Íslensk stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í að veita Scheibel fjölskyldunni hæli hér á landi

Sei­bel fjöl­skyld­an sem hrakt­ist frá heim­kynn­um sín­um í Úsbek­ist­an vegna trú­arof­sókna og var vísað úr landi eftir að hafa búið hér á landi í átta mánuði hefur nú sótt um hæli í Frakklandi. Fjöl­skyld­an sam­an­stend­ur af þeim Ir­ina og Vla­dimir Sei­bel og börn­um þeirra, Mil­inu sem er níu ára, og tví­bur­unum Sam­ir og Kemal sem eru sex ára.  Þrá þau að kom­ast aft­ur til Íslands þar sem þau voru byrjuð að byggja upp líf sitt. 

„Það er ekk­ert sem við vilj­um heit­ar.  Við erum ung, við vilj­um vinna og lifa í friði,“ seg­ir Ir­ina og bæt­ir við að hún eigi erfitt með að sjá fyr­ir sér fjöl­skyld­una hafa það gott í Frakklandi.  Hafa þau getað greitt fyr­ir gist­ingu fyrir peninga sem safnast hafa í söfnun til styrktar þeim hér á landi en enga fjár­hags­lega aðstoð er að fá frá frönsk­um yf­ir­völd­um.  

Vil ég benda á grein skrifaða af undirrituðum á vef Kristinna Stjórnmálasamtaka um raunir Scheibel fjölskyldunnar.


Lítill vilji er hjá íslenskum stjórnvöldum til að fá hingað hælis­leit­endur sem þjáðst hafa vegna krist­innar trúar sinnar í músl­imskum löndum


mbl.is „Þetta er mjög erfitt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það má segja að það er undarlegt að vilja ekki Kristna hælisleitendur. Þetta sínir að hið opinbera er með stefnu að Íslamsvæða Ísland. 

Valdimar Samúelsson, 23.5.2016 kl. 20:26

2 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Já ég hef tekið eftir því að þó nokkuð mörgum kristnum einstaklingum og fjölskyldum hefur verið vísað úr landi af útlendingastofnun.  Og það fólki sem hefur komið sér vel fyrir hér, stundar sína vinnu og engin vandræði eru af.  Stjórnvöld hafa eftir því sem ég best veit ekki lýst vilja sínum til að hleypa hingað frekar Kristnum einstklingum en fólki Islamskrar trúar. Eða allavega að hleypa hingað verulegum hluta kristins fólks sem ofsótt er vegna trúar sinnar í Islömskum löndum. Það er Biblíulegt að veita hjálp jafnvel fólki annarar trúar en kristinnar  en það er klárlega óbiblíulegt að koma ekki kristnu fólki til hjálpar eða veita því hæli hér.  Í Galatabréfinu 6,10 stendur:  "Þess vegna skulum vér, meðan tími er til, gjöra öllum gott og einkum trúbræðrum vorum."

Steindór Sigursteinsson, 23.5.2016 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband