Ekki á að skylda konur til þess að ganga í kjólum á vinnustað sínum
9.5.2018 | 18:46
Hingað til hafa konur á Hard Rock Café klæðst skyrtum og buxum, líkt og karlar, en nú fer fyrirtækið fram á að þær klæðist kjólum í stað skyrtna og buxna.
Kemur krafan frá stjórnendum fyrirtækisins að utan. Leituðu starfsmenn til Stéttarfélags síns Eflingar vegna þessa.
Ég verð að segja að ég aðhyllist ekki feminískar skoðanir. En að skylda konur til þess að ganga í kjólum við vinnu á vinnustað sínum samræmist ekki Íslenskum hugsunarhætti. Slíkar einstrengingslegar kröfur varðandi kvennkyns starfsmenn á Hard Rock Café er ekki í anda umburðarlyndrar og frjálslegrar menningar Íslendinga.
Kjólakrafan kemur að utan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bull og vitleysa. Einstrengingslegar kröfur varðandi klæðaburð kvennkyns starfsmanna eru ekkert nýtt á Íslandi. Það hefur í flestum atvinnugreinum verið reglan þó eitthvað hafi slaknað á kröfunum sumstaðar síðustu áratugi. Heilalaus þvæla um umburðarlyndi, íslenskan hugsunarhátt og frjálslega menningu Íslendinga á aðeins við ef um bólfarir og barneignir utan hjónabands sé verið að ræða. Sigga má sofa hjá hvaða róna sem er og hrúga niður börnum en flugfreyja verður hún ekki hjá loftleiðum eða flugfélagi íslands nema klæðast pilsi og stuttum jakka sem ekki felur lögulegan bossan.
Í 18 ár meðan Hard Rock Café starfaði í Kringlunni klæddust konur sem þar störfuðu kjólum. Það að ný opnað Hard Rock Café hafi fyrstu vikurnar ekki farið að reglum sem öllum Hard Rock Café stöðum í heiminum er gert að fara eftir breytir því ekki.
Vagn (IP-tala skráð) 9.5.2018 kl. 21:21
Þú tekur mjög sterkt til orða og lætur neikvæð orð fjúka í skjóli nafnleyndar. Ég vil taka fram að ég er alfarið á móti öllu frjálslyndi í siðferðismálum eins og framhjáhaldi drykkju ofl.
Steindór Sigursteinsson, 9.5.2018 kl. 22:11
Þetta blogg mitt lýsir aðeins þeirri sýn sem ég hef á þessu máli, þótt einhverjum þyki að finnast hún vitlaus. Þegar nánar er athugað þá er það óréttlæti gagnvart konum sem eru flugfreyjur að þær þurfi að ganga í fötum sem sýna betur líkamslögun þeirra. Það er kannski ástæða fyrir flugfreyjur að mótmæla líka að þurfa að vera í pilsum en ekki buxum eins og flugþjónarnir.
Steindór Sigursteinsson, 9.5.2018 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.