Afnám laga um helgidagafrið er atlaga að réttindum launafólks og kristinni hefð

    Þau dapurlegu tíðindi bárust 12. júní sl á Mbl.is að frum­varp Sig­ríðar Á. And­er­sen, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, um breyt­ingu á lög­um um helgi­dagafrið var samþykkt á Alþingi með 44 at­kvæðum gegn 9. Er það ekki undrunarefni að allir þingmenn Miðflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu er það í ljósi þess að þingmenns þess flokks hafa áður sett sig á móti frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem brýtur á móti kristnu siðgæði en það var fóstureyðingarfrumvarpið alræmda sem gefið var fegrunaryrðið "þungunarrof" til þess eins að fela þann gjörning að deyða á miskunnarlausan hátt barn í móðurkviði allt til enda 22 viku meðgöngu.

    Fellir frumvarpið sem Sig­ríður kynnti þegar hún var dóms­málaráðherra úr gildi ákvæði laga sem banna til­tekna þjón­ustu, skemmt­an­ir og afþrey­ingu á til­greind­um helgi­dög­um þjóðkirkj­unn­ar. enn verður þó bannað að trufla guðsþjón­ustu, krikju­leg­ar at­hafn­ir eða annað helgi­hald.

    Það er alveg kristalstært í mínum augum að afnám helgidagafriðar hefur í för með sér meira vinnuálag fyrir launafólk og minni hvíld. Enda þótt að lagabreytingin feli ekki í sér afnám lögbundinna frídaga þá mun þessi breyting auka þrýsting atvinnurekenda á starfsfólk í vínveitinga- og veitinga- og skemmtistaðabransanum og starfsfólks í búðum að vinna á lögboðnum helgidögum kirkjunnar.
Finnst mér þetta vera hvílík hneisa fyrir Alþingi að samþykkja þetta lagafrumvarp sem að mínu áliti var samþykkt af 2 augljósum ástæðum:

1 Að maka krókinn sem mest fyrir atvinnurekendur í þjónustubundnum rekstri.
2. Að afnema sem mest af kristum hefðum og menningu sem hafa ekki skilað öðru en góðum áhrifum til samfélags okkar í gegnum árin.
    Með þessu er verið að:
1. Lítilsvirða kristna trú og þá helgidaga sem settir hafa verið fyrir áhrif kirkjunnar sem ætlaðir eru að gefa fólki frið og hvíld til að njóta þessara helgidaga.
2. Þrengja að rétti launafólks til að fá hvíld frá störfum sem veitir ekki af því vinnuálag vinnandi fólks hér á landi er með því mesta sem þekkist.

    Megi Ríkisstjórnin hafa skömm fyrir þetta lagafrumvarp sem samþykkt hefur verið og sá meirihluti þingmanna sem samþykkti þetta.
    Með Miðflokkinn er annað mál. Megi Guðs blessun fylgja þeim Miðflokksmönnum fyrir að samþykkja ekki þetta frumvarp. Mættu þeir ganga hnarreistir inn í framtíðina og ná yfirburðakosningu í komandi kosningum sem eru ekki svo langt undan. Þeir eiga það svo sannarlega skilið með þrautseigju sinni og fullveldis-ást sem þeir sýna með því að standa föstum fótum gegn 3 orkupakkamálinu 
    En um það mál vil ég segja að það er úlfur í sauðagæru þar sem ætlunin er að koma orkuauðlindum landsins sem mest í einkaeigu og græða sem mest á raforkusölu án þess að það komi fólkinu og allra síst garðyrkjubændum, bökurum, stóriðju og starfsfólki þeirra til góða. Nei þvert á móti aukast líkurnar á því að með samþykkt orkupakka 3 verði sæstrengur lagður en það myndi margfalda raforkuverð hér á landi. Þeir fyrirvarar sem ríkisstjórnin þykist hafa gert gegn lagningu sæstrengs munu ekki halda fari ACER í mál við ríkið vilji erlent fyrirtæki leggja hingað sæstreng.

Kær kveðja.


mbl.is Helgidagafriður ekki lögbundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf meira til en að einhverjir kristnir hafi gert eitthvað síðustu áratugi til að hægt sé að kalla það kristna hefð. Kristur sjálfur tók ekki mikið mark á þessari helgidagaslepju og fyrstu 900 ár kristni á Íslandi tíðkaðist almennt ekki að gefa vinnuhjúum frí þessa daga.

Og réttindi launafólks eru best tryggð með lögbundnum hámarks vinnutíma og frelsi launafólks og samtaka þeirra til að semja að öðru leiti um sinn vinnutíma án afskipta trúarofstækismanna og pólitískra blekkingameistara og tækifærissinna.

Miðflokkurinn sýndi sitt rétta andlit á Klausturbar. Og í orkupakkamálinu fer Miðflokkurinn vísvitandi með rangt mál og allir þingmenn vita það. Með því að meina Alþingi að kjósa um þetta mál hafa þeir sýnt hversu litla virðingu þeir bera fyrir lýðræðinu, þingræðinu, okkur og kjörnum fulltrúum okkar.

Vagn (IP-tala skráð) 14.6.2019 kl. 22:07

2 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Óháð því hvort fólk er trúað, trúarofstækismenn eða vantrúað þá eru þessir helgidagar kærkomin hvíld fyrir vinnandi fólk. Þar sem þessir dagar brjóta upp hina venjulegu vinnurútínu; 5 virkir dagar og síðan helgarfrí ef fólk vinnur ekki um helgar. Þá gefst tækifæri til að vera með fjölskyldu sinni nokkra daga eins og um jól, páska og hvítasunnu. Afnám helgidagafriðar mun án valda því að fyrirtæki í veitinga- vín- og skemmtiiðnaðinum muni hafa opið á þessum dögum og ætlast verður til þess að starfsfólk vinni þessa daga. Þetta þýðir meira vinnuálag og minni tími til að vera með fjölskyldum sínum hjá fólki sem vinnur á þessum stöðum en vinnuálag er ærið fyrir. Bitnar þetta að miklu leiti á fólki í láglaunastörfum einkum útlendingum.

