Íslenska Þjóðfylkingin hafði rétt fyrir sér fyrir síðustu kosningar að kostnaður vegna tilhæfulausra umsókna um hælisvist mundi fara úr böndunum

993112Meira að segja Bjarni Benediktsson háttvirtur forsætisráðherra hefur komið auga á þetta og hafði kjark til að minnast á þetta þar sem hann flutti ræðu og sat fyrir svörum á fjölmennum fundi Samtaka eldri Sjálfstæðismanna miðvikudaginn 13. september.

Kemur það fram í svari hans við fyrirspurn Þórs Whitehead, sagnfræðings sem sagði að „hælisleitendastraumurinn“ stafi að stórum hluta af ákvörðun fyrrverandi innanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins um að afturkalla ákvörðun Útlendingastofnunar um að neita fjölskyldu frá Albaníu landvist. Fiskisagan hafi flogið um að Íslendingar væru reiðubúnir að opna sitt land,. „Í þessum löndum ríkir engin neyð. Þessi ákvörðun er ákvörðun Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur ýtt undir þennan straum sem er að kosta ríkisstjórnina 7 milljarða,“ sagði Þór og bætti við að „því miður“ hafi í tíð Bjarna bæði Icesave-málið og ESB-málið skaðað Sjálfstæðisflokkinn. „Ég óttast að haldi flokkurinn áfram á þessari braut skaði hann þjóðina og sjálfan sig,“ bætti hann við.

Þessu svaraði Bjarni: „Ég er sammála þér. Það var slæm ráðstöfun að fara ríkisborgaraleiðina í Albaníumálinu. Það má kannski segja að við höfum með einhverjum hætti misst stjórn á því máli sem endaði svona,“ en sagði það ekki meginorsökina fyrir auknum straumi hælisleitenda frá Albaníu því hann hafi þegar verið orðinn mjög mikill.

„Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að vera með mjög strangar reglur og skýr svör, ella munum við kalla yfir okkur bylgjur af nýjum flóttamönnum,“ sagði hann og benti á að engin trygging sé fyrir því að „við fáum ekki yfir okkur milljón flóttamenn“ ef hælisleitendur lúti ekki ströngum reglum.

Og Bjarna tók enn dýpra í árinna með því að segja að hann vilji ekki setja sig í flokk með þeim sem vilji kalla yfir Ísland þjóðfélagsbreytingar til að leysa einhvers konar flóttamannavanda.

Eru þetta söguleg tíðindi að forsætisráðherra hafi kjark til að ræða þessi mál á málefnalegan hátt og á svipuðum grunni og gert er í forystuflokkum í öðrum löndum.
Íslenska þjóðfylkingin hefur verið að benda á þetta vandamál í eitt og hálft ár, og enginn virðist hingað til hafa viljað hlusta. Nú hefur forsætisráðherra kveikt á perunni og komið þessu til skila.


mbl.is „Okkur líst alltaf mjög vel á kosningar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Algjörlega rétt hjá þér, Steindór. Þjóðfylkingin var sízt að ýkja um þetta, og ég var að frétta að kostnaðartölurnar væru langt um hærri en 7 milljarðar!

Jón Valur Jensson, 17.9.2017 kl. 20:14

2 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Þakka þér fyrir þetta Jón Valur. Það er gott að þú skulir fylgist vel með því sem er að gerast í þessum málum.

Steindór Sigursteinsson, 17.9.2017 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband