Krossinn vísdómur Guðs og kærleikur

Viljir þú vita eitthvað sem lýtur að eilífum vísdómi Guðs skaltu aðgæta krossinn. Þar sérðu huga hins eilífa við lausn eilífðarvanda. Hvernig getur Guð verið réttsýnn og jafnframt fyrirgefið einhverjum á sama tíma? Hvernig getur hann sameinað réttlæti og miskunn, heilagleik og kærleika? Er slíkt mögulegt? Svarið er krossinn! Þess vegna hrósar Páll sér af krossinum. Hann sá hluti sem hann hafði hvergi annarsstaðar augum litið. Hann var frómur farísei sem rannsakaði Ritningarnar, og hann taldi sig vita allt um Guð, en hér uppgvötvaði hann að hann vissi ekkert. Það er hér sem hann sér vísdóm Guðs, útbúa leið, að Guð gæti áfram verið Guð en samt fyrirgefið syndaranum.
Hér birtist viska Guð, náð hans og áform, miskun hans og umhyggja. En ég sé annað. Óbreytileika Guðs. Að Guð breytist ekki og hann getur ekki breyst. Menn sníða sér guð sem breytist með tískuvindum og veðri. Sá Guð tekur breytingum öld fram af öld með vísindaþekkingu og heimspekivangaveltum. Þetta er ekki Guð Biblíunnar því hann stendur óhagganlegur – óbreytanlegur. Það er á einum stað í sögunni allri, og í öllum alheimi þar sem þú sérð óbreytanleika Guðs, hvergi eins skýrann og klárann. Það er á krossinum! Þarna þjáist hans eigin Sonur. Mun Guð breyta sér? Ætlar hann að sýna mildi? Nei, Guð segir að hann muni refsa synd. Og jafnvel þegar hans eigin Sonur verður fulltrúi syndara stendur hann við orð sín. Hann slakar ekki á refsingunni þó að Sonur hans eigi hlut að máli. Þannig er óbreytileiki Guðs og allir hans vegir fullkomnir út í ystu æsar! En þetta leiðir hugann að því undursamlegasta af öllu – kærleika Guðs í okkar garð. Það er því engin furða að postulinn segi við hina kristnu í Rómaborg:
“En Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum.” (Róm. 8.8)
Hvernig sérð þú kærleika Guðs í krossinum? Margur nútíma maðurinn segir sem svo: “já, þó að menn hafi hafnað syni Guðs og myrt hann, fyrirgefur Guð þeim í kærleika sínum.” Jú, það er vissulega hluti af þessu en sá minnsti. Það er ekki hinn raunverulegi kærleikur Guðs. Því Guð var ekki hlutlaus, óvirkur áhorfandi þegar Sonur hans dó á krossinum. Guð horfði bara af himni og sá mennina drepa sinn eigin son og sagði: “Allt í lagi, ég ætla að fyrirgefa þeim.” Þannig líta margir á þetta í dag. Við teljum okkur svo merkileg og mikil. En það voru ekki við sem leiddum Son hans á krossinn. Það var Guð, sem gerði það samkvæmt fyrirhuguðu áformi sínu og ráði.
Ef þig langar til að kynnast hvað kærleikur Guðs merkir, skaltu lesa það sem páll skrifaði í Rómverjabréfinu 8.3. “Það sem lögmálinu var ógerlegt, að því leyti sem það mátti sín einskis fyrir holdinu, það gjörði Guð. Með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs manns gegn syndinni, dæmdi Guð syndina í manninum.” Guð dæmdi syndina í líkama síns eigin Sonar.
Þetta er kærleikur Guðs! Lestu einnig spádóminn dásamlega um það sem geriðst á Golgatahæð hjá Jesaja 53. Taktu eftir endurtekninngunum: “En vorar þjáningar voru það sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði. Vér álitum hann refsaðan af Guði og lítillættann..” 4 vers.... En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvælum.. 10 vers. Þetta er ekkert annað en hárnákvæm lýsing á því sem gerðist á krossinum! Lestu samantekt Páls á þessum atburði í 2. Kor. 5.21. “Þann sem þekkti ekki synd, gjörði hann að synd vor vegna...”
Er ykkur ljóst hvað ég er að fara? Gallinn er sá að heimurinn allur er andlega blindur og ráfar í myrkri. Guð hefur gert sinn eingetna Son að synd fyrir okkur, þó hann syndlaus væri, til þess að hann gæti fyrirgefið okkur, “þannig að við yrðum rættlæti Guðs í honum.” Hvað þýðir þetta allt? Ég tek aðra tilvísun frá Páli postula í Rómverjabréfinu 8.32, sem lýsir, hví hann metur krossinn svo mikils. Hann (Guð) sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla.” Þetta er undursamleg lýsing á því sem gerðist á krossinum. Í stórkostlegum kærleika sínum gagnvart okkur, gaf Guð, sinn elskaða, eingetna Son í dauðann á krossinum. Hann hafði aldrei óhlýðnast honum og aldrei gert nokkrum manni minnsta mein. Taktu eftir hvað hann segir:
“Hann sem þyrmdi ekki sínum eigin syni.”
Hann meinar að Guð hafði gert það deginum ljósara, að hann mundi refsa syndinni með því að hella úr skálum reiði sinnar. Hann ætlaði að refsa syndinni með dauða mannanna. Laun syndarinnar er dauði og það merkir endalausann, eilífan dauða. Og postulinn segir okkur, að eftir að hann (Guð hafði lagt syndir okkar á sinn eigin Son á krossinum, var honum engin vægð sýnd í refsidómnum. Guð sagði ekki: “Jú, vegna þess að hann er sonur minn ætla ég að milda refsinguna og hlífa honum dálítið. Ég get ekki gert þetta við minn eigin Son. Ég get ekki skoðað hann sem syndara. Ég get ekki slegið hann.”
Guð sagði þetta ekki. Hann framkvæmdi allt sem hann hafði sagt. Hann hlífði honum í engu. Hann þyrmdi ekki sínum eigin Syni. Hann úthellti allri sinni guðlegu reiði yfir sinn eigin, elskaða son. Og þú heyrir Soninn hrópa í angist: “Guð minn, Guð minn hví hefur þú yfirgefið mig? Hann dó þegar hjarta hans bókstaflega brast. Jóhannes segir okkur að þegar hermaðurinn stakk spjótinu í síðu hans: “Rann jafnskjótt út blóð og vatn.” (Jóh. 19.34) Hjartað brast og blóðið varð kökkur – blóðvatn og blóðvdrefjar runnu út – vegna þess að hjartað bókstaflega rifnaði. Sprakk, af angist af völdum reiði Guðs sem skall á honum, og sökum aðskilnaðar við föðurinn. Þetta er kærleikur Guðs.
Þetta vinur minn, er kærleikur Guðs gagnvart þér syndaranum. Hann horfir ekki á hlutlaus og segir: “Ég fyrirgef þér þrátt fyrir það sem þú gerðir Syni mínum.” Nei hann ljóstar sjálfur Son sinn. Hann gerir það við Soninn sem ég og þú gætum aldrei gert. Hann úthellir sinni eilífur reiði yfir hann og hylur ásjónu sína fyrir honum.. þetta gerði hann svo að refsingin bitnaði ekki á okkur og við höfnum ekki í helvíti um alla eilífð.
Þetta er kærleikur Guðs!
Þetta er undur, stórmerki og dýrð krossins, að Guð refsaði sínum eigin Syni, svo að hann þyrfti ekki að hegna mér og þér. Þetta gerðist einnig til að boðskapur krossins yrði prédikaður, sem er þessi: “Trú þú á Drottinn Jesú og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.” (Postulasagan 16.31) Trúðu að hann hafi dáið þínum dauða, borið þína refsingu, þjáðst í þinn stað, og öll þín harmkvæli lögð á hann. Um leið og þú beinir trú þinni að Jesú Kristi færðu fyrirgefningu. Þetta er hrós og dýrð krossins. Guð í vísdómi sínum lagði þennan veg, og kærleikur hans hratt þessu í framkvæmd, þrátt fyrir hið háa gjald er hann varð að greiða. Sonur hans gekk fús í dauðann til þess að þú og ég mættum hljóta fyrirgeningu synda okkar og verða Guðs borð.


Eftir D. Martyn Lloyd- Jones (1899-1981) frá Wales á Bretlandi.


Gefðu að móðurmálið mitt, minn Jesús þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði um landið hér, til heiðurs þér, helst mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýði og byggðum halda
Hallgrímur Pétursson


mbl.is „Ekki í anda kristinna sjónarmiða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband