Það er arfavitlaus ákvörð­un að stað­setja nýtt há­tækni­sjúkra­hús við Hring­braut

Það er skoðun undirritaðs að stjórnvöld ættu að athuga vel aðra kosti en að byggja upp framtíðaraðstöðu Landspítalans við Hringbraut. Hafa Víf­ilsstaðir í Garðabæ verið nefnd­ir sem ákjós­an­leg staðsetn­ing fyr­ir nýtt há­tækni­sjúkra­hús. Með því væri hægt að byggja spít­al­ann hraðar, á hag­kvæm­ari hátt og miklu, miklu bet­ur en með því að byggja við Hringbraut.
Það eru varla rök í mál­inu að búið sé að eyða hundruðum millj­óna í að und­ir­búa mis­tök og þess vegna þurfi að klára að gera mis­tök­in. Þegar búið er að taka svona vit­lausa ákvörðun þá þurfa menn að hafa hug­rekki og þor til að breyta henni.
Ef það er mögu­leiki á að byggja nýj­an flott­an Land­spít­ala þar sem allt er glæ­nýtt og í sam­ræmi við þarf­ir nú­tíma­heil­brigðisþjón­ustu, hafa hann á góðum stað í fal­legu um­hverfi, skipu­leggja spít­al­ann þannig að hann virki sem öfl­ug heild og gera þetta allt hraðar, hag­kvæm­ar og bet­ur en áður var talið, er þá ekki rétt að skoða það?

Sigmundur Davíð Guðlaugsson sagði 2 kosti í stöðunni á Facebook síðu sinni 2016:
1. Að halda áfram hægvirkum og óhagkvæmum “bútasaum” við Hringbraut. Endalaus barátta við alkalí­skemmdir, myglu og gam­alt lagna­kerfi og úrelt tækni í tugum bygg­inga og við að tengja það gamla við ný­bygg­ing­ar til að láta allt virka sem heild. Mikið rask mundi skapast á meðan á byggingarframkvæmdunum stæði. Eft­ir stend­ur svo þyrp­ing ólíkra gam­alla kassa og nýrra stærri grárra kassa. Þyrp­ing sem stend­ur ut­ar­lega á nesi sem tengt er rest­inni af höfuðborg­ar­svæðinu með göt­um þar sem um­ferðartepp­ur eru regla frem­ur en und­an­tekn­ing.
2. Glæ­nýr heild­stæður há­tækn­ispít­ali, hannaður til að virka sem ein heild og veita um­gjörð um bestu heil­brigðisþjón­ustu sem völ er á. Fal­legt hús að inn­an sem utan á jaðri byggðar­inn­ar, umkringt dá­sam­legri nátt­úru og úti­vist­ar­svæðum. Húsið mætti byggja hratt með lág­marks­trufl­un á fram­kvæmd­um og lág­marks­trufl­un fyr­ir borg­ar­búa og fjár­magna verk­efnið að miklu leyti með sölu á eign­um við Hring­braut, eign­um sem ganga svo í end­ur­nýj­un lífdaga með nýt­ingu sem hent­ar svæðinu og styrkja og vernda miðborg­ina.

Steindór Sigursteinsson


mbl.is Meirihlutinn haldi málum í gíslingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband