Bloggfærslur mánaðarins, september 2013
ABC hjálparsamtökin vinna mjög þarft verk.
15.9.2013 | 09:34
Það er átakanlegt að vita hvað neyðin er mikil í mörgum löndum heimsins, þar sem ríkir fátækt og sumstaðar jafnvel stríð eða óeirðir. Þar hefur ABC komið til hjálpar í mörgum þessara landa. Ég vil hvetja sem flesta til að leggja þessu málefni lið með fjárframlögum, td að styrkja barn mánaðarlege eða gefa peninga til uppbyggingar skóla. Ég og konan mín gefum litla upphæð 3500 kr mánaðarlega til styrktar dreng í Uganda, og það er mikil blessun fyrir okkur að geta styrkt hann svo að hann geti gengið í skóla og fengið mat að borða. Guðs orð segir:
"Sæll er sá sem gefur gaum að bágstöddum, á mæðudeginum bjargar Drottinn honum. Drottinn varðveitir hann og lætur hann njóta lífs og sælu í landinu." Sálmur 41:2-3a
Grét úr sér augun að sjá neyðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)