Þjóðsöngurinn

Það er mikill heiður að tilheyra þjóðríki sem opinberlega og með löggjöf sinni og Stjórnarskrá styður og verndar Kristna trú.  Einn af þeim þáttum sem Íslendingar hafa tekið upp til að heiðra kristna trú, er hinn Íslenski Þjóðsöngur.  Er hann saminn af Mattíasi Jochumssyni með lagi Sveinbjörns Sveinbjörnssonar.  Heitir ljóð það sem Þjóðsöngurinn er byggður á "Lofsöngur". En það er hann svo sannarlega því í honum er hin fegursta lofgjörð þjóðar til skapara síns, Guðs Almáttugs skapara himins og jarðar.  Þjóðsöngurinn gegnur oftast undir heitinu "Ó Guð vors lands" sem er fyrsta ljóðlína hans.  Hversu stórkostlegt er það ekki þegar þjóðríki tekur afstöðu með skapara sínum og lýsir því yfir að það vilji styðja og standa vörð um trú á hann.

Ég birti hér ljóðlínur þessa fallega lags, sem á svo áhrifaríkan hátt lýsir lofsöng Íslenskrar alþýðu til Guðs skapara síns.

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Íslands þúsund ár,
Íslands þúsund ár,
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.


Ó, guð, ó, guð! Vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál.
Vér kvökum og þökkum í þúsund ár,
því þú ert vort einasta skjól.
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
því þú tilbjóst vort forlagahjól.
Íslands þúsund ár
Íslands þúsund ár
voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól.


Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.
Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
Íslands þúsund ár
Íslands þúsund ár
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Fallegur þjóðsöngur, en honum verður breytt eftir að fjölgun múslima nær 30% landsbúa.

Um að gera að njóta þjóðsöngsins áður en hann verður bannaður.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 13.4.2015 kl. 00:11

2 identicon

Fallegur þjóðsöngur, og heldur gildi sínu þó allir taki múhameðstrú. Sami guð, en hver hefur sína siði og venjur.

Vagn (IP-tala skráð) 13.4.2015 kl. 15:42

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vagn mikið vildi ég óska að þú hefðir rétt fyrir þér, en því miður er raunveruleikurinn annar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.4.2015 kl. 23:03

4 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Það þurfa að vera öflugir talsmenn kristinnar trúar á Alþingi sem halda vörð um kristin gildi og kristindóm í landinu svo að það gerist ekki eins og þú minntist á Jóhann, að þjóðsöngurinn í núverandi mynd verði bannaður.  Það má ekki láta fólk sem er áhugalaust um kristna trú eða er á móti henni samþykkja lög sem banna þætti sem upphefja kristna trú eins og trúarinnrætingu í skólum, Íslenska fánann sem er með krosstákni og þjóðsönginn.  Einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa snúist kristninni til varnar eins og Brynjar Níelsson í tengslum heimsóknir skólabarna í Jólaguðþjónustur og reyndar Sigmundur Davíð lét í það skína í Facebookfærslu sinni um síðustu jól að honum fyndist mótmæli mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í tengslum við Jólaböllin fyrir neðan allar hellur.  Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa eftir sem ég best veit eitthvað í flokksamþykktum sínum sem styður við kristna trú.  Það besta væri ef kristilegur flokkur eða framboð kæmist inn á Alþingi, það er kominn tími til þess að kristið fólk sameinist um kristið framboð.  Ég vildi óska að Kristilegu Stjórnmálasamtökin geti boðið fram til Alþingiskosninga 2017.

Steindór Sigursteinsson, 14.4.2015 kl. 16:27

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Umburðarlyn hjá Íslendingum er smátt og smátt að hverfa og sömuleiðis er tjáningar og málfrelsi.

það eru fámennar grúppur á Íslandi sem vilja þagga í öllum sem ekki eru sammála þeim og þau nota rasista orðið og fordóma orðið ásamt öðrum niðrandi orðum mjög oft þegar þau reyna að þagga niður í fólki sem sér hlutina öðruvísi en þessar fámennis grúppur.

Það var einu sinni kennd kristnifræði í islenzkum skólum, það hefur verið tekið af vegna örfárra í grúppum sem vilja meina börnum að kynnast á hverju lög landsins eru byggð á.

Ég man eftir að það voru 60 manns sem sáu til þess að þeir sem bjuggu á suðvestur horni landsins lét stoppa frítt sjónvarp af því að það voru svo svakalegar glæpamyndir á dagskrá og hefðu svo slæm áhrif á börn og unglinga. Hvernig er sjónvarpið í dag og það þarf að borga fyrir það.

Svona er þetta það eru alltaf einhverjir sem Vilja stjórna því sem aðrir hugsa, segja eða gera.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.4.2015 kl. 20:48

6 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Ég er þér hjartanlega sammála Jóhann.  Bíómyndir sem eru sýndar í sjónvarpinu eru oft hrikalegar, fullar af ofbeldi, drápum og öðrum ósóma.  Þegar ég var í barnaskólanum á Hvolsvelli og síðan gagnfræðaskólanum var kennd mjög ítarleg og góð kristnifræði.  Einelti eða ofbeldi þekktist ekki á meðal barnanna.  Ég minnist þess aðeins einu sinni að hafa séð tvo litla drengi slást, en það var reyndar mjög meinlaust, varla hægt að að kalla það slagsmál.  Á þessum tíma var svart- hvítt sjónvarp og ekkert sjónvarp á fimmtudögum.  Myndefnið í Ríkissjónvarpinu var ekkert í líkingu við þann hrikalega ósóma sem sýndur er á sjónvarpsstöðvunum nú til dags.  En það er oft á tíðum kennsla í drápum, ofbeldi og öðru siðleysi, það á líka við um tölvuleikina sem börn og unglingar eru að leika sér að núna.  Í ofánílag hefur verið skipulögð afkristnun í grunnskólum landsins einkum á höfuðborgarsvæðinu.  Nú til dags heyrir maður um mikið einelti í skólum og ofbeldi á meðal Grunnskólanemenda.

Steindór Sigursteinsson, 16.4.2015 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband