Fylgi stjórnarandstöðuflokkana dalar og einnig fylgi ESB innlimunarflokksins Viðreisnar

Samkvæmt frétt í Mbl.is mælist Sjálfstæðisflokkurinn nú stærsti flokkurinn, en fylgi hans mældist 34,6% í könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og vísis sem gerð var á mánudagskvöld. Er það mikið stökk í fylgi hans frá síðustu könnun. Mældist fylgi Pírata nú aðeins 19,9%, Framsókn og Vinstri græn með 13%, Viðreisn 7,3, Samfylkingin 5,9 og Björt framtíð 3,6%.

Hvað veldur þessu aukna fylgi við Sjálfstæðisflokkinn samkvæmt þessari könnun er spurning sem ekki er auðsvarað. Ástæðan fyrir því kann að einhverju leiti felast í því að óvenju margir eða 48,5% vildu ekki taka afstöðu til spurningarinnar sem spurð var en hún var;

“Hvaða lista mynd­ir þú kjósa ef gengið yrði til þing­kosn­inga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er lík­leg­ast að þú mynd­ir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er lík­legra að þú mynd­ir kjósa Sjálf­stæðis­flokk­inn, eða ein­hvern ann­an flokk?”

Hver sem ástæðan er fyrir mældri fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins í könnuninni kann að vera er ljóst að fylgi ríkisstjórnarflokkana fer hækkandi því Framsókn mælist með heldur hærra fylgi í könnuni en verið hefur. Vinstri flokkarnir Samfylking og Björt framtíð mælast með mjög lágt fylgi og fylgi Viðreisnar hefur stórminnkað.

Er ástæðan fyrir því eflaust sú að fólk vill stöðugleika sem það telur að ríkisstjórnin hafi náð fram og að fólk hefur séð í gegnum áróður stjórnarandstöðuflokkana þar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald svonefndrar aðildarviðræðna var krafist. En ekki reyndist vera um viðræður að ræða eins og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hélt fram heldur aðlögunarferli sem krafðist breytinga á stjórnarskrá sem varð til þess að “viðræður” sigldu í strand.

Samt er einn nýstofnaður flokkur Viðreisn sem hefur á stefnuskrá sinni þjóðaratkvæði um aðildarviðræður og inngöngu í ESB. Ekki virðist flokkurinn leggja sig fram um að fræða fólk um eðli aðildarviðræðna heldur virðist mér ætlunin vera að leiða fólk að því þverhnípi sem innganga í ESB er og að vona að á einhvern hátt að verði hægt að ýta okkur þar niður. Ástæðan fyrir ESB áhuga Viðreisnar er að þeirra sögn áhugi fyrir velferð þjóðarinnar, en bent er á í því sambandi að tengja eigi gengi smátt og smátt við gengi annars gjaldmiðils sem mun vera evran.  Ekki tel ég að innganga í ESB verði okkur til gæfu, með afsali fiskveiðiauðlindar okkar til erlends ríkjasambands í huga.

Einn er sá flokkur sem er öndvert á móti inngöngu í ESB eins og ríkisstjórnarflokkarnir en það er Íslenska Þjóðfylkingin en hún mældist með aðeins 1,6% fylgi. En hún tekur einnig afstöðu gegn EES, Schengen og nýju Útlendinga­lögunum. Í stefnuskrá hennar stendur að hún styðji kristin gildi og viðhorf sem er að mér vitandi ekki á stefnuskrá neinna hinna flokkana. Er það von mín að Þjóðfylkingunni muni vaxa ásmegin í kosningabaráttunni sem er nú nýhafin og nái fólki á þing. Því þörf er á flokki að mínu mati sem styðja vill við kristna trú og viðhorf.

Kær kveðja

krist.blog.is/blog/krist/


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband