Það er ekki of seint fyrir ríkisvaldið að stöðva framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu.

Sú frétt birtist á Mbl.is í morgun að tillögu minnihlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur, um að framkvæmdir á svæði Hlíðarenda við Reykjavíkurflugvöll yrðu stöðvaðar, var felld á borgarstjórnarfundi í gær.  Að sjálfsögðu var tillaga hægri minnihlutaflokkana ekki samþykkt þar sem vinstri meirihlutinn, Samfylkingin, Björt Framtíð eru fjölmennari og stefna þeir að með lævísum hætti að bola flugvellinum í burtu, með markvissum hætti.  Reyndar hafa Píratar snúist á sveif með Samfylkingunni og Bjartri Framtíð í þessu máli þrátt fyrir  kosningaloforð sín. 

Ég hvet ríkisvaldið, með háttvirtan Innanríkisráðherra Ólöfu Nordal í huga, að grípa þarna inn í og stöðva framkvæmdir á svæði Valsmanna á Hlíðarenda.  Það nær engri átt að hafnar séu framkvæmdir þegar ekki liggur fyrir álit Rögnunefndarinnar, en það var pólitískt samkomulag sem komist var að sem Valsmenn og borgarstjórn hafa nú að engu gert.  Valsmenn hafa nú sem komið er aðeins lagt í kostnað vegna undirbúnings og hönnunarvinnu.  Ég veit ekki hversu miklar skaðabætur ríkið yrði að greiða Valsmönnum ef framkvæmdir yrðu stöðvaðar.  En það væri ekkert í samanburði við það tjón sem hlýst af skerðingu flugvallarins um eina flugbraut eða í samanburði við það ef þessi niðurrifsvinna á flugvallarsvæðinu heldur áfram og byggja þurfi nýjan flugvöll. 

Aðgerðir Reykjavíkurborgar og Valsmanna eru fyrsta skrefið í að bola Flugvellinn burt úr Vatnsmýrinni.  En enginn heppilegur staður hefur enn fundist fyrir nýjan flugvöll og uppbygging nýs flugvallar yrði óhemju kostnaðarsöm.  Fjármögnun hans væri ekki á færi flugfélaga og flugrekstraraðila og því þyrfti ríkið að standa þar undir bagga.  Þessar framkvæmdir Valsmanna og Reykjavíkurborgar eru hið mesta feygðarflan fyrir flugstarfsemina á svæðinu, innanlandsflugið, einkaflugið og flugskólana og reyndar hagsmuni allra landsmanna. 

Ríkisstjórn og Alþingi - nú er tækifærið og nú er tíminn til þess að grípa í taumana.


mbl.is Framkvæmdir ekki stöðvaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gert var ráð fyrir lokun brautarinnar í samkomulaginu um Rögnunefndina, eins og þú veist. Bréf sem Innanríkisráðuneytið sendi Isavia, sem hvorugt eru aðilar að Rögnunefndinni né fara með skipulagsmál í Reykjavík, breytir engu um það samkomulag sem gert var.

Það er ekkert tjón sem hlýst af skerðingu flugvallarins um þessa einu auka flugbraut. Þó framsóknarmenn hafi skírt hana neyðarbraut í síðustu borgarstjórnarkosningum þá er þetta eftir sem áður lítið notuð og óþörf braut.

Vagn (IP-tala skráð) 6.5.2015 kl. 09:54

2 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Í bréfi sem Innanríkisráðuneytið sendi Isavia þann 30.des. 2013. Kom eftirfarandi fram:

"Rétt er að ítreka að flugbrautinni skal þó ekki lokað eða aðrar ákvarðanir   teknar sem leiða til þess að flugbraut 06/24 verði tekin úr notkun á meðan verkefnisstjórn, sem nú starfar undir forystu Rögnu Árnadóttur  skv. samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group er enn  að störfum og ákvörðun á grundvelli tillagna hennar liggur ekki fyrir."

