Lækkun verðs á skólabækum í Eymundsson er kjarabót fyrir framhaldsskólanemendur ofl.

Samkvæmt frétt á Mbl.is á föstudaginnkom sl. gerði ASÍ á verðkönnun á nýjum skólabókum í 5 bókabúðum á höfuðborgarsvæðinu sl. þriðjudag.  Í könnuninni voru borin saman verð á 20 bókatitlum saman við verð þeirra í samskonar könnun sem ASÍ gerði 2014.  Þar kom fram að Penninn- Eymundsson hafi lækkað verð á 11 af 18 bókatitlum (allt að 24%) sem þeir áttu til í báðum mælingunum.  Aðrar bóka/ritfangaverslanir komu lakar út í könnuni, en Forlagið Fiskislóð hafði engann bókatitil lækkað.  Næst best stóð sig A4 samkvæmt útkomu þessarar mælingar en þeir höfðu lækkað verð á 7 bókatitlum.

Vil ég segja að lækkanir sem þessar í ritfangabúðum og fleiri verslunum eru skref í rétta átt til þess að bæta kjör almennings.  Þetta er rétt stefna hjá verslunareigindum að lækka verð til neytenda og minnka þannig hugsanlega eigin gróða en koma til móts við fólkið í landinu og stuðla þannig að hag allra.  Lækkað vöruverð skilar sér sem beinharðir peningar í vasa almennings, það er þjóðfélaginu til hagsbóta.  Sérhagsmunastefna fyrirtækja og verslana þar sem hugsunin er aðeins að mata eigin krók er í raun skaðleg fyrir þjóðfélagið og reyndar þegar málið er skoðað á heimsvísu þar sem hinir efnaminni verða sífellt fátækari og þeir ríku efnaðari.

Þetta er rétt hugarfar sem þeir ættu að hafa sem eru í aðstöðu til þess að stjórna sinni innkomu sjálfir.  Aðgerðir ríkisstjórnar duga skammt ef fyrirtæki og á ég þá einnig við fjármálastofnanir gera allt til þess að hafa sem mest úr vösum fólks.  

Skattahækkun Seðlabankastjóra á stýrivöxtum úr 5 í 5,5pósent er algerlega út úr myndinni að mínu mati.  Þessu hækkun á vöxtum mun hækka greiðslubyrði húsnæðiskaupenda og fleiri lánagreiðenda, ef maður talar nú ekki um kreditkortalánin, bílalánin ofl.  Þetta mun hækka verð á húsaleigu, hækka verð á fasteignum.  Þessi leið vaxtahækkana, þegar þennsla er fyrirsjáanleg í efnahagslífinu með hugsanlegri aukningu á verðbólgu er gamaldags steinrunnin aðferð sem eykur aðeins hagnað bankanna en skilur hinn almenna borgara eftir með verri lífskjör.


mbl.is Penninn-Eymundsson lækkar verð í meira en helmingi tilvika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband