Biðst afsökunar á rangri bloggfærslu sem segir frá ungbarni traðkað til bana af ISIS krerk

Ég biðst afsökunar á að það virðist að ég hafi verið helst til of fljótur á mér að fullyrða að fréttir sem ég fann á 3 heimasíðum hafi verið sannar.  En því miður reyndust þetta vera lygafréttir.  Ég vil segja að ég er miður mín að hafa birt eftirfarandi færslu en hún birtist á bloggsíðu Kristinna Stjórnmálasamtaka.  Sárast þykir mér að hafa ef til vill komið óorði á KS sem reyndar var ný komin í stórhausahópinn á Blogg.is.  En við höfum nú verið færðir burt þaðan.  Ég bið hlutaðeigandi aðila að færa okkur aftur í stóhausahópinn því ég ætla að reyna eftir fremsta megni eftirleiðis að birta aðeins það sem satt er.  Ég biðst innilega afsökunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á sama tíma voru fleiri en ein alvöru frétt á MBL.is um níð kristinna presta á börnum. Þú sást ekki ástæðu til að minnast á það. Enda "fréttaflutningur" þinn aðeins í þeim eina tilgangi að breiða út hatur og fordóma gegn þeim sem ekki aðhyllast þína trú.

En þú getur huggað þig við það að hið verðskuldaða óorð sem fer af KS og meðlimum þeirra er ekki þér einum að kenna.

Vagn (IP-tala skráð) 4.3.2016 kl. 08:52

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Mér sortnaði fyrir augum er ég sá þennan óhugnað og vonaði að eitthvað í fréttinni hefði misfarist og þetta væri ekki satt. Þar sem þetta er ekki bloggsíða K.S.læt ég nægja að segja þér að það er rétt mátulegt að síðan er ekki lengur á "Stórhöfða"...bloggi. M.b.K.v.

Helga Kristjánsdóttir, 4.3.2016 kl. 15:27

3 identicon

Þessi samtök láta mörg þúsund stúlubörn ganga manna á milli og nauðga þeim, og hafa myrt gríðarlegan fjölda kristinna og yazidi barna þar að auki, þannig að það er ekki skiljanlegt að leggja trúnað á frétt sem er engu alvarlegri en þær fréttir sem réttar eru. Það er eitthvað verulega skrýtið við þá sem ráðast að þér, eins og sjálfsskipaðir lögfræðingar Islamic State, af þessum sökum og þú ættir ekkert að þurfa að biðjast afsökunar fyrir að trúa hverju sem er upp á sjálfann andskotann, svo einfalt er það nú.

Helgi (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband