Á Íslandi, er hjörð af fólki sem trúir öllu sem fram kemur í RÚV
5.3.2017 | 12:37
Fréttin af Panamaskjölunum, þar sem kom fram að arfur eiginkonu Sigmundar Davíðs hafði verið þar geymdur var snilldarleg leikflétta hugsuð til þess að fá fólk niður á Austurvöll til að mótmæla því að forsætisráðherra væri að fela eitthvað, sem kom svo í ljós að hann átti engan þátt í. Fólk hélt virkilega, örþreytt á ástandinu að með því að koma Sigmundi Davíð frá, þá myndi allt snúast til betri vegar.
RÚV stundaði ekki fréttaflutning af málum Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar. Hér var um að ræða hannaða atburðarás þar sem öll viðurkennd vinnubrögð hlutlægrar fréttamennsku voru brotin til að steypa forsætisráðherra af stóli og væntanlega ríkisstjórn hans. Þegar viðtalið við Sigmund var tekið 11. mars 2016 birtist þar óvæntur leynigestur; Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður. Kom þetta, eins og kunnugt er, það flatt upp á Sigmund að eftir að hafa svarað nokkrum spurningum lét hann sig hverfa úr viðtalinu.
Þetta er að mínu mati óheiðarleg vinnubrögð af hálfu Rúv gagnvart forsætisráðherra lýðveldisins. Ég tel að það sé rétt sem haft var eftir Sigmundi á Visi.is 4. mars sl: ...Það var búið að skrifa þetta allt fyrirfram, búið að æfa, sem er auðvitað alveg dæmalaust, búið að æfa hvernig mætti rugla viðmælandann sem mest í rýminu og láta hann koma sem verst út. Ég vil ekki alhæfa hvort viðtalið hafi verið klippt til og falsað en ég trúi þeim ummælum Sigmundar.
Það er óforkastanlegt að á árinu 2016 hafa Rúv stigið það skref að leita samráðs við utanaðkomandi og erlenda aðila um að steypa ríkisstjórn Íslands af stóli. En eins og kunnugt er ákvað Sigmundur Davíð að stíga til hliðar á meðan versti stormurinn gekk yfir. M.a. var erlendum fjölmiðlum smalað til Íslands til að taka þátt í ljótum leik RÚV og sænska sjónvarpsins að rægja þáverandi forsætisráðherra, eyðileggja mannorð hans og koma honum frá völdum.
En einmitt með því að stíga til hliðar varði Sigmundur Davíð ríkisstjórnina falli. Þeir sem eftir sátu í ríkisstjórninni kolféllu hins vegar undan álagi fjölmiðla ásamt múgæsingarhópi stjórnað af klappstýrum fyrrverandi útrásarvíkinga á Austurvelli. Ákvað ríkisstjórnin í trássi við stjórnarskrána og vilja landsmanna að skera þingtíma og valdatíma sinn um fjórðung. Uppi situr þjóðin stjórnlaus og mörgum af efnahagslegum markmiðum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs hefur verið ýtt út af borðinu.(eins og að klára að taka á hrægömmunum" sem þráðu að fella ríkisstjórnina og ná fram stefnubreytingu)
Því má svo bæta við að lögmæt yfirvöld á Íslandi s.s. lögregla, ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri eða jafnvel umboðsmaður alþingis sáu enga ástæðu til að rannsaka fjármál hjónanna Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar. En RÚV bæði ákærði og dæmdi hjónin sek og knúði fram afsögn Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra.
Bendi einnig á pistil eftir mig í Kristbloggi:
http://krist.blog.is/blog/krist/entry/2191704/
Fengið allt sitt fram á einu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:35 | Facebook
Athugasemdir
Mér sýnist að þú lýsir því sem að gerðist nokkuð vel i stórum dráttum Steindór og lítið við þetta að bæta.
Vel gert Steindór.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 5.3.2017 kl. 20:36
Þakka þér fyrir Jóhann. Það er mikilvægt að fólk láti í sér heyra ef það telur að RÚV sé að móta ímynd fólks varðandi menn og málefni sér í vil eftir sínum eigin pólitísku skoðunum. Það á ekki að eiga sér stað.
Bestu kveðjur
Steindór Sigursteinsson, 5.3.2017 kl. 21:21
Hrikalegt að búa við þetta og skynja daglega að mann langar ekki að hlusta á fréttir Rúv. Þetta landráðafólk er að smá týna niður það sem þeim finnst mikilvægt til að sýna mátt sinn og megin og losna við til að innflutnigurinn gangi betur. -- Nú skal ráðast á Utv.Sögu eina fréttamiðilinn sem leyfir umræður um hvaðeina. Verði hlustanda mikið í mun að minnast á fjölda innfluttra,er stjórnandinn umsvifalaust kærður fyrir hatursumræðu,sem er engin af hans hálfu. Póst og símamálastofnun tekur af þeim annan sendinn,annars dæmdir í dagsektir 80+ á dag.Mb.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 7.3.2017 kl. 04:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.