YouTube heftir tjáningarfrelsið
10.12.2020 | 11:28
YouTube tilkynnti í gær að ekki væri lengur leyfilegt að birta myndskeið þar sem því er haldið fram að kosningasvindl hafi verið framið í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. Að auki hefur fyrirtækið síðan í september eytt 8000 myndböndum sem innihéldu "villandi kosningatengd myndskeið sem brotið hafa gegn stefnu þeirra".
Hafa fréttirnar vakið fjöldan allan af athugasemdum á samfélagsmiðlum og margir mótmæla heiðarleika ákvörðunar Youtube.
Einn notandi skrifaði "YouTube mun byrja að ritskoða hvern þann sem deilir fullyrðingu sinni um að Joe Biden sé ekki rétt kjörinn forseti. Dómsmál eru í bið og kjörmenn hafa ekki kosið. Vissir fjölmiðlar eru í stríði gegn sannleikanum. Annar notandi tísti: Það að fela staðreyndir breytir engu! Fólk getur séð þær á öðrum stöðum!" Og einn notandi efaðist um geðþóttaákvörðun Youtube að leyfa tiltekin myndskeið en ekki önnur.
Ég byggði þetta blogg á frétt á CBN 9. desember 2020.
YouTube bannar kenningar um kosningasvindl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.