Blekkingarleikur um eðli ESB-umsóknar afhjúpaður af ESB!
13.11.2016 | 01:19
Fékk hann það svar sem var í stuttu máli að reglur ESB eru óumsemjanlegar. Þær verður að lögleiða og innleiða af umsóknarríkinu. Inngönguviðræður snúast í raun um það að samþykkja hvenær og með hvaða hætti umsóknarríkið tekur upp og innleiðir með árangursríkum hætti allt regluverk ESB.
Flestum er í fersku minni ESB-aðildar-vegferð vinstri stjórnar Samfylkingar og VG en hún var vörðuð flóknu baktjaldamakki samkvæmt því sem Árni Páll Árnason fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar greindi frá fyrr á þessu ári.
Fyrrverandi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, tókst að fá þingmenn VG á sitt band til að taka þátt í ESB-aðildarferlinu með hótunum um skjótan dauða hinnar langþráðu vinstri stjórnar. Ekki tókst það alveg því hún þurfti að láta einn þeirra, Jón Bjarnason, fara, því ekki vildi hann halda áfram með þann blekkingarvef sem hinar svonefndu ESB-aðildarviðræður voru. En þær voru ekki samningaviðræður, heldur umsókn Íslands að ESB og aðildarferli sem haldið var leyndu fyrir þjóðinni. Aðildarviðræðurnar sigldu í strand seint á tíma Jóhönnustjórnarinnar, en látið var í veðri vaka að um hlé á viðræðum væri að ræða.
Eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum 2013 veittust fyrrverandi stjórnarflokkar að hinni nýju ríkisstjórn og kröfðust áframhalds ESB-aðildarviðræðna. En ríkisstjórnarflokkarnir höfðu gengið til kosninga með það að meginstefnu að hætta ESB-aðildarviðræðum. ESB-flokkarnir töpuðu illilega í kosningunum.
Að gera kröfu um að sigurvegarar með umboð gegn ESB-aðild spyrji þjóðina hvort hún vildi halda áfram misheppnuðum aðildarviðræðum var vægast sagt fáránlegt.
Síðan ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. kvaddi aðildarferlið í janúar 2013 hefur ástand innan Evrópusambandsins snarversnað. (Má þar nefna gengislækkun evrunnar, óstjórn hvað varðar móttöku flóttafólks, Brexit o.fl.) En þá hafði aðeins 11 af 33 samningsköflum verið lokað frá 2009. Ferlinu lauk með ágreiningi um kaflana um sjávarútveg og landbúnað þegar rann upp fyrir íslensku stjórnarherrunum að ESB krafðist aðlögunar í ferlinu og í bókum Brusselmanna væri ekkert til sem heitir könnunarviðræður.
Það má rekja upphaf nýja flokksins Viðreisnar til þráhyggju vegna þess að með kosningunum 2013 urðu þáttaskil í ESB-málinu. Aðildarbröltinu var hafnað.
Einn er sá flokkur sem alfarið er á móti ESB-aðild en hlaut illa útreið í aðdraganda kosninga og náði því ekki manni á þing en það er Íslenska þjóðfylkingin. En flokkstjórn og fylgjendur flokksins hafa ákveðið að halda ótrauð áfram enda var ástæðan fyrir lélegu gengi augljóslega sú að reynt var með markvissum hætti að eyðileggja flokkinn.
Æ, æ, Óttarr Proppé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eitthvað er orðum blandið þarna. ESB gerir að sjálfsögðu kröfu um að aðildarumsóknarríki fari í umræður af heilum hug. En þegar samningur er fullbúinn þarf að bera hann undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Þetta eru reglur ESB og þannig hefur það alltaf verið.
Jósef Smári Ásmundsson, 13.11.2016 kl. 09:31
Málið er að þegar ríki sækir um aðild að ESB þá hefst aðildarferli sem krefst þess að ríki aðlagi eða breyti reglum sínum að regluverki ESB. Þær viðræður sem fara fram snúast eingöngu um það að samþykkja hvenær og með hvaða hætti umsóknarríki tekur með markvissum hætti upp allt regluverk ESB. Viðræðurnar á tíma Jóhönnustjórnarinnar strönduðu á því að heimild til valdaframsals Íslands til erlends stórveldis (þar á meðal yfir sjávarútvegsauðlindinni) vantaði í stjórnarskrána.
Steindór Sigursteinsson, 13.11.2016 kl. 10:10
Takk fyrir GOTT og SATT innlegg.
Björn Jónsson, 13.11.2016 kl. 12:07
Þori ekki að hengja mig á það en ég held þú sért að rugla svolítið saman ESB og ESE sem Ísland er fullgildur aðili að. Með aðildinni að ESE er Ísland skuldbundið til að aðlaga íslensku regluverki og lögum að reglum og lögum ESB. Sú vinna hefur verið í gangi mörg undanfarin ár og Ísland hefur reyndar verið svolítið á eftir í þessum efnum. En það breytir ekki því að það fer alltaf fram þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamning og án samþykkis er hann ekki fullgildur.
Jósef Smári Ásmundsson, 13.11.2016 kl. 12:32
Ég tel að Viðreisn og Björt framtíð séu að spila svolítið með vanþekkingu fólks þegar þeir setja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna sem skilyrði fyrir nýjum stjórnarsáttmála við Sjálfstæðisflokkinn. Sumt fólk telur að hér séu eins konar könnunarviðræður á ferðinni. Það er það sem mér finnst varhugavert, því að þótt að svonefndur aðildarsamningur (sem er í rauninni ekki rétta orðið því reglur ESB eru óumsemjanlegar) verði lagður í þjóðaratkvæði þá verður að breyta stjórnarskránni til að klára svonefndar "aðildarviðræður".
Steindór Sigursteinsson, 13.11.2016 kl. 13:10
Akkurat Steindór. Það sem aðildarsinnar eru að tönglast á og heimta,er að haldið verði áfram að innleiða (það eru engir samningar í boði)kaflana þar sem frá var horfið í jóhönnustjórn.-Stjórnarskráin leyfir ekki framsal auðlinda Íslands. Við vitum nákvæmlega að það þýðir ekki fyrir okkur að kjósa um aðild,- (sem getur aldrei verið samningur um neitt)-þegar á þeirri stundu hefur allt regluverk ESB verið innbyrt. Aðildarviðræðum var hætt og eru bara núll í dag. Ekkert framhald!!
Helga Kristjánsdóttir, 14.11.2016 kl. 23:53
Jósef "ESB gerir kröfu um að umsóknarríki fari í umræður heilshugar"
Þessu sást ESB yfir þar til þeir áttuðu sig á Stjórnarskránni.þess vegna var/er aðildarsinnum mikið í mun að heimta kosningar nú í haust,vegna ákvæða um að Stjórnarskrár-breytingar verði ekki gildar nema milli tveggja þinga.Við ætlum nú sem fyrr að beita öllu afli til að þeir nái því ekki.
Helga Kristjánsdóttir, 15.11.2016 kl. 00:07
Þakka þér Helga fyrir góð og greinargóð innlegg.
Steindór Sigursteinsson, 16.11.2016 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.