Stjórnvöld ættu að athuga vel aðra kosti en að byggja upp framtíðaraðstöðu Landspítalans við Hringbraut

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son for­sæt­is­ráðherra tel­ur mjög álit­legan kost að reisa nýj­an Land­spít­ala ann­ars staðar en við Hring­braut í Reykja­vík. Til að mynda á Víf­ils­stöðum í Garðabæ. Kem­ur það fram í skrif­legu svari hans við fyr­ir­spurn frá Stein­grími J. Sig­fús­syni, þing­manni Vinstri grænna.  En Stein­grím­ur spurði hvort Sig­urður telji koma til greina að reisa nýj­an Land­spít­ala ann­ars staðar en við Hring­braut og vís­aði í því sam­bandi til sjón­ar­miða for­vera hans, Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar.  Um sjónarmið Sigmundar skrifaði undirritaður grein á vef Kristilegra Stjórnmálasamtaka 12. mars sl. en hana hef ég ákveðið að endurbirta hér.

Eru Vífilsstaðir heppilegur staður til að byggja á nýjan Landsspítala?

Í viðtali sem birtist í Mbl. í dag segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garða­bæj­ar að það sé “arfavitlaus” ákvörð­un að stað­setja nýtt há­tækni­sjúkra­hús við Hring­braut. Kvaðst hann hafa komið því á fram­færi við bæði ráðherra og alþing­is­menn að hann teldi staðsetn­ingu nýja sjúkra­húss­ins við Hring­braut vera ranga. Benti hann á Vífilsstaði í Garðabæ sem ákjósanlega staðsetningu fyrir nýtt hátæknisjúkrahús.

Forsætisráðherra Sig­mund­ur Davíð Gunnlaugsson skrifaði á Facebook-síðu sína að í viðtalinu hafi Gunn­ar lýst því yfir með af­drátt­ar­laus­um hætti að bær­inn væri reiðubú­inn í sam­starf við stjórn­völd um bygg­ingu nýs Land­spít­ala við Víf­ilsstaði. „Bæj­ar­yf­ir­völd í Garðabæ eru til­bú­in til að liðka fyr­ir mál­inu á ýms­an hátt til þess að það geti gengið hratt og vel fyr­ir sig,” sagði Sigmundur.

Sagði hann ennfremur: „Að mínu mati ber stjórn­völd­um að bregðast við þessu til­boði Garðabæj­ar, taka því fagn­andi og skoða hvort ekki sé best, í ljósi allra aðstæðna, að ráðast í bygg­ingu nýs Land­spít­ala við Víf­ilsstaði. Með því væri hægt að byggja spít­al­ann hraðar, á hag­kvæm­ari hátt og miklu, miklu bet­ur,“ Tók hann þannig til orða að "ómögu­legt [sé] að segja til um hversu marga ára­tugi í viðbót bútasaumsaðferðin við Hring­braut myndi taka."

Skrifaði hann ennfremur á Facebooksíðu sína: „Ef það er mögu­leiki á að byggja nýj­an flott­an Land­spít­ala þar sem allt er glæ­nýtt og í sam­ræmi við þarf­ir nú­tíma­heil­brigðisþjón­ustu, hafa hann á góðum stað í fal­legu um­hverfi, skipu­leggja spít­al­ann þannig að hann virki sem öfl­ug heild og gera þetta allt hraðar, hag­kvæm­ar og bet­ur en áður var talið, er þá ekki rétt að skoða það?“ Um þetta tilboð Garðabæjar skrifaði Sigmundur ennfremur: “Mér finnst ekki hægt að líta fram­hjá þess­um kosti nú, þegar bæj­ar­stjór­inn hef­ur stigið fram með þeim hætti sem hann gerði“.

Sigmundur segir tvo kosti í stöðunni (stytt):

1. Að halda áfram hægvirkum og óhagkvæmum “bútasaum” við Hringbraut. Endalaus barátta við alkalí­skemmdir, myglu og gam­alt lagna­kerfi og úrelt tækni í tugum bygg­inga og við að tengja það gamla við ný­bygg­ing­ar til að láta allt virka sem heild. Mikið rask mundi skapast á meðan á byggingarframkvæmdunum stæði. Eft­ir stend­ur svo þyrp­ing ólíkra gam­alla kassa og nýrra stærri grárra kassa. Þyrp­ing sem stend­ur ut­ar­lega á nesi sem tengt er rest­inni af höfuðborg­ar­svæðinu með göt­um þar sem um­ferðartepp­ur eru regla frem­ur en und­an­tekn­ing.
2. Glæ­nýr heild­stæður há­tækn­ispít­ali, hannaður til að virka sem ein heild og veita um­gjörð um bestu heil­brigðisþjón­ustu sem völ er á. Fal­legt hús að inn­an sem utan á jaðri byggðar­inn­ar, umkringt dá­sam­legri nátt­úru og úti­vist­ar­svæðum. Húsið mætti byggja hratt með lág­marks­trufl­un á fram­kvæmd­um og lág­marks­trufl­un fyr­ir borg­ar­búa og fjár­magna verk­efnið að miklu leyti með sölu á eign­um við Hring­braut, eign­um sem ganga svo í end­ur­nýj­un lífdaga með nýt­ingu sem hent­ar svæðinu og styrkja og vernda miðborg­ina.

Það er skoðun undirritaðs að stjórnvöld ættu að athuga vel aðra kosti en að byggja upp framtíðaraðstöðu Landspítalans við Hringbraut. Víf­ilsstaðir í Garðabæ hafa verið nefnd­ir sem ákjós­an­leg staðsetn­ing fyr­ir nýtt há­tækni­sjúkra­hús, og kem­ur það fram í umfjöll­un um þetta mál í Morg­u­blaðinu í dag. „Væri ekki óá­byrgt að velta þessu ekki fyr­ir sér á þess­um tíma­punkti, nú þegar ljóst er að Víf­ilsstaðaleiðin er fær? Það eru varla rök í mál­inu að búið sé að eyða hundruðum millj­óna í að und­ir­búa mis­tök og þess vegna þurfi að klára að gera mis­tök­in," sagði Sigmundur Davíð á Facebooksíðu sinni. Gunnar Einarsson bæjarstóri Garðabæjar sagði um þetta mál: „Þegar búið er að taka svona vit­lausa ákvörðun þá þurfa menn að hafa hug­rekki og þor til að breyta henni".

Kristin stjórnmálasamtök hafa hins vegar sem slík ekki tekið þetta mál til umræðu enn sem komið er. En það eru ýmsar spurningar sem koma upp þegar þetta mál er skoðað, eins og hvort aukinn ferðatími fyrir margt fólk til og frá spítalanum sé vandamál – og hvort fórna eigi fallegu landsvæði sem Vífilsstaðir eru undir spítalabyggingar.


mbl.is Telur Vífilsstaði álitlega fyrir spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband