Ég þakka Vésteini Valgarðssyni fyrir að sýna fram á að frétt, sem ég birti í góðri trú, sé ósönn

Ég vil þakka Vésteini fyrir að upplýsa að frétt sem ég birti á heimasíðu Kristinna Stjórnmálasamtaka fimmtudaginn 3. mars sé uppspuni (sjá hér).  Heimasíðan sem hann vísaði á "Snopes.com" virðist hafa rétt fyrir sér, að fréttin sem ég birti er röng.  Ég var svo auðtrúa að taka frétt sem ég fann á 3 eða fleiri heimasíðum sem sannleika.  Ég sé nú í myndleit fyrir þennan Amzad Fakir sem Snopes.com minnist á að þetta er sami maðurinn og er á myndunum í fréttunum.  

Ég vil segja að ég gerði mistök þegar ég sagði að Gylfi blessaður hafi deilt þessum 3 heimasíðum á FB.  Sannleikurinn er að Gylfi deildi einni en 2. deilingin var skráð sem "fólk deildi einnig" á FB síðu Gylfa.  En þriðju heimasíðuna fann ég sjálfur á netinu.  Reyndar fann ég nokkrar fréttaveitur og heimasíður sem fjölluðu um þetta.  Reyndar voru það mistök að nefna Gylfa blessaðan í færslunni, ég ætlaði aldrei að minnast á hann í fréttinni, en það var vegna mistaka minna þegar ég sendi einum af stjórnendum KS heimasíðunnar fréttina.  Ég er fullviss um að Gylfi hafi deilt þessari frétt í góðri trú og haldið að hún væri rétt og sönn.  

En eitt er víst að liðsmenn ISIS eru þó ekki neinir saklausir öðlingar þótt að komið hafi í ljós að fréttin sem ég skrifaði um þá sé röng.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég skrifaði eitt sinn bloggfærslu þar sem ég varaði fólk við fréttum af netinu. Það er allt til. Öfgamenn notfæra sér netið til að koma ósönnum áróðri að fólki sem styður við þeirra málstað. Þetta er aðallega þekkt meðal þjóðernissinna, ISIS, HAMAS, Ísrelsku leyniþjónustunnar og guð má vita hverra. Það var umfjöllun um þetta sama í kastljósþætti sjónvarpsins fyrir allnokkru ( varðandi flóttamenn). Það er því betra að vanda sig þegar er sótt vitneskja á netinu og oftar en ekki má betur treysta fréttastofunum þó margir hafi horn í síðu þeirra.

Jósef Smári Ásmundsson, 5.3.2016 kl. 16:03

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

    Ég legg til að  þú slappir af Steindór, við gerum öll mistök á einhverjum tíma. En það eru ekki allir eins duglegir að viðurkenna það og þú.  Samt smíðaðir þú ekki söguna, bara gafst henni framgang og við ærleg trúum oft skökkum sannleik, þar til hið rétta kemur í ljós.   

Hrólfur Þ Hraundal, 5.3.2016 kl. 18:42

3 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Ég þakka fyrir innlegg ykkar Jósef og Hrólfur.

Steindór Sigursteinsson, 5.3.2016 kl. 23:12

4 identicon

Það er afskaplega vafasamt að fara að röfla um opinberastarfsmenn Ísraels í samhengi við hryðjuverkasamtök eins og Daesh sem stunda skipulagða nauðgungar-vændisstarfsemi á Yazidi stúlkum og kristnum stúlkum, og drepa hinar sem eru ekki fallegar eða komnar á aldur við konurnar ykkar og mæður. SÞ og EU hafa bæði viðurkennt að Daesh stundar skipulagða útrýmingu og þjóðarmorð á þessum hópum http://observatorial.com/2016/03/04/obama-administration-islamists-killing-christians-is-not-genocide/ Að tengja það við aðgerðir ríkisstjórnar til að verjast slíkum flokkast af mörgum ríkisstjórnum, þar á meðal Þýskalands og Bretlands, sem kynþáttahatur og það ættu menn að forðast hér þó landslög okkar séu frumstæðari þeim sem þessar þjóðir búa við, enda erum við enn miklir afdalamenn og kynþáttahatur er liðið óvenjulega vel hér. Það ber jafnframt að benda á að ALLAR leyniþjónustur eru sakaðar um að hafa stundað disinfo, sú Ísraelska alls ekki meira en aðrar. Munurinn á þeirri Ísraelsku og hinum er einkum álag, en daglega koma aðilar til Ísraels í þeim tilgangi að fremja þar hryðjuverk og glæpi og því eru allir flugvellir þar mannaðir hundruðum undercover leyniþjónustuaðilum. Þetta ástand verður bráðum líka viðvarandi á Vesturlöndum og þær þjóðir sem ekki hafa komið sér upp svipuðu batterí munu fara undir vald hryðjuverkasamtaka. Við ættum því að læra af þeim sem glíma við þetta daglega, frekar en fara með diguryrði í anda nazista. http://observatorial.com/2016/03/04/obama-administration-islamists-killing-christians-is-not-genocide/

Siggi (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 11:28

5 identicon

Munurinn á þessum ósamanburðarhæfu aðilum er þessi. Daesh myndi ræna og nauðga stúlkubörnum ykkar og barnabörnum, en drepa drengina, en myrða konur ykkar og mæður. Ísrael lætur þá vera sem ekki hafa hug á að skaða, myrða og deyða eigin þegna og hefur ekki minnsta áhuga á kvenfólkinu ykkar. 

Siggi (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 11:30

6 identicon

Ef til er íslensk leyniþjónusta eða vísir af slíkri mæli ég með að fylgst sé með aðilum eins og þessum Vésteini, sem þrátt fyrir að SÞ og EU hafi bæði lýst því yfir að DAESH sé að fremja þarna þjóðarmorð á kristnum og yazidi: http://observatorial.com/2016/03/04/obama-administration-islamists-killing-christians-is-not-genocide/, og þrátt fyrir staðfestar fregnir af nauðgunarvændi og hópnauðgunum á ótal kristnu og yazidi stúlkum, sem er skipulögð út frá moskum DAESH, finna hjá sér af annarlegum hvötum einhverja sérstaka þörf fyrir að verja þessa aðila, sem er illskiljanlegt frá sjónarhorni mannlegrar sálfræði og ber að rannsaka.

Siggi (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 11:34

7 identicon

Ég tek fram að ég er ekki að fullyrða neitt um þessa menn, kannski er þetta eitthvað Aspergerheilkenni eða smámunasemi af svipuðum ástæðum og því skiljanleg, en það er ástæða til að hafa eftirlit með mönnum sem verja menn sem hafa hegðað sér með jafn ógeðfelldum hætti og nazistar og ætla sér nákvæmlega sömu hluti, þ.e. útþurrkun saklauss fólks sem ekkert hefur gert þeim nema aðhyllast aðrar skoðanir, hryðjuverkasamtökin DAESH, þangað til einhver slík skýring er fundin. Þessi gjörningur er svipaður því að rjúka upp til handa og verja Charles Manson og ráðast að þeim sem gleypa, skiljanlega, við þeirri frétt að hann hafi myrt einhvern. 

Siggi (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 11:38

8 identicon

Annað sem ég legg eindregið til er að feministar byrji að rannsaka menn sem verja menn sem fara svona með konur, hvaða hvatir liggi þar á bak við, hvernig það kunni að vera samfélaginu hættulegt, og hvað sé hægt að gera. Sálfræðin, félagsfræðin og fleiri geta eflaust lagt þar margt til. Svona tilburðir sjást nú hjá hundruðum manna og velltir upp spurningunni hvort samúð með svona samtökum sé að vaxa sem hlýtur að vera hættulegt ef rétt reynist. 

Siggi (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 11:42

9 identicon

Vonum það besta samt. Kannski tengist þetta frekar fréttum af vaxandi einhverfu, en mörgum afbrigðum einhverfu fylgir furðuleg smámunasemi í augum þeirra sem eru það ekki. 

Siggi (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband