Miðflokksmenn eiga heiður skilinn fyrir framgöngu sína á Alþingi þar sem þeir reyna að hindra samþykkt 3 orkupakkans og að reyna að benda þingmönnum á hversu hrapalega væri að verki staðið ef haldið er áfram á þeirri braut að innleiða hér tilskipanir ESB í orkumálum. Skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti íslendinga er á móti innleiðingu O3. Á það ekki að koma á óvart því enn sem komið er eru orkufyrirtækin í almannaeigu (90%) og skapa ríkinu mikinn hagnað sem eykur hagsæld og rafmagnsverð er hér með því lægsta sem þekkist í heiminum þökk sé ríkisreknu fyrirtækjunum.
Ekkert land framleiðir meiri raforku á hvern íbúa en Ísland. Orkan er hrein. Við megum ekki glata forræði okkar yfir þessari verðmætu auðlind. Áhrif kjósenda á orkumál munu hverfa með orkupakkanum. Löggjöfin kemur frá ESB og hluti ríkis- og dómsvalds í orkumálum færist til erlendra stofnana. Við verðum skuldbundin til að innleiða löggjöf sem hentar ekki okkar aðstæðum og hagsmunum. Ísland hefur enga tengingu við orkumarkað ESB og því er ekki ástæða til að innleiða hér löggjöf sameiginlega orkumarkaðarins. EES-samningurinn fer ekki í uppnám þótt við segjum nei takk við orkupakkanum. Það er okkar réttur samkvæmt samningnum að segja nei.
Evrópusambandið hefur það markmið að einkavæða orkugeirann. Er Þriðji orkupakkinn sem Alþingi hyggst innleiða aðeins lítið skref á þessari leið eins og fyrri tilskipanir Evrópusambandsins. Uppbrot gömlu orkufyrirtækjanna voru fyrri skref. Evrópusambandið þolir ekki stofnanir almennings, hefur enga trú á þeim, heldur vill aðeins kapítalísk fyrirtæki á markaði.
Með aukinni einkavæðingu aukast líkurnar á hækkandi raforkuverði og orkupakki 3 kallar á orkuviðskipti eins og í kauphöllum.
Sæstrengur til Íslands er nú þegar á lista yfir forgangsverkefni ESB á sviði millilandatenginga. Þótt ríkisstjórnin hafi óskað eftir, að Ice-Link færi út af þeim lista, er hún aðeins einn af mörgum umsagnaraðilum, og ESB tekur hina endanlegu ákvörðun. Listinn er endurskoðaður á tveggja ára fresti, og strengurinn getur farið aftur inn, þótt hann verði tekinn út. Með lagningu sæstrengs mundi raforkuverð margfaldast því ekki mætti mismuna innlendum notendum og kaupendum raforku í evrópusambandinu.
Höldum forræði yfir orkumálum Íslands.
Segjum NEI TAKK við 3. orkupakka ESB!
Nítján stundir af orkupakkaumræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mjög gott yfirlit orkupakkamálsins, Steindór.
Jón Valur Jensson, 25.5.2019 kl. 12:24
Mjög góð og málefnaleg grein Steindór. Sé það þannig að menn VERÐI að samþykkja orkupakka þrjú og það VARÐ að leyfa innflutning á hráu kjöti VEGNA EES samningnum þá er kominn tími til að ENDURSKOÐA EES samninginn......
Jóhann Elíasson, 25.5.2019 kl. 13:12
Áhrif kjósenda á orkumál munu hverfa með orkupakkanum. Rangt.
Löggjöfin kemur frá ESB og hluti ríkis- og dómsvalds í orkumálum færist til erlendra stofnana. Rangt.
Evrópusambandið hefur það markmið að einkavæða orkugeirann. Rangt.
Er Þriðji orkupakkinn sem Alþingi hyggst innleiða aðeins lítið skref á þessari leið eins og fyrri tilskipanir Evrópusambandsins. Rangt.
Uppbrot gömlu orkufyrirtækjanna voru fyrri skref. Evrópusambandið þolir ekki stofnanir almennings, hefur enga trú á þeim, heldur vill aðeins kapítalísk fyrirtæki á markaði. Rangt.
Með aukinni einkavæðingu aukast líkurnar á hækkandi raforkuverði og orkupakki 3 kallar á orkuviðskipti eins og í kauphöllum. Rangt.
Sæstrengur til Íslands er nú þegar á lista yfir forgangsverkefni ESB á sviði millilandatenginga. Þótt ríkisstjórnin hafi óskað eftir, að Ice-Link færi út af þeim lista, er hún aðeins einn af mörgum umsagnaraðilum, og ESB tekur hina endanlegu ákvörðun. Rangt.
Listinn er endurskoðaður á tveggja ára fresti, og strengurinn getur farið aftur inn, þótt hann verði tekinn út. Með lagningu sæstrengs mundi raforkuverð margfaldast því ekki mætti mismuna innlendum notendum og kaupendum raforku í evrópusambandinu. Rangt.
Vagn (IP-tala skráð) 25.5.2019 kl. 17:53
Vagn. Hvernig væri að þú færir rök fyrir staðhæfingum þínum.
Eggert Guðmundsson, 25.5.2019 kl. 18:20
Ef erlent fyrirtæki vill leggja sæstreng til Íslands til annars lands þá er ég hræddur um að þeir fyrirvarar sem ríkisstjórnin fullyrðir að verði settir varðandi það að ekki verði lagður sæstrengur nema Alþingi samþykki standist ekki fyrir dómi ESB, þ.e. ACER. Grunur minn er reistur á eftirfarandi rökum.
Peter Ørebech, sérfræðingur í Evrópurétti og lagaprófessor í Noregi, segir að það sé alveg á hreinu að ef fjárfestir, t.d. þýski raforkurisinn E.ON, hefur tæknilegan undirbúning að rafstreng frá Íslandi, dugir ekkert fyrir okkur að mótmæla því. Málið verður á valdsviði stofnunar Evrópusambandsins, þ.e. ACER. Þetta er stofnun á embætti sem Ísland getur ekki gefið fyrirmæli eða haft áhrif á. ACER getur ekki hafnað slíkum streng því að slíkt myndi stríða gegn EES-samningnum um magntakmarkanir á inn- og útflutningi, samanber 11. og 12. gr. samningsins. Það má því segja að verði orkupakki 3 innleiddur aukast líkurnar á að sæstrengur verði lagður á milli Íslands og raforkumarkaðs Evrópu.
Steindór Sigursteinsson, 25.5.2019 kl. 19:44
Hér er rangur Vagn á ferðinni, varist að villast um með honum.
Benedikt V. Warén, 25.5.2019 kl. 19:57
Ögmundur Jónasson skrifaði í Bændablaðið 28. mars 2019 að iðnaðarráðherra hafi sagt á aðalfundi Lndsvirkjunar nýlega að orkupakkarnir væru að sjálfsögðu „ekkert annað en markaðspakkar og sá þriðji er það líka“. Það sem hér er átt við er það stefnumarkmið Evrópusambandsins frá því um miðjan tíunda áratuginn að gera orku að markaðsvöru sem heyrði undir samkeppnislög og þar sem lýðræðislegt inngrip væri ekki heimilað. Dæmi um þetta gæti verið niðurgreidd orka til innlendrar garðyrkju, sem þá yrði túlkað sem markaðsmismunun og brot á samkeppnislögum.
Steindór Sigursteinsson, 25.5.2019 kl. 19:58
Steindór hefur rök fyrir máli sínu, ólíkt "Vagni", hvers nafni við getum ekki einu sinni treyst.
Jón Valur Jensson, 25.5.2019 kl. 20:02
Eggert, eins og blogghöfundur, og vinir hans, þá sleppi ég öllum rökum og læt òrökstuddar fullyrðingar nægja. Mörgum sem ekki rökstyðja sínar fullyrðingar gremst það og telja allar fullyrðingar sem þeir eru sammála vera rök og að aðeins þeir sem þeim eru ósammála þurfi að rökstyðja mál sitt.
Vagn (IP-tala skráð) 25.5.2019 kl. 20:32
Haltu bara áfram að fela þig, "Vagn", þér fel það vel.
Eggert skoraði hér á þig kl. 18:20, en þér virðist svara vant.
Steindór hefur ýmis rök fyrir sínu máli, en ekkert bólar á þínum rökum.
Jón Valur Jensson, 25.5.2019 kl. 20:54
... Þér FER það vel ...
Jón Valur Jensson, 25.5.2019 kl. 20:55
Sæll Vagn- ég slæ þessun fullyrðingum fram eins og þú, en með breyttri niðurstöðu.
"Áhrif kjósenda á orkumál munu hverfa með orkupakkanum." Rétt
"Löggjöfin kemur frá ESB og hluti ríkis- og dómsvalds í orkumálum færist til erlendra stofnana. " Rétt
"Evrópusambandið hefur það markmið að einkavæða orkugeirann." Rétt.
"Er Þriðji orkupakkinn sem Alþingi hyggst innleiða aðeins lítið skref á þessari leið eins og fyrri tilskipanir Evrópusambandsins." Rétt
"Uppbrot gömlu orkufyrirtækjanna voru fyrri skref. Evrópusambandið þolir ekki stofnanir almennings, hefur enga trú á þeim, heldur vill aðeins kapítalísk fyrirtæki á markaði." Rétt
"Með aukinni einkavæðingu aukast líkurnar á hækkandi raforkuverði og orkupakki 3 kallar á orkuviðskipti eins og í kauphöllum. " Rétt
"Sæstrengur til Íslands er nú þegar á lista yfir forgangsverkefni ESB á sviði millilandatenginga. Þótt ríkisstjórnin hafi óskað eftir, að Ice-Link færi út af þeim lista, er hún aðeins einn af mörgum umsagnaraðilum, og ESB tekur hina endanlegu ákvörðun." Rétt
"Listinn er endurskoðaður á tveggja ára fresti, og strengurinn getur farið aftur inn, þótt hann verði tekinn út. Með lagningu sæstrengs mundi raforkuverð margfaldast því ekki mætti mismuna innlendum notendum og kaupendum raforku í evrópusambandinu". Rétt
Eggert Guðmundsson, 25.5.2019 kl. 20:58
Velkomið Eggert, en endurtekning þín á "rökum" blogghöfundar breytir engu og sannfærir engan hugsandi. Sá er sennilega heldur ekki tilgangurinn.
Vagn (IP-tala skráð) 25.5.2019 kl. 21:30
.
.
Engin rök og afneitun þín
þér ekki verður að gagni.
(Harla lítil hugprýði skín
af huldumanninum "Vagni".)
Jón Valur Jensson, 25.5.2019 kl. 22:37
Á vef alþingis er nefndarálit minni hluta utanríkismálanefndar. Þar stendur:
Í þessu samhengi má benda á yfirlýsingar Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, um að það að innleiða ekki þriðja orkupakkann mundi veikja samningsstöðu fyrirtækisins gagnvart álframleiðendum. Ekki er hægt að túlka þau orð öðruvísi en svo að forstjórinn líti á tengingu landsins við evrópska raforkukerfið með sæstreng sem eðlilega afleiðingu orkupakkans og að af því muni leiða hærra orkuverð. Nokkru neðar í nefndarálitinu stendur:
Hlutverk Íslands í raforkukerfi Evrópu.
Tilgangur þriðja orkupakkans er m.a. sá að stuðla að verkefnum sem skilgreind eru sem forgangsverkefni við tengingu raforkukerfis álfunnar (Projects of Common Interest - PCI). Tenging við Ísland (IceLink) er eitt þessara verkefna. Utanríkisráðherra hefur haldið því fram að búið sé að taka Ísland af þessum lista en sú virðist ekki vera raunin samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu og ACER.
Um slík verkefni gilda sérstakar reglur sem fela m.a. í sér að stjórnvöldum sé skylt að tilkynna ACER tafarlaust um áhuga fjárfesta á að ráðast í slík verkefni og halda stofnuninni upplýstri svo að hún geti fylgst með því að verkefnin mæti ekki hindrunum. Áhugavert er að skoða dæmið um tengingu Kýpur við evrópska raforkukerfið með sæstreng en það var unnið undir handleiðslu ACER sem sá um að fylgja framkvæmdinni eftir og veita henni brautargengi.
Steindór Sigursteinsson, 25.5.2019 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.