Það voru allmargir dagar í vetur sem flugvélar þurftu að nýta neyðarflugbrautina vegna þeirra risjóttu veðurskilyrða sem einkenndu síðastliðinn vetur.  Í þau skipti sem ekki var hægt að nota neyðarflugbrautina, var ekki hægt að lenda á öðrum brautum vallarins.  Að fella niður flug hefur alltaf kostnað í för með sér.  Í um­fjöll­un um mál­efni braut­ar­inn­ar í Morg­un­blaðinu í gær hafn­ar Þorkell Ásgeir Jó­hanns­son, þjálf­un­ar­flug­stjóri hjá Mý­flugi því að aðferðafræði Isa­via og Eflu verk­fræðistofu í nýrri mats­skýrslu um not­hæfisstuðul vall­ar­ins sé í sam­ræmi við vinnu­lag Alþjóðaflug­mála­stofn­un­ar­inn­ar, ICAO, um það hvernig eigi að reikna út áhættumat, þar sem í út­reikn­ing­ana vanti lyk­ilþætti.  

Steindór Sigursteinsson, 6.5.2015 kl. 12:38

3 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Hérna er bréf sem Félag atvinnuflugmanna birti á heimasíðu sinni þann 2. febrúar síðastliðinn:

Borgarstjórnarlygin um flugvöllinn
Árátta borgarstjórnar um að losna við Reykjavíkurflugvöll er tortryggileg. Það er löngu orðið ljóst að Samfylkingin og Besti flokkurinn voru búin að lofa því að flugvöllurinn færi fyrir löngu. Það er eðlilegt að Valsmenn kvarti og kveini yfir því að þurfa að greiða vexti af fjárfestingunni án þess að fá að byrja á verkefninu. Það er ekkert skrýtið að þeir sem leggja peninga í viðskipti á grundvelli loforðs stjórnmálamanna vilji að stjórnmálamennirnir standi við orðin.
En þetta mál er ekki viðskiptamál, það snýst um pólitískt umboð.  Og borgarstjórn Reykjavíkur hefur ekki pólitískt umboð til að ákveða það ein og sjálf hvar miðstöð innanlandsflugs í landinu er staðsett. Það er mál allrar þjóðarinnar.
Það er pólitískt vandamál meirihlutans í borginni að hafa lofað upp í ermina á sér. Á því verður meirihlutinn í borginni að axla ábyrgð. Það er ekki hægt að vísa þeirri ábyrgð neitt annað.
Borgarstjórn Samfylkingar og Besta flokks skrökvaði að Valsmönnum. Sagði að þeir fengju land til að byggja á sem var ekki þeirra einna að taka ákvörðun um. Og nú bítur lygin í rassinn á þeim.
Allir sem koma nálægt flugi í landinu benda á að neyðarflugbrautin sé nauðsynleg. Meira að segja Félag atvinnuflugmanna. Fólkið sem lendir á þessum flugvelli mörgum sinnum á dag.
Það dettur engum í hug að stjórnmálamenn hafi betra vit á skurðaðgerðum en skurðlæknar. Bara kjánum dettur í hug að stjórnmálamenn hafi betra vit á flugöryggi en flugmenn.

Steindór Sigursteinsson, 6.5.2015 kl. 12:50

4 identicon

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group stendur sama hvað Innanríkisráðuneytið segir Isavia.

Það voru allmargir dagar í vetur sem flugstjórar nýttu aukaflugbrautina til að hækka nýtingarstuðul og reyna að sýna fram á að hún sé notuð til að missa hana ekki. Í þau skipti sem aukaflugbrautin var notuð var oftast hægt að lenda á annari eða báðum aðal brautum vallarins.

Það dettur engum í hug að stjórnmálamenn hafi betra vit á skurðaðgerðum en skurðlæknar.En það eru samt stjórnmálamenn sem ákveða hvort verði sjúkrahús í hverri götu, þó skurðlæknum þætti öruggast að hafa innan við 100 metra milli skurðstofa. Og fólkið sem lendir á þessum flugvelli mörgum sinnum á dag vill helst hafa sem flestar og lengstar brautir. En þegar meðaltal síðustu ára er 1 lending á ári þar sem ekki hefði verið hægt að lenda á hinum brautunum og 0,6% notkunarstuðull verður ekki séð að þörf sé á þessari braut.

Meðan Reykvíkingar fjármagna rekstur Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurborg hefur skipulagsvald innan borgarmarkanna þá hefur Reykjavíkurborg fullt umboð til að ákveða það ein og sjálf hvort flugvöllur verði innan borgarmarkanna. Þegar "þjóðin" vill bera kostnaðinn og greiða fyrir óhagræðið þá fyrst verður hægt að kalla þetta mál "þjóðarinnar".  

Vagn (IP-tala skráð) 6.5.2015 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband