Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016
Hórkarla og frillulífismenn mun Guð dæma
28.1.2016 | 21:09
Viðurstyggileg er ætlun Julien Blanc svonefnds "tælitæknis" að halda hér á landi námskeið þar sem karlmönnum verður kennt að tæla konur með afar umdeildum aðferðum. Greindi Mbl.is frá þessu í gær. Kemur fram þar að Julien hafi fengið stimpilinn "hataðasti maður í heimi 2014". Er það ekki að undra því aðferðir þær sem hann kennir mönnum með það að markmiði að klófesta konur til að hafa við þær mök, er meðal annars með blekkingum og jafnvel andlegu og líkamlegu ofbeldi.
Greinir fréttin frá þeim ósóma sem Julien kennir, reyndar mun hann ekki sjá um kennslu hér á landi heldur maður nefndur Osvaldu Pena Garsia. Má þar fræðast um þær sívirðilegu aðferðir sem "tælitæknirinn" leggur til að ná til kvenna og leiða þær og gerandann til sívirðilegs hórdóms og hugsanlegrar ótrúmennsku við maka sinn og við Guð sinn. Kemur fram í fréttinni að námskeiðið kosti 260 þúsund krónur, hátt verð það fyrir slíka afvegleiðandi kennslu í að brjóta lög Guðs.
Ég vil nota tækifærið til þess að hvetja Íslenska karlmenn til þess að sækja ekki þetta námskeið. Því þetta er sívirðileg og siðlaus aðför að kvennréttindum og virðingu fyrir konum og líkama þeirra. Vil ég hvetja menn og konur að mótmæla þessu meðal annars með skrifum á netinu, með blaðagreinum ofl.
Guðs orð segir í Hebreabréfinu 13,4 "Hjúskapurinn sé í heiðri hafður í öllum greinum og hjónasængin sé óflekkuð, því að hórkarla og frillulífismenn mun Guð dæma".
Flagaraþjálfunin aftur til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)