðrir trúárbragðahöfundar voru venjulegir menn. Dauði þeirra hafði enga frelsandi þýðingu fyrir aðra. En Guðmennið Jesús Kristur gaf líf og frelsi gjörvöllu mannkyninu með dauða sínum. Það eina sem við þurfum að gera, er að viðurkenna þessa staðreynd. Og ennfremur: Jesús dó ekki til þess að vera dauðanum undirokaður. Nei, Guði sé lof! Hann reis upp aftur. Allir trúarbragðahöfundar þessa heims dóu og dauðínn ríkir yfir þeim líkamlega. Þess vegna geta þeir ekki frelsað nokkurn mann. En Jesús lifir frá eilífð til eilífðar. Það er þess vegna,sem hann er einstæðasti persónuleiki allrar sögu.

Afturelding 1. tölublað 1974.  Höfundur óþekktur.


mbl.is Niðurdýfing í Nauthólsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband