Er það heimska að trúa ekki?

"Og hann sagði við þá: Ó, þér heimskir,
og tregir í hjarta til að trúa öllu því sem
spámennirnir hafa talað. Og hann byrjaði
á Móse og á öllum spámönnunum, og út-
lagði fyrir þeim í öllum ritningunum það
er hljóðaði um hann". Lúk. 24, 25—27.

    Er það heimska að trúa ekki þegar fólk segir að það sé heimska að trúa? Við heyrum fólk oft tala um þá sem trúa, eins og þeir væru einfeldningar. En Jesús segir, að þeir séu heimskir, sem ekki trúa og að lærisveinarnir væru heimskir, af því þeir trúðu ekki öllu, sem spámennirnir höfðu talað. Í dag mætum við mjög víða þeirri skoðun, að aðeins heimskingjar trúi öllu, sem Biblían segir.

    Jesús vildi, að lærisveinarnir tryðu, ekki aðeins því sem spámennirnir sögðu, en einnig Mósebókunum. Athugum það, Jesús sagði lærisveina sína heimska, af því þeir trúðu ekki Mósebókunum, bókum, sem nú eru stranglega gagnrýndar. Jesús gagnrýndi lærisveinana af því þeir trúðu ekki öllu, sem hann sagði þeim persónulega. Hann hafði sagt þeim fyrir um allt, er mundi koma fram. Hann spurði þá, hvers vegna þeir tryðu ekki því, sem hann hefði sagt þeim fyrir um, og björguðu sér þannig frá áhyggjum og sorg. Ef við höldum ekki fast við Guðs Orð, eins og það er skrifað í Biblíunni, höfum við engan raunverulegan grundvöll að byggja á. Í dag er það verk Satans að telja fólki trú um, að Biblían sé fölsuð.

    Þegar Jesús vildi sannfæra lærisveinana um, að hann væri upprisinn, leitaði hann staðfestingar frá Guðs Orði. Við getum verið viss um, að Jesús gat gefið næga staðfestingu um upprisu sína án Biblíunnar, en hann notaði einmitt Biblíuna við þetta tækifæri. Hann sýndi þeim naglaförin í höndum og fótum, og sagði þeim að snerta líkama sinn, til að fullvissa þá um, að hann væri ekki andi. Okkur getur fundist að þetta væri næg staðfesting á upprisunni. En Jesús stansaði ekki þar, þessi staðfesting var ekki fullnægjandi til að styrkja trú þeirra eftir himnaför hans, þegar þeir gátu ekki séð hann og snert hann lengur. Þess vegna reyndi Jesús að binda trú þeirra við Orð Guðs, sem þeir höfðu á meðal sín, þegar hann var farinn.

     Það er dásamlegt að hugsa um, að þótt hinn upprisni Frelsari bæri með sér hina fullkomnu staðfestingu á upprisunni, útskýrði hann með krafti upprisunnar bækur Móse, sálmana og spámennina. Þegar Biblíu-gagnrýnendur segja okkur, að Móse hafi ekki ritað bækur sem kenndar eru við hann, og á þann hátt reyna að grafa undan trú okkar, þá látum okkur minnast, að Jesús nefndi Móse höfund þeirra og varði trúna á Gamla testamentið með sínum eigin myndugleika, lofað sé nafn hans. Nýja testamentið staðfestir, að lærisveinarnir trúðu á upprisu Krists, og á ritningarnar.

Endurbirt grein úr Aftureldingu 1. október 1945.

Höfundur: Levi Petrus.


mbl.is Messað við sólarupprás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það mætti jafnvel flokka þessa spurningu í nokkra flokka: 

1.Hvort að við trúum á okkur eithvað æðra sem að við gætum kallað "GUÐ".

2.Hvort að við trúum því að Jesú hafi gert öll kraftaverkin sem að hann gerði á sínum tíma.

3.Hvort að við trúum á einhverskonar andlegt framhaldslif að okkar líkamslífi loknu hér á jörðu.

5.Hvort að við trúum á biskup Þjóðkirkjunar þó að viðkomandi aðhyllist hjónabönd samkynhneigðra gegn GUÐI / BIBLÍUNI.

Jón Þórhallsson, 21.4.2019 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband