Aðför stjórnarandstöðunnar að Sigmundi Davíð og ríkisstjórn hans
4.4.2016 | 21:19
Ég var að fylgjast með umfjöllun í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld um ásakanir stjórnarandstöðunnar á hendur Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssonar að þeir eigi eignir í skattaskjólum erlendis. Finnst mér umfjöllun Stöðvar 2 og Rúv vera eins og aðför að Sigmundi Davíð og ríkisstjórn hans.
Fannst mér mikill munur á að heyra málflutning Sigmundar og Bjarna annarsvegar og þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Fannst mér þingmenn stjórnarandstöðunnar tala af mikilli óvirðingu dónaskap, einn þeirra kallaði td. Sigmund fjárglæframann. Sigmundur virtist mér mæla af auðmýkt og baðst hann afsökunar á slælegri frammistöðu sinni í viðtali þar sem hann gekk burt án þess að svara spurningu nokkurri. Sagði hann að eignir eiginkonu sinnar sem stjórnarandstaðan segir að hafi verið í skattaskjóli hafi verið gefnar fram í skattframtali þeirra hjóna.
Fannst mér fyrir neðan allar hellur hvernig andstæðingar ríkisstjórnarinnar höguðu sér við Alþingishúsið, kostuðu eggjum á Akþingishúsið og jafnvel eggjum og banönum að lögreglu. Varð þetta að sjálfsögðu gert með það að markmiði til þess að fella ríkisstjórnina. En Sigmundur hefur góðu heilli sagt að hann hafi ekki í hyggju að segja af sér né hafi hann íhugað það. Kom mér í hug að setja saman eftirfarandi sögu í tilefni þessarar aðfarar stjórnarandstæðinga og fólks sem kom saman á Austurvelli og fyrir framan Alþingishúsið:
Saga stjórnarmyndunarviðræðna Sigmundar og Bjarna
Þegar þjóðin hafði valið Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk til þess að fara með stjórn landsins, í síðustu kosningum, þá valdi forseti Íslands eins og kunnugt er formann Framsóknarflokksins til að leiða stjórnarmyndun. Eftir að Sigmundur Davíð hafði tekið við stjórnmyndunarumboði frá Forseta Íslands sneri hann sér fyrst til vinstri framboðanna með gottið sem hann hugðist færa Íslensku þjóðinni sem eru aðgerðir þær sem hann hafði í hyggju að framkvæma þjóðinni til góðs. Hann var svolítið smeykur við að koma til Bjarna með gottið því hann var hræddur um að Bjarni myndi kíkja í pokann hans og taka uppáhaldsmola hans sem voru lausnir þær sem hann hafði varðandi lánamál heimilanna.
Vegna þess sneri hann sér fyrst til vinstri til að kanna alla möguleika fyrst og sjá hvort hin höfðu ekki betra gotterí en Bjarni. Hann gekk til Birgittu, Árna, Katrínar og Guðmundar og skoðaði gottið sem þau höfðu upp á að bjóða, en það voru áform sem þau höfðu varðandi bættan hag landsins og fólksins í landinu. Þegar hann skoðaði í nammipokana hjá þeim sá hann enga mola sem voru eins góðir á að líta og hans eigin molar, hans eigin áform sem hann hafði áformað ásamt Þingflokk sínum að framkvæma. Varð honum þá hugsað til Bjarna formanns Sjálfstæðisflokksins, skyldi hann ekki hafa betra gotterí en hin í vinstri framboðunum höfðu ?
Það var bara einn hængur á, hann var ekki viss um að Bjarni myndi líka við gottið sem hann hafði í nammipoka sínum og Sigmundur hélt mikið upp á. Það var nefnilega svo að Sigmundur hafði sinn uppáhaldsmola í poka sínum. Og hann var svolítið smeikur um að Bjarni mundi kíkja í pokann hans og taka burtu uppáhaldsmolann hans, sem var kosningaloforð hans sem voru aðgerðir til handa skuldugum heimilum.
Á meðan var Bjarni einmanna og svolítið stúrinn á svip því honum fannst honum hafa verið hafnað. Ætlaði Sigmundur að fara til allra hinna í vinstri framboðunum en skilja sig út undan og flokk hans ? Á meðan var Sigmundur Davíð að velta því fyrir sér hvort hann ætti að snúa sér til Bjarna. Hann hugsaði sig um nokkra stund, því hann vissi sem svo að Bjarni hafði súkkulaðimola sem var eiginlega alveg eins og einn af hans eigin molum, en það var áætlun sú að skapa almenningi hagsæld með áframhaldandi sjálfstæði landsins með stöðvun á ESB aðildarviðræðum.
Til allrar gæfu herti Sigmundur upp huga sinn og tók ákvörðun um að snúa sér til Bjarna. Og hann sá ekki eftir því, því Bjarni tók honum mjög vel. Hann tók vitaskuld ekki besta sælgætismola Sigmundar. Hann hafði prýðilega góðar hugmyndir um hvernig þeir gætu skipt molunum og mótað þá eftir hvernig þeim báðum líkaði og eftir því sem best kæmi fyrir þjóðarhag. Bjarni bauð Sigmundi til viðræðna í sumarbústað á Suðurlandsundirlendinu en þar bauð hann honum upp á vöflur með sultu og rjóma sem aðstoðarkona Bjarna bakaði. Og brátt hvarf öll hræðsla úr huga Sigmundar og hann sá að hann gat treyst Bjarna.
Og þeir skiptu gottinu á milli sín og þeir skoðuðu hvern sælgætismola fyrir sig og mótuðu þá eftir hvernig þeim best leist og eftir því sem best kæmi fyrir þjóðarhag. Þeir ræddu um sín á milli hvernig þeir gætu skipt gottinu og gefið það síðan landsmönnum. Þeir fundu alveg prýðilega leið til þess að móta molana og gera þá þannig úr hendi að gottið hentaði fólkinu í landinu sem best. Þeir mótuðu úr uppáhaldsmolum sínum einn mola sem voru aðgerðir þær sem þeir hyggjast koma í framkvæmd, sem er niðurfærslu höfuðstóls íbúðalána. Og þeir mótuðu alla molana eftir því sem þeim best leist og hvernig best kæmi sér fyrir þjóðarhag.
Að því loknu helltu þeir öllum molunum í stóra skál, sem kallast Stjórnarsáttmáli Ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Og þeir fóru með sælgætisskálina til Reykjavíkur, í Stjórnarráðið. Eftir að hafa sýnt sínum eigin flokksmönnum gottið sem var í skálinni varð formleg stjórnarmyndun, og ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var mynduð.
Var Sigmundur Davíð skipaður forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, auk þess fengu þeir fólk úr flokkum sínum sem skipuðu hin ýmsu ráðherraembætti hinnar nýju ríkisstjórnar. Þau voru: Sigurður, Gunnar, Egló, Kristján, Hanna Birna, Ragnheiður og Illugi. Stjórnarsamstarfið gekk vel og fólkið í hinni nýju ríkisstjórn var ánægt yfir því góða sem þau hugðust koma til leiðar fyrir land sitt. Tíminn leið og viðræður fóru fram á Alþingi um aðgerir og störf ríkisstjórnarinnar. Stjórnarliðar höfðu nammiskálina sem þau höfðu fyrir fólkið í landinu.
En skjótt skipast veður í lofti. Þegar Sigmundur, Bjarni og öll hin í ríkisstjórninni voru að útdeila gottinu úr nammiskálinni, þá komu allt í einu hin úr vinstri framboðunum; Árni, Katrín, Birgitta, Guðmundur og fleiri og réðust að þeim þar sem þau voru brosandi vegna þeirra góðu áforma sem þau höfðu í huga að framkvæma landsmönnum til góðs. Reyndu þau að hrifsa sælgætismola þeirra Sigmundar og Bjarna úr sælgætisskálinni og reka þá félaga í burtu með áköfum fortölum og ásökunum. En þau í ríkisstjórninni gerðu það sem þau gátu til þess að þau í vinstri framboðunum gætu ekki tekið gottið og rekið Bjarna og Sigmund í burtu. Og það var mikil barátta um gottið á milli þeirra, á milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar, og lýkur hér þessari sögu.
Kær kveðja :)
Stífluð miðborg, aldrei séð annað eins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já er þetta bara stjórnarandstaðan? Hér eru t.d. frammarar á Akureyri að lýsa vantrausti á SDG og ríkisstjórnina: http://www.visir.is/framsoknarmenn-a-akureyri-snua-baki-vid-sigmundi/article/2016160409432?fb_action_ids=10154036644103389&fb_action_types=og.comments
Og væntanlega frekar erfitt að segja að öll þúsundin sem voru stödd á Austurvelli í dag séu bara fúlir stjórnarandstæðingar, og einnig erlendir fjölmiðlar út um allan heim...
Mæli með því að þeir aðdáendur SDG sem eftir eru taki endanlega leppina frá augunum!
Skúli (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 22:18
GSSG Holding á Tortóla þýðir Gunnlaugur Sigmundsson og Sigmundur Gunnlaugsson.
M.v. þær upplýsingar sem að liggja fyrir um það félag, hefur Forsætisráðherra Íslands stundað stórfelld og fordæmalaus skattsvik sem eiga sér enga hliðstæðu í Íslandssögunni!
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 22:44
Þetta er tómt rugl í þessum Sigurði Helga, sem hefur ekki stafkrók fyrir sér í þessari risa-ofvöxnu lygi sinni.
Og Akureyringa-greyin eru nú ekki óskeikulli í þessari meðfærilegu uppgjafar-meðvirkni sinni með vinstrinu heldur en þeir voru í öðru máli þar innanbæjar, sem nú er orðið þeim til mestu hneisu og bæjarbúum til tjóns, sjá nánar hér: Samblástur norðanmanna ...
Akureyringa vantar nýja bæjarstjórn, ekki seinna en 2018.
En skemmtilegur var lesturinn, Steindór, beztu þakkir!
Jón Valur Jensson, 5.4.2016 kl. 04:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.