Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016
Blóð friðþægingarinnar
26.6.2016 | 19:07
Billy Graham
Er Jóhannes skírari stóð við Jórdan hrópaði hann til mannfjöldans: Sjá, Guðs lambið, sem ber synd heimsins!" Jesús Kristur var það Guðs lamb, sem Jóhannes benti á. Í gegnum allt Gamla testamentið er bent á Guðs lamb, sem byrðin er lögð á. Í Jesaja spádómsbók, 53. kafla, sem skrifað er 750 árum fyrir Krist, segir frá því, að Jesús muni deyja fyrir synduga menn. Jesús var hafinn frá jörðu og deyddur á krossi. Hendur hans og fætur voru negldar fastar við krossinn. Menn fléttuðu kórónu af þyrnum og settu á höfuð honum. Þeir stungu og spjóti í síðu hans og blóðið tæmdist úr líkama hans. Allt gerðist þetta okkar vegna.
Ekki sjaldnar en 460 sinnum er talað um blóð í Biblíunni. Jesús talaði um sitt eigið blóð 14 sinnum. Hvers vegna? Jú, þess vegna að Jesús gaf blóð sitt, til þess að við gætum frelsast. Hann greiddi skuld okkar, tók burt sekt okkar í augum Guðs. Hann sagði: Ég gef líf mitt". Af frjálsum vilja gaf hann blóð sitt og tók á sjálfan sig þá sekt sem við vorum í gagnvart Guði. Það er einmitt þetta, sem liggur til grundvallar því að Jesús gaf lif sitt á krossi.
En blóð Jesú friðþægir okkur ekki aðeins við Jesús, það réttlætir okkur um leið við Guð. Að vera réttlættur við Guð þýðir, að hafa fengið fulla fyrirgefningu á syndum sínum, en það þýðir um leið eitthvað meira. Ég get fyrirgefið þér, en ég get ekki réttlætt þig. Guð fyrirgefur okkur ekki aðeins þær syndir sem við höfum drýgt. Hann klæðir okkur einnig í fulla réttlætingu. Það þýðir, að það er eins og við höfðum aldrei syndgað. Við verðum hrein eins og nýfædd börn. Ó, hve friðfulllt og yndislegt, að leggja sig á koddann á kvöldin og vita, að maður er laus við syndina, frjáls. En þetta kostaði blóð Guðs sonar á krossinum.
Líkir Kristi.
Í Kristi, sem einn líkami í honum, erum við allir sameinaðir gegnum blóð hans. Hér skiptir engu máli hvaða hörundslit við höfum, svartir eða hvítir, eða hver þjóðfélags bakgrunnur okkar er eða hvaðan við komum, því að blóð Jesú hefur sameinað okkur. Sá milliveggur, sem skildi okkur áður að, hann er nú brotinn niður.
Blóð Krists gerir okkur jafna alla saman. Hversu dásamlegt að hugsa um þetta, að við eigum ættmenni yfir gjörvalla jörð! Ég hef gengið um frumskóga Afríku, á dimmum vegum Indlands í samfylgd við blóðbræður mína. Við gátum ekki talað saman á jarðnesku tungumáli, en ég sá ljós bróðurkærleikans í andlitum þeirra. Víð umföðmuðum hver annan eins og bræður. Blóð Jesú gefur okkur frið. Við þráum allir fögnuð og frið. Síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk, höfum við heyrt um 50 nýjar styrjaldir. Mannkynið þarfnast framar öllu friðar. En svo lengi sem við erum í uppreisn og ósátt við Guð, getum við ekki eignast frið. Stríð og úlfúð í heimi sýnir að mennirnir eru í andstöðu við áætlun Guðs og vilja hans með okkur. Við viljum einfaldlega ekki beygja okkur fyrir siðferði Guðs og ekki viðurkenna Jesúm, sem Drottin. Sem einstakingar þurfum við að friðþægjast við Guð og koma til baka til hans. Og þetta er vissulega mögulegt aðeins að við viljum það.
Undraverður Kraftur.
Blóð Jesú hreinsar okkur. Það er undraverður kraftur í blóði Guðs sonar. Við síðustu máltíðina, er Jesús átti með lærisveinum sinum, sagði hann: ;"Þetta er sáttmálablóð mitt, sem úthellt er fyrir marga til syndafyrirgefningar." Hvernig er það með þig ? Ert þú hreinn í Jesú blóði ? Hefurðu fengið réttlætingu? Ertu orðinn fullviss?
Afturelding 1. mars 1972.
Mikilvæg rödd kristninnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)