Jesúm Kristur er ábyggilega ekki á móti þessum frídögum kirkjunnar þótt þeir séu ekki beint tilgreindir í Biblíunni. Á hans tímum sem og nú eru hátíðir Gyðinga geta staðið yfir í nokkra daga eða meira.

Að sjálfsögðu mætti stytta vinnuvikuna ef það er mögulegt.

Ekki ætla ég að réttlæta það sem Miðflokksmenn töluðu í ölæði á Klaustursbarnum. En ég virði það við þá að þeir skuli hafa staðið gegn nýja frumvarpinu um fóstureyðingar og afnám helgidagafriðar. Það er álit margra sérfróðra manna bæði erlendra og innlendra að orkupakki 3 sé ekki hagstæður íslenskri þjóð en of langt mál væri að tilgreina eitthvað af því. Miðflokkurinn kann að vera að  trufla þingstörf með þrautseigju sinni við að hindra samþykkt 3 orkupakkans en Miðflokksþingmennirnir tala fyrir almenning á Íslandi sem vill ekki umræddan orkupakka.

Steindór Sigursteinsson, 15.6.2019 kl. 00:02

3 identicon

Og þú heldur að fólki í láglaunastörfum einkum útlendingar vilji frekar frí nokkra staka daga en lengra sumarfrí og aukagreiðslu upp á rúm mánaðarlaun á árslaunin? Að það að þurfa að hanga aðgerðarlaus og bíða eftir næsta vinnudegi sé farandverkafólki fjærri ættjörð sinni kærkomið. Að allir séu jafn óánægðir og óhamingjusamir með að vinna og þú. Eða eru þessar aumu ástæður bara þær einu sem þér hugkvæmdust þegar "kristin hefð" reyndist vera augljós lygi?

Hvaða skoðun einhver skáldskaparpersóna hefur á ekki að ráða réttindamálum verkafólks og afþreiingu almennings.

Miðflokkurinn er að trufla þingstörf, hindra að þingræðið virki og afnema lýðræðið meðan þeir hindra að kjörnir fulltrúar okkar fái að greiða atkvæði um 3 orkupakkann. Miðflokksþingmennirnir tala ekki fyrir almenning á Íslandi þó einhverjir láti blekkjast og aðrir sjái blekkingarnar sem kærkomið vopn í baráttunni gegn samvinnu Evrópuríkja. Miðflokknum gæti sennilega ekki verið meira sama um hvort 3 orkupakkinn verði samþykktur eða ekki, hann er bara verkfæri í pólitískri refskák siðspilltra stjórnmálamanna. Ekki trúa öllu sem sagt er á Útvarpi Sögu.

Vagn (IP-tala skráð) 15.6.2019 kl. 04:08

4 identicon

Réttindi launafólks skerðast engan veginn þótt helgidagafriður sé afnuminn. Nú þegar er fólk að vinna á helgidögum . Launin eru dagvinnulaun + yfirvinnulaun svo það er eftir einhverju að slægjast. Kjörin eru ákveðin í kjarasamningum. 

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 15.6.2019 kl. 09:26

5 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Ég er alls ekki óánægður eða óhamingjusamur að vinna eins og þú sagðir. Ég vinn sjálfur mikið, yfirleitt 30-60 aukavinnustundir á mánuði en sem betur fer þarf ég ekki að vinna um helgar en ég vinn einstaka sinnum á laugardagsmorgnum. Oft heyrir maður fréttir af slæmum aðbúnaði erlends starfsfólks ma. að vinnutíminn sé of langur. jafnvel 16 tímar á dag. Málflutningur minn á því við rök að styðjast enda voru verkalýðsfölögin á móti þessari lagabreytingu. Eins og kemur fram í frétt Mbl.is 12. júni en þar stendur:

Ger­ir ASÍ sér­stak­lega at­huga­semd við hluta grein­ar­gerðar sem seg­ir að til­gang­ur frum­varps­ins sé "að auka frelsi til at­vinnu­rekstr­ar á helgi­dög­um og koma til móts við þá sem njóta vilja þjón­ustu og afþrey­ing­ar á þess­um dög­um."

Tel­ur sam­bandið þessi frelsisveit­ing til at­vinnu­rek­enda skerða frelsi launa­fólks. "Frelsi þeirra og rétti til þess að geta notið sam­veru og eft­ir at­vik­um helgi­halds og afþrey­ing­ar með vin­um og fjöl­skyldu á lög­bundn­um frí­dög­um eins og löng hefð er fyr­ir í sam­fé­lagi okk­ar."

Þú gerir lítið úr þeim rökum mínum að réttlæta málflutning mínum með tilvísan í Kristna hefð eða menningu. Er ástæðan sú að þú virðist ekki hafa trú á upprisinn frelsar okkar Jesúm Krist. En ritningarnar sýna fram á svo ekki er um að villast að Jesú Kristur var deyddur á krossi en reis upp á 3 degi. Hann birtist mörgum um 500 manns eftir upprisu sína. Það að Jesú Kristur var til og að fólk taldi hann gera kraftaverkin sem hann gerði er söguleg staðreynd. Það eru heimildarmenn utan Biblíunnar sem hafa skrifað um hann.

Steindór Sigursteinsson, 15.6.2019 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband