Fyrsti kennarinn í Argentínu með Downs-heilkenni þurfti að ganga gegn ríkjandi viðhorfi til að sjá draum sinn verða að veruleika
16.8.2017 | 19:34
Noelia Garella kennir í leikskóla. Hún hefur sýnt fram á að fötlun hennar er engin hindrun fyrir því að verða frábær kennari. "Það sem mér líkar við að vera leikskólakennari er hversu falleg hjörtu börnin hafa." Hún hefur unnið við kennslu síðan 2012.
Garella vann sigur á gagnrýnendum sínum. Einn skólastjóri líkti henni við skrímsli. "Nú er ég ánægt skrímsli. Hún er sú sem er sorgmætt skrímsli," sagði Garella.
Bæði foreldrar og nemendur hafa tekið Garellu opnum örmum. Garella lærði til þess að verða kennari með góðum árangri.
Það er stórkostlegt hvernig þessari konu tókst að yfirstíga félagslegar hindranir til að þess að ná sínu fram. Hún hefur sigrast á fleiru en flestir geta ímyndað sér vegna löngunar sinnar til að vinna og gera það sem hún elskar. Eitt er víst að auðugra verður líf nemenda hennar að fá að kynnast þessari dugnaðarkonu og þeim krafti og þeim persónueiginleikum sem hún býr yfir.
Í Bandaríkjunum og hér á landi er því þannig farið að greinist fóstur með Downs-heilkenni þá er foreldrum ráðlagt að láta eyða fóstri. Downs-heilkenni er enginn dauðadómur. Ég vildi óska að fleiri læknar myndu lesa þennan pistil og horfa á myndböndin sem vísað er til á þessari síðu.
Mætti þessi frásögn af Garellu eiga sinn þátt í því að umbreyta hugmyndum fólks um fatlaða og hvað þeir eru færir um að gera, en þeir eru oft ekki meðteknir í atvinnulífinu í samfélagi okkar vegna fötlunar sinnar. Og breyta hugmyndum okkar á þann hátt að við lítum á þau sem venjulegt fólk og að líta til styrkleika þeirra og mannkosta í stað þess að dæma viðkomandi eftir fötlun sinni eða útliti. Ef við gætum gert þetta þá væri heimurinn betri.
Steindór Sigursteinsson.
Kindhearted: Ms Garella plays with children at her school in the Argentinian city of Cordoba
Read more (m.a. með myndbandi o.fl. myndum): http://www.dailymail.co.uk/femail/article-3880832/Down-syndrome-teacher-Argentina-Latin-America.html#ixzz4OU7MCaSP
Follow us: @MailOnline on Twitter | DailyMail on Facebook
https://www.facebook.com/MicMedia/videos/1268271319862322/?pnref=story
Endurbirt grein af Kristbloggi 29. október 2016.
Velja ekki allar að fara í fóstureyðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er sannarlega þakkarvert sem þú hefur skrifað um þessi mál, Steindór. Þú lýkur upp munni þínum fyrir hina ómálga (Orðskv. 31.8), fyrir ófædd börn í móðurkviði, sem flestir hafa svikið með þögn sinni. Guð gefi þér og þessum börnum sigurinn!
Jón Valur Jensson, 16.8.2017 kl. 23:33
Og Brynneth Pawltro, nýkjörinn bæjarstjóri í smábænum Rabbit Hash í Kentucky, hefur fallegt bros og er sérlega viðkunnanleg. Það eru ekki allstaðar gerðar miklar kröfur til bæjarstjóra eða leikskólakennara.
Í Bandaríkjunum, hér á landi og víðast hvar í heiminum er því þannig farið að greinist fóstur með Downs-heilkenni þá er foreldrum eðlilega ráðlagt að láta eyða fóstrinu. En einstaklingur með Downs-heilkenni verður aldrei sjálfstæður einstaklingur og er því að mörgu leiti líkari gæludýri en barni sem elst upp og þroskast. Einstaklingur með Downs-heilkenni er lítið annað en hundur foreldra sinna.
Albert S. (IP-tala skráð) 17.8.2017 kl. 01:48
Þetta er alls ekki rétt hjá þér, "Albert", þessi alhæfing um DSowns-einstaklinga, og nærtæk hér sönnunin fyrir því gagnstæða: í frásögninni af Noeliu Garella.
Það er því ekki laust við, að manni þyki þetta innlegg þitt lykta af mannfyrirlitningu.
Svo tek ég eftir, að þú virðist ekki þora að birta þetta undir fullu nafni, kannski skiljanlegt!!
Jón Valur Jensson, 17.8.2017 kl. 05:07
Hvað sannar það að Pit bull hundur skuli ráðinn sem bæjarstjóri og einstaklingur með Downs sem leikstjórakennari?
Það lyktar af mannfyrirlitningu að fólk skuli kjósa að eignast barn þegar tilgangurinn með barneigninni og forsendurnar eru þær sömu og þegar fólk fær sér kjölturakka.
Það er grundvallar öryggisregla á netinu að koma ekki fram undir fullu nafni. Ég kæri mig ekkert um að fá ruglukolla eins og ykkur Steindór með haglabyssu inn á stofugólf hjá mér einhverja nóttina.
Albert S. (IP-tala skráð) 17.8.2017 kl. 09:04
Þakka þér kærlega fyrir uppörvandi orð Jón Valur. Það er mikilvægt að standa með lífsrétti ófæddra barna einnig barna með Downs heilkenni. Það er einmitt tilgangurinn með birtingu þessarar greinar að sýna fram á að einstaklingar með Downs heilkenni geta gert ýmislegt sem fólk almennt gerir sér ekki grein fyrir. Og jafnvel unnið fyrir sér fái það stuðning og jákvæðan hljómgrunn hjá vinnuveitendum og samfélaginu sem það býr í.
Albert við Jón Valur myndum aldrei mæta með haglabyssu heima hjá þér þótt við vissum hver þú værir. Við höfum valið að trúa á höfund lífsins og fylgja honum og við erum alfarið á móti því að maður taki annars líf. Jesús Kristur sagði; "ég er upprisan og lífið sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi." Jóhannes 11,25.
Steindór Sigursteinsson, 17.8.2017 kl. 15:49
Þú talar hér af ofstæki, Albert, og Steindór er einhver allra friðsamasti maður á jarðríki sem ég get ímyndað mér.
2. klausa þín í þessu innleggi þínu felur líka í sér mannfyrirlitningu. Lítið mannsbarn, sem er orðið til, er enginn "kjölturakki", og reynist það með veikleika, er það þvert á móti barn sem krefst mikillar vinnu og verður aldrei eins og gæludýr, en er svo sannarlega félagi í lífinu. En þú hefur lýst hug þínum nægjanlega hér.
Jón Valur Jensson, 17.8.2017 kl. 15:50
Já, gott að þú svaraðir, Steindór, og þú gerðir það vel.
Jón Valur Jensson, 17.8.2017 kl. 15:52
Jón Valur er ekki á móti því að maður taki annars líf. Hann er fylgjandi dauðarefsingum og hefur talað fyrir drápi á einstaklingum sem honum eru ekki þóknanlegir. Jón Valur verður seint kallaður góður maður með gott siðferði. Og lesskilningur hans er einnig í slakari kantinum.
Báðir eruð þið vitgrannir trúarofstækismenn og því hættulegir. Það sanna ótal dæmi gegnum aldirnar. Þið gætuð, í nafni trúar ykkar og fyrir ykkar guð, verið mættir með haglabyssurnar í næstu gleðigöngu eða inn á gafl hjá þeim sem þið teljið réttdræpa. Dómgreind ykkar er lítil, siðferðið valkvætt og ykkur er ekki treystandi.
Albert S. (IP-tala skráð) 18.8.2017 kl. 02:22
Dómgreind þín er harla lítil að láta slíkan þvætting frá þér fara!
Ég er algerlega andvígur því að nokkur taki sér dómsvald í eigin hendur yfir lífi og dauða; slíkt vald heyrir aðeins til þjóðfélaginu, ríkinu, ef þar eru lög um slíkar refsingar. Ég hef ekki lagt til að þær séu leiddar hér í lög -- og heldur ekki Steindór.
En í öllum ríkjum hafa menn réttlætt það, að verjast megi innrásarher, jafnvel þótt það geti falið í sér það (sem er þó alls ekki markmið í sjálfu sér) að vega menn eða menn.
Og hvert ert þú, sama sem nafnlaus boðflenna, að vaða hér inn lýsandi því yfir, að ég verði "seint kallaður góður maður með gott siðferði" og að við Steindór síðueigandi séum "vitgrannir trúarofstækismenn og því hættulegir" o.s.frv. ásamt enn ljótari skætingi.
Ég legg til við Steindór að hann blokkeri þig af sinni síðu, það er augljós lausn á þessum yfirgangi þínum, það á enginn að þurfa að þola slíkt.
PS. Og aldrei hef ég haft minnsta áhuga á því að mæta í þessar villtu, ríkis- og borgarstyrktu "gleðigöngur". Þær minna á "brauð og leika" Rómverja forðum.
Jón Valur Jensson, 18.8.2017 kl. 03:14
Sannleikanum verður hver sárreiðastur og það var ekki ég sem varð rökþrota og hóf persónulegar árásir.
"Sumir telja, að maður eins og þessi í Rio, sem hefur myrt 38 konur, þrjá karla og tveggja ára stúlku, eigi að fá að lifa það sem eftir er í fangelsi, dauðarefsing sé ranglát. Ég er því algerlega ósammála." http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1539736/
Albert S. (IP-tala skráð) 18.8.2017 kl. 09:36
Já, sannarlega tel ég dauðarefsingu réttláta yfir fjöldamorðingja 42 manna, hann hefur fyrirgert rétti sínum til lífsins (I.Mós.9.6) og ekki sú áhætta takandi, að hann geti sloppið úr fangelsi og endurtekið illsku sína.
Þetta merkir þó alls ekki, að ég geri tillögu um að aftur verði dauðarefsing leidd í lög á Íslandi.
Jón Valur Jensson, 18.8.2017 kl. 11:24
Þetta merkir þó að Jón Valur Jensson ber ekki meiri virðingu fyrir mannslífum en svo að hann telur að menn geti ákveðið hverjir skuli lifa og hverja skal drepa. Að réttlætanlegt sé að taka líf.
Þegar menn hafa ákveðið að hundsa kærleika, náð og miskunn Jesú og að réttlætanlegt sé að taka mannslíf þá er það bara pólitísk spurning hvar þeir draga línuna. Morð á 42? 22? 2? Móðgun? Kynhneigð? Pólitískar skoðanir? Trú? Eitthvað eða allt þetta segja sumir sem gefa sig út fyrir að vera trúaðir en láta pólitík stjórna sínu lífi og hafa forgang. Siðferði þeirra er valkvætt og miðast bara við egin langanir og þrár. Þeim er ekki treystandi.
Albert S. (IP-tala skráð) 18.8.2017 kl. 13:45
Fyrirgefðu Jón Valur að ég hafi ekki litið inn á bloggið mitt í dag og stöðvað þessar persónulegu árásir sem þú hefur orðið fyrir. Er ástæðan sú að ég hef verið bundinn í vinnu þar sem ég hef ekki aðgang að tölvu. Ég mun að sjálfsögðu stöðva aðgang Alberts að bloggsíðu minni.
Finnst mér það skjóta skökku við að Albert skuli ráðast að okkur Jóni og kalla okkur vitgranna, hættulega og ekki treystandi þegar hann heldur því sjálfur fram að það sé sjálfsagt að eyða Downs fóstrum og að börn með Downs heilkenni séu eins og gæludýr eða hundar sem eru ekki fær um að gera neitt og séu foreldrum sínum mikil byrði. Finnst mér það lýsa vissri mannfyrirlitningu.
Hefur Albert S. svonefndur sem ekki vill gefa upp fullt nafn ráðist að Jóni Val með ofstæki. Vil ég benda á að Jón Valur hefur ekki lagt til að dauðarefsingar séu leiddar í lög og hann er alfarið á móti því að nokkur taki sér dómsvald í eigin hendur yfir lífi og dauða. Enda sé ákvarðanavald alfarið í hendur yfirvalda í þeim löndum þar sem dauðarefsingar eru leyfðar.
Steindór Sigursteinsson, 18.8.2017 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.