Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2016

Atlaga að tjáningarfrelsinu

Vei þeim sem ákæra saklausan mann fyrir það að standa með sannleika Guðs Orðs.

"Sá sem sekan sýknar, og sá sem saklausan sakfellir, þeir eru báðir Drottni andstyggð."

Orðskviðirnir 17.15


mbl.is Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafnið öllum æðra

Meðal ómetanlegra verðmæta, sem bækur Biblíunnar flytja er boðskapurinn um Jesúm Krist. Ríkjandi þáttur í Postulasögunni, er nafnið Jesús.  Við rannsókn þeirrar bókar, tekur maður eftir að líf og starf frumkristninnar var tengt nafninu Jesús og persónu hans.

Þegar menn þúsundum saman, fundu til þjáninga vegna synda og þörf á lausn, benti Pétur postuli á leið til fyrirgefningar og til nýs lífs, fyrir trúnað á nafnið Jesús:  "Snúið ykkur og látið skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda ykkar og þér munuð öðlast gjöf Heilags Anda."

Þetta hafði áhrif.  Þrjúþúsund einstaklingar meðtóku þann dag náð til trúar á Jesú nafn, leystust frá syndum og öðluðust nýtt líf í Jesú og söfnuðinum.

Það sama átti sér stað með einstaklinginn, sem í örvæntingu og myrkri sjálfsmorðshugsana, fékk að heyra frá sendiboðum Drottins:  "Trú þú á Drottinn Jesúm og þú munt verða hólpinn og heimili þitt."  Þetta hafði stórkostleg áhrif.  Örvæntingarfulli fangavörðurinn í Filippíborg fékk að reyna að í nafni Jesú er öryggi og friður.  Sá er kominn var í örlög andlegs myrkurs og algjöra örvæntingu, umbreyttist þarna um nóttina, til lífs í Jesú Kristi.

Sami þráðurinn heldur áfram á síðum Postulasögunnar.  Þar sem nafnið Jesú komst að, urðu algjörar breytingar.  Við lesum hvernig lamaðir fá kraftinn í Jesú nafni.  Illir og afvegleiðandi andar eru reknir út af mönnum, sem voru haldnir.  Þeir voru reknir í nafni Jesú Krists.  Umfram allt voru hópar fólks, sem eignuðust fyrirgefningu synda og lausn frá áhrifavaldi synda í nafni Jesú.

Píslavætti varð staðreynd, vegna nafns Jesú.  Þeir sem stóðu með nafni Jesú voru teknir til fanga, húðstrýktir, smánaðir og nokkrir urðu deyddir.  Það var andi undirdjúpanna, sem ekki þoldi nafnið Jesús.  Ekkert nafn hefur verið svo elskað sem nafnið Jesús.   Þess vegna voru þeir glaðir, sem álitust verðir að líða fyrir nafnið Jesú.

Andstaðan varð sigruð.  Nafnið Jesús var boðað heiðingjum, sonum í Ísrael og fram fyrir ráðamenn og konunga.  Nafnið Jesúm náði lengra og lengra.

Boðskapurinn um nafnið Jesús náði til norrænna manna.  Hjá þeim var fyrir trú, á Óðinn og Þór, Frigg og Freyju, Valhöll, miðsvetrar blót og mannfórnum, drykkjuskap, siðleysi og ofbeldi. Þegar nafnið Jesús komst inn í þessar raðir, þá fóru hlutirnir að breytast.  Kærleikur til nafnsins Jesús skapaði þýðu og umbreytingu frá hinu illa til hins góða og ekkert er betra en nafnið Jesús.

Að endingu: "Jesús Kristur er í dag og í gær hinn sami og um aldir."  Heb.13,8.  Ákallaðu Jesú nafn.  Allt fer að breytast og verður þeim hagstæðara, sem ákalla nafnið Jesús.

Afturelding 4. tbl. 1985.  Karl Erik Heinerborg.  Fyrrum forstöðumaður (prestur) Fíladelfíukirkjunnar í Stokkhólmi.

 


mbl.is Trúboði gerði Hnífsdælingum lífið leitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingarleikur um eðli ESB-umsóknar afhjúpaður af ESB!

 
 
Sumir flokkar virðast ætla að leika sama blekkingarleikinn og Samfylkingin og VG léku á tíma Jóhönnu­stjórnarinnar. En hann fólst í því að landsmenn gætu fengið að "kíkja í pakkann" að afloknum aðildarviðræðum við ESB. Til að ganga úr skugga um þetta hugnaðist Svavari A. Jónssyni, sóknarpresti á Akureyri, að senda fyrirspurn til ESB þar sem hann grennslaðist fyrir um eðli umsóknar og hvort í slíkri um­sókn fæl­ist að kanna án skuld­bind­inga hvað væri í boði eða hvort í henni fæl­ist yf­ir­lýs­ing um vilja til þess að ganga í sambandið.
 
Svavar Alfreð Jónsson Sr. Svavar Alfreð Jónsson. Hin myndin er af greinarhöfundi.

 

Fékk hann það svar sem var í stuttu máli “að reglur ESB eru óumsemjanlegar. Þær verður að lögleiða og innleiða af umsóknarríkinu. Inngönguviðræður snúast í raun um það að samþykkja hvenær og með hvaða hætti umsóknarríkið tekur upp og innleiðir með árangursríkum hætti allt regluverk ESB.


Flestum er í fersku minni ESB-aðildar-vegferð vinstri stjórnar Samfylkingar og VG en hún var vörðuð flóknu baktjaldamakki samkvæmt því sem Árni Páll Árnason fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar greindi frá fyrr á þessu ári.

Fyrrverandi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, tókst að fá þingmenn VG á sitt band til að taka þátt í ESB-aðildarferlinu með hótunum um skjótan dauða hinnar langþráðu vinstri stjórnar. Ekki tókst það alveg því hún þurfti að láta einn þeirra, Jón Bjarnason, fara, því ekki vildi hann halda áfram með þann blekkingarvef sem hinar svonefndu ESB-aðildarviðræður voru. En þær voru ekki samningaviðræður, heldur umsókn Íslands að ESB og aðildarferli sem haldið var leyndu fyrir þjóðinni. Aðildarviðræðurnar sigldu í strand seint á tíma Jóhönnustjórnarinnar, en látið var í veðri vaka að um hlé á viðræðum væri að ræða.

Eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum 2013 veittust fyrrverandi stjórnarflokkar að hinni nýju ríkisstjórn og kröfðust áframhalds ESB-aðildarviðræðna. En ríkisstjórnarflokkarnir höfðu gengið til kosninga með það að meginstefnu að hætta ESB-aðildarviðræðum. ESB-flokkarnir töpuðu illilega í kosningunum.

Að gera kröfu um að sigurvegarar með umboð gegn ESB-aðild spyrji þjóðina hvort hún vildi halda áfram misheppnuðum aðildarviðræðum var vægast sagt fáránlegt.

Síðan ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. kvaddi aðildarferlið í janúar 2013 hefur ástand innan Evrópu­sambandsins snarversnað. (Má þar nefna gengislækkun evrunnar, óstjórn hvað varðar móttöku flóttafólks, Brexit o.fl.) En þá hafði aðeins 11 af 33 samningsköflum verið lokað frá 2009. Ferlinu lauk með ágreiningi um kaflana um sjávarútveg og landbúnað þegar rann upp fyrir íslensku stjórnarherrunum að ESB krafðist aðlögunar í ferlinu og í bókum Brusselmanna væri ekkert til sem heitir könnunarviðræður.

Það má rekja upphaf nýja flokksins Viðreisnar til þráhyggju vegna þess að með kosningunum 2013 urðu þáttaskil í ESB-málinu. Aðildarbröltinu var hafnað.

Einn er sá flokkur sem alfarið er á móti ESB-aðild en hlaut illa útreið í aðdraganda kosninga og náði því ekki manni á þing en það er Íslenska þjóðfylkingin.  En flokkstjórn og fylgjendur flokksins hafa ákveðið að halda 
ótrauð áfram enda var ástæðan fyrir lélegu gengi augljóslega sú að reynt var með markvissum hætti að eyðileggja flokkinn.


mbl.is „Æ, æ, Óttarr Proppé“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband