Hvernig á söfnuður Guðs að vera?
1.4.2018 | 13:28
Helgaður Drottni. Verið heilagir, því ég er heilagur, segir Drottinn. Minn lýður á að vera heilagur lýður, segir Guð. En hvernig geta menn verið heilagir í þessum synduga heimi?
Það getur enginn í eiginn krafti, heldur í krafti Guðs. Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerndi Krists, því það er kraftur Guðs, til hjálpræðis, öllum þeim sem trúa, segir Páll postuli.
Það er eini vegurinn til helgunar, að heyra fagnaðarerindi Krists og varðveita það. Af því að Guð segir: Verið heilagir, þá ber okkur að vera það, því að Jesús er heilagur. Og honum eigum við að lifa, sem fyrir okkur er dáinn og upprisinn.
Þegar Jesús bað fyrir lærisveinum sínum, áður en hann leið, þá sagði hann þessi yndislegu orð í bæninni: " því er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki þig hinn eina sanna Guð og þann, sem þú sendir, Jesúm Krist.... Helga þú þá í sannleikanum, þitt orð er sannleikur". Og enn segir Jesús: "Ég bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim, sem trúa á mig fyrir orð þeirra. Allir eiga þeir að vera eitt, eins og þú, Faðir, ert í mér og ég í þér, eiga þeir einnig að vera í okkur, til þess að heimurinn skuli trúa, að þú hafir sent mig". Jóh. 17:22,21
LíKAMI KRISTS. Hver meðlimur í söfnuði Guðs verður að vera limur á líkama Krists, Kristur er höfuð safnaðar síns, en við erum limir á líkama hans. Eins og allur líkami mannsins þarf að vera heilbrigður, til þess að maðurinn geti unnið sitt starf, eins þarf hver meðlimur í söfnuði Guðs að vera frelsaður frá syndinni og frá öllum afleiðingum hennar, til að geta þjónað Drottni í öllum störfum sínum.
Jesús var fullkominn í öllum sinum verkum og gaf okkur hina fullkomnustu fyrirmynd til að breyta eftir. En það geta ekki nema þeir, sem af Andanum eru fæddir, því að hyggja holdsins er dauði, en hyggja Andans er líf og friður. En þér eruð ekki holdsins, heldur Andans menn, svo framarlega sem Andi Guðs býr í yður. En hafi einhver ekki Anda Krists, þá er sá ekki hans, segir postulinn. Róm. 8,9. Jóhannes skírari var sendur af Guði til Gyðinganna, til að skíra iðrunarskírn, til fyrirgefningar syndanna. Jóhannes vitnaði fyrir fólkinu um Jesú og sagði: Eftir mig kemur sá, sem mér er meiri, og er ég ekki verður þess að leysa skóþveng hans. Hann mun skíra yður í Heilögum Anda.
Svo kom Jesús fram. HANN, sem er ljómi dýrðar Guðs og ímynd veru hans. Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum. En öllum, sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn. Þeim, sem trúa á nafn hans, sem ekki eru af blóði né holds vilja, né af manns vilja, heldur af Guði getnir. Jesús sagði: Enginn getur komið til mín, nema Faðirinn, sem sendi mig, dragi hann.
En Andinn Heilagi er gefinn til þess, að leiða alla að krossi Krists, sem ákalla hann; því að Jesús er staðgöngumaður vor hjá Föðurnum, og öllum er boðið að koma til hans og verða aðnjótandi himneskrar gleði og blessunar, sem hann hefur að gefa öllum sem vilja gefa honum hjarta sitt og líf.
Hvernig eiga Guðs börn að sýna trú sína í verkunum? Jesús sagði við Gyðingana: "Ef Guð væri faðir yðar, þá elskuðuð þér mig, því að frá Guði er ég kominn og enginn hefur elskað eins og hann. út genginn". Jóh. 8,42. Elskum hann umfram allt, því að "Hver sem elskar mig, mun varðveita mitt orð, og Faðir minn mun elska hann, og til hans munum við koma og gera okkur bústað hjá honum", segir Jesús. Jóh. 14,23. Og sá, sem elskar Jesúm á líka að elska bróður sinn.
TRÚIN Á JESÚM. Ef við játum syndir okkar fyrir HONUM, þá fyrirgefur Guð okkur syndirnar og blóð Jesú Krists Guðs sonar hreinsar okkur af allri synd. Göngum því trúarörugg að hástóli náðarinnar og tökum á móti því, sem Jesús vill gefa. "Það orð er satt og í alla staði þess vert, að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til þess að frelsa synduga menn, og er ég þeirra fremstur", segir Páll postuli. Eins og Jesús gat frelsað Pál, sem ofsótti söfnuð Guðs, eins getur hann frelsað alla, sem koma til hans og ákalla hans heilaga nafn. Því að hver sem ákallar nafn Drottins mun frelsast, segir Guðs orð.
Og þá, sem Jesús frelsar, leiðir hann inn á nýjan veg og gefur þeim heilnæma fæðu, gefur þeim brauð lífsins, sem er hans Heilaga orð.
En það voru margir, sem ekki vildu trúa, og Jesús sagði eitt sinn við Gyðingana: Ef þér trúið ekki að ég sé sá, sem ég er, þá munuð þér deyja í syndum yðar.
Það eru margir enn í dag, sem ekki trúa á Jesúm og eiga ekki nöfn sín innrituð í himninum, því að enginn hefur rétt til að kallast Guðs barn, nema sá, sem trúir á Jesúm, sem sinn persónulega Frelsara, og hefur meðtekið hann í lifandi trú. En enginn maður getur tekið neitt, nema honum sé það gefið af himni, sagði Jóhannes skírari við lærisveina sína. Sjá: Jóh. 1, 27-30.
Af náð eruð þér hólpnir orðnir, fyrir trú, en það er ekki yður að þakka, heldur Guðs gjöf, segir postulinn Páll. Efesus 2,8. "Sæll ert þú, Símon Jónasson, Því hold og blóð hefur ekki opinberað þér þetta, heldur Faðir minn í himnunum", sagði Jesús, þegar Símon vitnaði um, að Jesús væri Kristur, sonur hins lifanda Guðs. Hefði Símon gefið þessa játningu eftir eigin hyggjuviti, þá hefði Jesús ekki getað sagt hann sælan; því enginn getur orðið sæll af mannlegri þekkingu eða eigin hyggjuviti, heldur aðeins fyrir trúna á Guðs opinberaða Orð. En trúin kemur fyrir boðunina, en boðunin byggist á orði Guðs.
Við gerð þessarar hugvekju stiklaði undirritaður á stóru í grein í Aftureldingu 1. júní 1949.
Steindór Sigursteinsson
Biskup ræðir þjóðmálin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað getum við gert tilað bæta Þjóðkirkjuna?
Fyrsta skrefið er að fordæma samkynhneigð eins og NÝJA-TESTAMENTIÐ gerir:
https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2210318/
Svo þegar að biskup Íslands hefur náð þeim áfanga;
þá getum við talað um frekari framfarir.
Jón Þórhallsson, 1.4.2018 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.