Hver er ástæða þess að stjórnarandstöðuflokkarnir vilja kosningar þegar í stað?

Háttvirtur þingmaður Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir það ósættanlega niðurstöðu að ekki verði boðað til nýrra kosninga strax.  

Ástæða þess að stjórnarandstaðan vill kosningar sem fyrst er að mínu mati sú að sé gengið til kosninga strax td. eftir 45 daga þá verði fólk ennþá með hugann við þær ásakanir sem háttvirtur forsætisráðherra Sigmundur Davíð er ásakaður um.  Og það pólitíska moldviðri sem nú er í gangi ekki gengið niður, en þegar það er afstaðið mun koma í huga fólks þau góðu verk sem núverandi ríkisstjórn hefur unnið.  Og á sama hátt mun fólk minnast verka þeirrar ríkisstjórnar sem komst til valda 2009 en á valdatíma hennar var ESB aðildarumsókn lævíslega laumað inn af Samfylkingu og Vinstri Grænum sem og stjórnarskrámálinu sem var tengd ESB umsókninni.

Stjórnarandstaðan ásamt RÚV, voru dugleg við að kynda undir reiði og espa fólk upp í aðgerðir til að þrýsta á Sigmund Davíð að segja af sér, en þau munu ekki láta þar við sitja, þau ætla sér að koma sínu fólki fyrir í Stjórnarráðinu, sama hvað það kostar.  Margt af því fólki sem hefur verið að mótmæla á Austurvelli man ekki eftir eða var ekki mikið að fylgjast með pólitík fyrir þrem til sjö árum síðan og veit ekki hvers lags stjórn við höfðum þá. Margt af því sama fólki sem þá sveik, laug, beitti undirferli, þrýsti og hótaði til að ná sínu fram, er nú að kalla eftir ábyrgð annarra.

Af hverju var Sigmundur Davíð einn valinn sem skotmark vegna umræðunnar um aflandsfélögin?  Til allrar hamingju verður ekki gengið til kosninga fyrr en í haust ef áætlanir stjórnarflokkana ganga eftir.  Og þá gefst tími til að athuga hvort einhverjir þingmenn stjórnarandstöðuflokkana séu með allt á hreinu í sínum fjármálum.


mbl.is Ekki ásættanleg niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Steindór

Ég tel það nauðsynlegt fyrir lýðræðið að ekki verði gengið til kosninga strax eða eftir 45 daga eins og þarf að gera í síðasta lagi ef þing verður rofið segir stjórnarskráin. Til að ný öfl geti orðið til og þroskast á þessum umrótartímum þarf meiri tíma en þessa daga svo kosningar í september nk.er alveg í það fyrsta. Kosningar í haust eru vonandi ásættanleg fyrir lýðræðið, FÓLKIÐ í landinu til að átta sig á stöðunni og hvað það sjálft er tilbúið að leggja á sig til að reyna að koma á heilbrigðara og heiðarlegri stjórnsýslu bæði á þingi og hjá framkvæmdavaldinu.

Ég sem dæmi ef ég fengi áhuga að búa til framboð í mínu kjördæmi til að koma mér að til að berjast á móti kvótakerfinu sem dæmi eins og ég gerði í den þá væri bara til staðar viljinn sem ég hefði að vopni til að bjóða fram en tíminn til haustsins ætti að duga.

Stjórnarandstaðan er ekki hrifin af þessari pælingu minni eða annara og þess vegna er best að kjósa strax til að einoka lýðræðið þeim til handa þeim sem eru með styrki frá ríkinu til að fjármagna sína kosningu í tugum milljónum. 

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 22:09

2 identicon

Inn­lent | mbl | 6.4.2016 | 22:21

 

 

Mik­il­vægt að svör séu kom­in

Óttarr Proppé.

Ótt­arr Proppé. mbl.is/​Styrm­ir Kári

 

„Staðan er skýr­ari en hún var í morg­un. Næstu klukku­tím­ar og næstu dag­ar eiga eft­ir að leiða í ljós hvort það er al­menn sátt um þessa leið," seg­ir Ótt­arr Proppé, þingmaður Bjartr­ar framtíðar, spurður út í stöðu mála eft­ir at­b­urði kvölds­ins. 

Tel­urðu að al­menn sátt ná­ist? 

„Eins og staðan lít­ur út fyr­ir mér í dag leyfi ég mér að ef­ast um það. En það er mjög mik­il­vægt að það séu kom­in svör við því hvar við stönd­um varðandi hvort og þá hvaða rík­is­stjórn sé í land­inu," seg­ir Ótt­arr.

„Þó svo að maður heyri mjög sterkt kallað á kosn­ing­ar strax er það auðvitað tals­vert annað að boðað sé til kosn­inga snemma í haust held­ur en reyna að hanga til loka kjör­tíma­bils­ins."

Það er komið annað hljóð í Óttar Proppé seina um kvöldið sjá þessa frétt hér fyrir ofan frá mbl.is. Afhverju? Leyfi öðrum að velta vöngum yfir því!

Baldvin Nielsen

 

 

B.N. (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 23:47

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð grein -- þakkir !

Jón Valur Jensson, 7.4.2016 kl. 03:17

4 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Þakka þér Baldvin fyrir þín orð.  Það er satt að það er mjög erfitt fyrir ný framboð að bjóða sig fram til kosninga.  Bæði vegna þess að krafist er að framboð bjóði fram í öllum 4 kjördæmum til að fá styrk frá ríkinu og vegna 5 prósenta lágmarksins til að ná manni inn á þing.

Þakka þér kærlega Jón Valur fyrir þín uppörvandi orð !

Steindór Sigursteinsson, 7.4.2016 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband