Ekki ætti að innleiða lög um dánaraðstoð hér á landi

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata, ræddi um dán­araðstoð á Alþingi 20. september sl. und­ir liðnum störf þings­ins. Lagði hún fram spurninguna hvort dán­araðstoð sé rétt­læt­an­leg þegar fólk glím­ir við langvar­andi og ólækn­andi sjúk­dóma.

Ég verð að segja að dánar­aðstoð, öðru nafni líknar­dráp, stríðir gegn gegn öllu því sem ég tel vera rétt og samkvæmt góðu siðferði. Í boðorðunum 10 stendur: “þú skalt ekki morð fremja”. 2 Mósebók 20,13.

Með innleiðingu laga um líknardráp væri verið að lækka þann siðferðisstuðul sem snýr að virðingu fyrir lífinu sjálfu, að enginn skuli hafa vald til þess að stytta líf sitt eða að læknir geti aðstoðað einstakling til þess að deyja.

Læknum ætti ekki að vera gefið það vald að deyða sjúklinga sína, óski sjúklingarnir eftir því. Hlutverk læknis er að líkna og græða hina sjúku, ekki ætti að skikka lækna eða hjúkrunarfólk með lagasetningu til að ganga gegn þessu hlutverki sínu.

Lítil umræða hefur farið fram um dánaraðstoð hér á landi, þar sem lækni er heimilt að hjálpa sjúklingi sem glímir við ólækn­andi sjúkdóm að binda enda í líf sitt. Mörgum er kunnugt um líknardeild Landspítalans í Kópavogi sem hægt er að segja að veiti dauðvona sjúklingum sínum líkn og umhyggju með hjálp verkjalyfja og með góðri aðstöðu fyrir aðstandendur til að vera með viðkomandi þegar ævilokin nálgast. Það fyrirkomulag er þakkarvert og til fyrirmyndar.

Líknardráp þykja ekki sjálfsögð almennt séð í Evrópu, því mörg siðferðileg álitamál koma upp þegar málið er skoðað niður í kjölinn. Eitt af þeim er að með lagasetningu sem heimilar líkardráp geta mál þróast svo að umrædd lagasetning verði útvíkkuð til að koma til móts við fleiri en dauðvona sjúklinga. En það er einmitt það sem gerðist í Belgíu. Líkn­ar­dráp voru lög­leidd í Belg­íu árið 2002. Þar er ætlast til að tveir óháðir læknar staðfesti nauðsyn dánaraðstoðar í sérhverju tilfelli. Reynslar sýnir að það er í reynd engin trygging fyrir sjálfstæðu mati. hefur framkvæmd laganna færst í átt til víðrar túlkunar og gefa eftirfarandi dæmi innsýn í hvernig því er háttað:

Fyrir nokkru var 45 ára gömlum tvíburabræðrum veitt dánaraðstoð að eigin ósk vegna blindu.
44 ára gömul kona með króníska anórexíu fékk dánaraðstoð og 64 ára gömul kona með krónískt þunglyndi var líflátin að eign ósk, án þess að ástæða þætti til að láta aðstandendur vita.

Samkvæmt frétt á Mbl.is 2. júlí 2015 kemur fram að belg­ísk­ir lækn­ar hafa kom­ist að þeirri niður­stöðu að 24 ára göm­ul kona sem hef­ur þjáðst af þung­lyndi frá barnæsku hafi rétt til að binda enda á líf sitt. Þarna hefur hvað leitt af öðru og löggjöf sem fyrst um sinn heimilaði aðeins líknardráp dauðvona fólks hefur þarna verið svo útvíkkuð að jafnvel ungu fólki með þunglyndi er heimilað að binda enda á líf sitt. Nýlega hafa umræður á meðal stjórnmálamanna í Belgíu um það hvort foreldrar eigi að hafa rétt á að veita langveikum eða þroskahömluðum börnum sínum dánaraðstoð.

Fólk hlýtur að geta sammælst um að þessi þróun sé ekki æskileg hér á landi.


Með innleiðingu umræddra laga þá mundi virðing fyrir lífinu á einhvern hátt hraka og freistandi væri fyrir gamalt fólk að fá að stytta líf sitt, jafnvel þótt það eigi marga mánuði eða jafnvel nokkur ár eftir af æfi sinni. Gæti það jafnvel verið vegna lélegs aðbúnaðar sem viðkomandi byggi við eða vegna stolts sem oft einkennir gamalt fólk, þegar viðkomandi hefur samviskubit vegna erfiðleika sem aðstandendur hafa vegna umönnunar þeirra o.fl.

Margt dauðvona fólk t.d. sem haldið er ólæknandi krabbameini metur lífið sem það á eftir afar mikils og því finnst hver dagur sem það fær að lifa dýrmætur.

Steindór Sigursteinsson

https://www.mercatornet.com/articles/view/how_legal_euthanasia_changed_belgium_for_ever
https://krist.blog.is/blog/krist/entry/2212659/


mbl.is Minntist á málþing um dánaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Jón

Steindór skrifar: "Margt dauðvona fólk t.d. sem haldið er ólæknandi krabbameini metur lífið sem það á eftir afar mikils og því finnst hver dagur sem það fær að lifa dýrmætur."

Það sem hann lætur ógetið er allur sá fjöldi fólks sem lifir í stanslausum sársauka og vanlíðan sökum þess að ekkert dugar til að lina þjáningar þeirra. Margt þessa fólks horfir til þess að með hryllingi að það komi dagur eftir núdaginn sem ber ekkert með sér nema meiri sársauka og þjáningu. Þetta fólk á að hafa fullkominn rétt til að stytta líf sitt enda tilheyrir líf þess því einu. Allar vísanir í boðorð hafa ekkert gildi í huga þessa fólks þótt einhverjir aðrir kjósi að taka mark á þeim.

Hins vegar eru réttmætar þær áhyggjur Steindórs varðandi það að þetta geti farið úr böndum, en þá kemur þar til gott og traust regluverk sem kemur í veg fyrir slíkt.

Er það raunverulegur vilji Jesúss að halda lífinu í sárkvöldu fólki sem nýtur engra gæða í lífinu og kvíðir jafnvel næstu mínútum eða klukkustundum?

Óli Jón, 22.9.2018 kl. 15:09

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Innilega sammála þér, Steindór, og sterk eru þau dæmi sem þú nefnir.

Ég held að Óli Jón átti sig ekki alveg á því hvað líknandi meðferð getur gert fyrir sjúklinga.

Jón Valur Jensson, 22.9.2018 kl. 16:09

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sammála Óla Jóni um þetta. Það eru vissulega dæmi um fólk sem lifir óbærilegu lífi vegna vanlíðunar. En hættan er að þegar á annað borð er farið af stað lækki þröskuldurinn stöðugt. Dæmið um blindu mennina sýnir það glöggt enda er blinda tæpast svo óbærileg að ekki verði lifað við hana. Það á við um margar aðrar tegundir fötlunar.

Ekki veit ég til þess að Stephen Hawking hafi óskað eftir líknardauða. Þó var líf hans síður en svo dans á rósum.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.9.2018 kl. 18:02

4 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Ég hef margoft séð það í sjónvarpinu eða öðrum fjölmiðlum. Að fólk sem fær að vita að það gangi með ólæknandi sjúkdóm eins og krabba-mein segir að það vilji nota tímann sem best, ekki eyða tíma sínum í hégóma. Nota sem mest af tíma sínum með sínum nánustu. Að hver dagur sé dýrmætur.

Jesús Kristur vill að sjálfsögðu ekki að fólki líði illa. En það er klárt mál að hann vill ekki að læknar sjái um að taka líf fólks eða hjálpi fólki til þess. Kristin trú boðar að við skulum ekki taka annara líf sem og okkar eigið. Að sjálfsögðu er margt fólk sem ekki trúir eða tekur mark á því sem Guðs Orð segir og finnst allt í lagi með líknardráp eða dánaraðstoð. En ég hef á tilfinningunni að jafnvel sumt vantrúað fólk finnist rangt að bjóða upp á líknardráp eða dánaraðstoð og þá vegna hugsanlegrar útvíkkunar laga um slíkt.

Steindór Sigursteinsson, 22.9.2018 kl. 23:28

5 identicon

ég er algjörlega á móti dánaraðstoð og einnig fóstureyðingum. Menn eiga ekki að koma nálægt slíku. En í einnig vil ég nefna að það er kaldhæðnislegt af þér að vera á móti slíku á sama tíma og þú starfar og þiggur laun frá fyrirtæki sem stundar fjöldadráp á saklausum skepnum og viðkvæmum afkvæmum þeirra sem enga björg geta sér veitt. Væri ekki rétt að vera samkvæmur sjálfum sér og mótmæla slíkum fjöldadrápum einnig ?

Helgi Bjarnason (IP-tala skráð) 23.9.2018 kl. 03:06

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eftir syndafallið leyfist mönnum að borða kjöt og fisk, Helgi. En að öðru leyti er ill meðferð dýra ekki verjandi.

Jón Valur Jensson, 23.9.2018 kl. 10:17

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að það að ala dýr til að drepa þau sér til matar sé ekki réttlætanlegt siðferðilega. En ég á sjálfur erfitt með að sleppa slíkri fæðu þrátt fyrir þetta. Eftir syndafallið erum við nefnilega ekki endilega samkvæm sjálfum okkur, raunar yfirleitt þveröfugt.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.9.2018 kl. 11:11

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lítið hér á þetta hryllilega dýraníð (opnið á myndbandið, smellið á orðin Uncover Video), og endilega leggið inn athugasemd. Þetta mun jafnvel tíðkast á Íslandi, til þægðar múslimum, en ber að banna umsvifalaust. Hvað er að þessum dýraverndunarsamtökum að hafa ekki barizt fyrir því opinberlega?!!! 

https://www.facebook.com/groups/stjornmalaspjallid/?multi_permalinks=1171375576336080

Jón Valur Jensson, 23.9.2018 kl. 14:57

9 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Það er eins statt hjá mér eins og Þorsteini ég mundi varla geta neitað mér um kjöt og fisk. Bæði Biblían og náttúran sjálf kennir okkur að við megum borða dýr og fisk. Eins og Jón Valur segir megum við eftir syndafallið, borða kjöt og fisk og náttúran kennir okkur að ein dýrategund etur aðra tegund. Það sem mér finnst klárlega siðferðilega rangt er slæm meðferð á dýrum fyrir slátrun. Mér finnst hófleg neysla kjöts og fisks fýsilegur kostur. Borða lítið kjöt en mikið af grænmeti. Sjálfur borða ég eina heita máltíð á dag en ekki 2 eins og margir Íslendingar gera og suma daga borða ég ekki kjöt eða fisk. Of mikil kjötneysla getur valdið krabbameini, held ég að ég hafi lesið einhversstaðar. Ef allir væru Vegan þá mundi landbúnaður einfaldlega leggjast af og dýr eins og kindur, beljur hænsn og svín ofl. mundu einfaldlega verða útdauð því enginn mundi hafa þörf fyrir þau og þau geta ekki lifað villt í náttúrunni allavega ekki á íslandi. Hófleg neysla er besta leiðin.

Steindór Sigursteinsson, 23.9.2018 kl. 17:23

10 identicon

Mega menn ekki deyja í friði án þess að Jón Valur fari að skipta sér af?

SDS (IP-tala skráð) 23.9.2018 kl. 20:32

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Menn mega ekki freista þess að misnota þá stétt, sem er helguð því að lækna og bjarga mönnum frá sjúkdómum. Allir læknaeiðar miðast við þetta, ekki að drepa, jafnvel ekki að ósk sjúklingsins, enda er slíkt ekki hlutverk læknis. Og af hverju er þessi "SDS" svona feiminn við að birta nafn sitt á sama tíma og hann reynir þó að hnýta í mig? (og rök hans engin; ég er bara að ræða málið hér og hef fullt leyfi til að koma með mín rök eða mínar ábendingar; þar með er um leið komið sóknarfæri fyrir aðra til að eiga við mig orðastað með gagnrökum, ef þeir hafa þau, velkomið, þá er kannski að endingu hlgt að ná röklegri niðurstöðu; en SDS þessi virðist ekki luma á neinum rökum, bara sinni persónuandúð, greyið).

Jón Valur Jensson, 23.9.2018 kl. 23:18

12 identicon

Styður úrelta hugsun. Fólk ræður sínu lífi sjálft án aðkomu drepleiðinlegra einstaklinga á borð við þig JVJ. Jafnvel sjálfur Indriði getur átt spretti sem eru broslegir sem þú átt alls ekki til.

SDS (IP-tala skráð) 24.9.2018 kl. 00:49

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heigullinn SDS heldur áfram neðanbeltis-skotum sínum og virðist telja það röksemd, að hugmyndin um líknardráp (sem yrði fljótt misnotuð í stórum stíl og strax er jafnvel farið að misnota í Belgíu og sennilega víðar) er nýleg og að hún sé þess vegna eitthvað betri en eldri hugmynd um skyldur lækna, hugmynd sem hann í einfeldni sinni telur sjálfgefið að sé "úrelt".

Þótt fólk ráði sínu lífi sjálft (að því marki sem það vill þó ekki brjóta boð Guðs) og GETI banað sjálfu sér, er fjarri því sjálfgefið, að það sé í verkahring LÆKNA OG HJÚKRUNARFÓLKS að bana sjúklingum sínum!

Jón Valur Jensson, 24.9.2018 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband