Í upphafi var orðið.

Í Jóhannesarguðspjalli 1,1-5 stendur skrifað: "Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð.  Hann var í upphafi hjá Guði.  Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er.  Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna.  Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því. "Nokkru neðar í 14 versi stendur: "Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum".

Í 14 versi stendur "Og orðið varð hold". En hver er Orðið?  Jóhannes skírari gefur svarið: "Þetta er sá sem ég átti við, þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig, var á undan mér, enda fyrri en ég"(vers15).  Jesús Kristur er Orðið.  Postulinn Jóhannes staðfestir þetta í Opinberunarbókinni 19.11-16. "Þá sá ég himininn opinn, og sjá: Hvítur hestur. Sá, sem á honum sat, heitir Trúr og Sannur.....og nafn hans er: Orðið Guðs....Og hann treður vínþröng heiftarreiði Guðs hins alvalda.Og á skikkju sinni og lend sinni hefur hann ritað nafn: KONUNGUR KONUNGA OG DROTTINN DROTTNA".  Í þessum ritningartexta er Jesús kallaður "Trúr og sannur","Orð Guðs","Alvaldi Guð", og "KONUNGUR KONUNGA og DROTTINN DROTTNA".  Orðið er Drottinn Jesús Kristur, Mannssonurinn.

Í Jóhannesarguðspjalli 1,1-18 getum við lesið um að hinn eilífi sannleikur íklæddist holdi, þegar hann - Jesús Kristur kom til okkar mannana sem lítið barn.  Það er hann sem er nefndur "Orðið" í þessum ritningartexta.  "Hann opinberaðist í holdi"  segir í Tímóteusarbréfinu (1,13)  Áþreifanleg staðfesting á hinum ósýnilega Guði sem enginn fær séð, en var opinberaður okkur þegar "Orðið varð hold" (Jóh 1,14). 

Postulinn Jóhannes sagði eftirfarandi 4 atriði um Orðið: 1) "Í upphafi var Orðið" (vers1) - sem er staðfesting á hinni tímalausu og óendanlegu tilveru hans.  (2) "Orðið var Guð" (vers1) - sem staðfestir tímalausa og endalausa samveru við (bókstaflega augliti til auglitis) við Guð Föður og Heilagann Anda. 3) "Orðið var Guð" (vers1) - Sem staðfestir Guðdóm hans.  4) "Orðið varð hold" (vers14) - það staðfestir að hann íklæddist sem maður.  Hann byrjaði ekki sem ný persóna, en hélt áfram hinni óendanlegu og tímalausu tilveru, samveru við Guð og Guðdómleika.  Þegar "Orðið varð hold" í formi manneskju, opinberaði hann mönnunum Guð, Jesús Kristur Mannssonurinn.

Kær kveðja.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband